Innlent

Fullar fangageymslur og annríki hjá lögreglu

MYND/ANTON

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fullar eftir eftir erilsama vakt í borginni. Tveir menn voru handteknir eftir að þeir höfðu brotist inn í bíla í miðborginni og ein kona er í haldi en hún ók á tvær bifreiðar í Blesugróf fyrir miðnætti. Hún reyndist í mjög annarlegu ástandi af völdum lyfja og áfengis.

Innbrotsþjófar fóru inn í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í nótt og stálu þar bjórflöskum. Málið er í rannsókn. Sama má segja um innbrot á Kársnesbraut í Kópavoginum þar sem farið var inn í geymsluhúsnæði. Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið í því tilfelli.

Þá var reynt að brjótast inn í kynlífshjálpartækjabúðina Adam og Evu á Kleppsveginum. Rúða í versluninni var brotin en svo virðist vera sem styggð hafi komið að þjófunum og þeir því látið sig hverfa út í nóttina án þess að hafa neitt upp úr krafsinu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem brotist er inn í versluninna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×