Innlent

Einar: Skrýtið að heyra gagnrýni korteri eftir kosningar

Boði Logason skrifar
Einar Skúlason segir að hann hefði viljað sjá Óskar Bergsson taka meiri þátt í kosningabaráttunni í Reykjavík.
Einar Skúlason segir að hann hefði viljað sjá Óskar Bergsson taka meiri þátt í kosningabaráttunni í Reykjavík.
„Hann leit svo á að þessi barátta kæmi honum ekki við. Mér finnst skrýtið að heyra einhverja gagnrýni frá honum núna, korteri eftir kosningar," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknar í Reykjavík.

Óskar Bergsson, fráfarandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Kastljósi í kvöld að það hefði vantað meiri kraft í framboðið hjá flokknum í Reykjavík.

Einar gefur lítið fyrir þessi orð Óskars. „Hann kom ekki nálægt þessari baráttu."

Einar segir að Óskar hafi lítið aðstoðað flokkinn í baráttunni. Einar hefði viljað sjá hann taka þátt í baráttunni í Reykjavík með flokknum.

„Hann vildi ekki einu sinni veita upplýsingar um hvað hann hefði verið að gera á kjörtímabilinu og vísaði á aðstoðarmann borgarstjóra, sem er

sjálfstæðismaður. Þannig ég skil ekki hvað hann er að fara með þessu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×