Innlent

Þakkar snarræði leigubílsstjóra að hann sé á lífi

Andri Ólafsson skrifar

Maður sem bjargaðist úr brennandi bíl á Reykjanesbraut í dag, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Maðurinn þakkar snarræði leigubílstjóra sem kom honum til aðstoðar að hann sé enn á lífi. Bíll mannsins er gjörónýtur.

Ómar Baldursson leigubílstjóri var í ósköp venjulegum túr til Keflavíkur í dag þegar hann varð var við reyk koma úr vínrauðri Cadillac bifreið sem var á undan honum á Reykjanesbrautinni.

Ómar keyrði upp að hlið bílsins og gaf bílstjóranum merki um að nema staðar. Um leið og hann gerði það blossaði mikill eldur upp úr húddinu.

Hár Ómars og augnbrúnir sviðnuðu undan eldtungunum en lét það ekki stoppa sig og kom ökumanninum úr bifreiðinni með harðfylgi. Andartökum síðar var bíllinn orðinn alelda. Ökumaðurinn er ekki í vafa um að hann eigi snarræði Ómars leigubílstjóra lífi sínu að launa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×