Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá bannaður, segir í frétt frá Vegagerðinni. Þar segir að greiðfært sé um allt land.
Mikið öskufok er frá Hvolsvöllum í Vík, segir í fréttinni.
Þá eru framkvæmdir að hefjast við tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi.
Unnið er við Vesturlandsveg undir nýju brýrnar við Leirvogstungu í Mosfellsbæ og verður umferð færð yfir á hjáleiðir á meðan.
Flestir hálendisvegir lokaðir
