Innlent

Óprúttnir aðilar safna styrkjum í nafni Geðhjálpar

Geðhjálp hefur ekki staðið í söfnunum undanfarið.
Geðhjálp hefur ekki staðið í söfnunum undanfarið.

Geðhjálp hefur undanfarna daga borist tilkynningar um að einhver eða einhverjir séu að hringja í fólk og bjóða því að styrkja ýmis málefni í nafni þeirra samkvæmt tilkynningu sem samtökin sendu frá sér.

Þar segir ennfremur að Geðhjálp er ekki að stunda fjáröflun um þessar mundir umfram sölu á geisladiskum félagsins Geðveikt 3 og 4, sem samtökin hafa selt til fjáröflunar um árabil.

Sú söfnun fer í gegnum fyrirtækið Miðlun sem hefur haft umsjón með þessari sölu Geðhjálpar.

Þá harmar Geðhjálp að nafn félagsins sé misnotað með þessum hætti og ónæði sem af því kann að hafa hlotist.

Ennfremur hvetur Geðhjálp þá sem eru í vafa um eðli söfnunarinnar að hafa samband við okkur á skrifstofu félagsins í síma 570-1700 til að kanna hvort umrædd söfnun sé raunverulega í gangi.

Einnig má finna upplýsingar um þá söfnun sem er í gangi hverju sinni á heimasíðu félagsins,www.gedhjalp.is

Að lokum segir í tilkynningunni að Geðhjálp reiðir sig á stuðning einstaklinga í samfélaginu og vona samtökin að þetta setji ekki strik í þann velvilja sem þau njóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×