Fleiri fréttir

Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið

Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Fimmtu vélinni bætt við

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að bæta við fimmtu ferðinni til Þrándheims í Noregi. Félagið tilkynnti í morgun um tvær ferðir til Noregs og fylltust þær strax. Í framhaldinu var ákveðið að fjölga þeim um tvær og nú síðast var fimmtu vélinni bætt við. Fyrsta flugið er klukkan 13.

Lestri skýrslunnar lokið

Lestri starfsfólks Borgarleikhússins á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis lauk nú klukkan 12:30 eftir 145 klukkustunda samfelldan lestur. Lesturinn hófst um leið og skýrslan kom út og stóð samfellt, dag og nótt, þar til yfir lauk. Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson las lokaorð skýrslunnar.

Magnús Tumi: Ekkert hægt að fullyrða um Kötlugos

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir vissulega líkur á því að gos hefjist í Kötlu í kjölfarið á gosinu í Eyjafjallajökli en ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.

Funda með íbúum undir Eyjafjöllum

Fundur með íbúum undir Eyjarfjöllum verður haldinn í dag á Heimalandi klukkan 13. Á fundinum verða fulltrúar almannavarnarnefndar og sveitarstjórnar. Farið verður yfir ástand og horfur á svæðinu. Íbúar eru hvattir til að mæta.

Umbótanefnd Samfylkingarinnar skipuð

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær var samþykkt skipan umbótarnefndar sem hefur það verkefni að leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins og gera að því loknu tillögur til umbóta. Þær skulu liggja fyrir ekki síðar en á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar haustið 2010.

„Þetta er samstillt átak“

„Það standa sig allir mjög vel,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, á bænum Núpi undir Eyjafjöllum, og vísar til aðgerða björgunarsveitarmanna, Rauða krossins og sveitunga hennar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hún tekur sem dæmi að björgunarsveitarmenn séu vel skipulagðir og fari á milli bæja og gangi þar í öll verk. „Þetta er samstillt átak.“

Icelandair fjölgar flugum til Þrándheims

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Icelandair ákveðið að efna til fjögurra aukafluga í dag til Þrándheims í Noregi. Áður hafði verið tilkynnt að farin yrðu tvö flug. Fyrsta flugið er klukkan 13, tvær flugvélar fara klukkan 14 og fjórða flugið er klukkan 15.

Vegir greiðfærir

Frá Vegagerðinni koma þær upplýsingar að óvíst sé hvenær hringvegurinn við Markarfljót opnast fyrir almenna umferð. Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er greiðfært um allt sunnanvert landið. Annars eru hálkublettir sum staðar á heiðum, og með norðausturströndinni, á Möðrudalsöræfum og fjallvegum á Austurlandi.

Talsverður órói mældist á miðnætti

Talsverður órói mældist við eldgosið í Eyjafjallajökli á miðnætti, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Auk þess voru miklar drunur og aukinn kraftur.

Iceland Express flýgur einnig til Þrándheims

Iceland Epress flýgur til Þrándheims klukkan 15:30 í dag. Þetta flug hentar einkum þeim, sem áttu bókað með félaginu til Kaupmannahafnar, en tvær vélar áttu að fara þangað í dag. Þá hefur tveimur flugum til London verið aflýst. Fyrr í morgun var greint frá því að Icelandair hyggst einnig fljúga til Þrándheims.

Handtekinn eftir líkamsárás

Karlmaður á miðjum aldri var handtekinn í nótt vegna líkamsárásar í heimahúsi í Hafnarfirði. Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist lítilsháttar en árásarmaðurinn lét ófriðlega þegar lögreglan kom á staðinn. Hann var í framhaldinu fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann sefur úr sér áfengisvímu.

Eldgosið á Eyjafjallajökli - myndir

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á slóðum eldgossins á Eyjafjallajökli í gærkvöld og myndaði það sem fyrir augun bar. Nokkrar myndanna má sjá í myndasafni hér fyrir neðan.

Icelandair flýgur til Þrándheims í dag

Iclelandair hefur fengið heimild til flugs til Þrándheims í Noregi og efnir Icelandair til tveggja aukafluga þangað. Brottför fyrra flugsins er kl. 13 og brottför seinna flugsins er klukkustund síðar. Brottför frá Þrándheimi til Íslands verður síðan klukkan 18:50 og 19:50 að staðartíma.

Bílvelta austan við Selfoss

Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar bifreið valt austan við Selfoss rétt fyrir klukkan sjö á morgun. Um var að ræða unga menn sem báðir voru ölvaðir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er óljóst hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni.

Sjö handteknir vegna innbrota í sumarbústaði

Síðastliðna nótt handtók lögreglan á Selfossi þrjá menn sem höfðu brotist inn í tvo sumarbústaði í Þrastarskógi. Í bíl þeirra fannst þýfi, s.s. flatskjár, leikjatölva o.fl. auk fíkniefna sem þeir höfðu meðferðis. Þjófarnir höfðu hulið skráningarnúmer bifreiðarinnar og reyndu að fela sig þegar lögreglumenn höfðu hendur í hári þeirra.

Féll útbyrðis og lést

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl 22:42 í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur SV af Reykjanesi. Skipverjar reyndu að ná manninum um borð en það gekk illa.

Bjarni ætlar ekki að víkja

„Ég tel að ekkert þeirra mála sem uppi hafa verið í umræðunni og mig snerta hafi ekki verið skýrð að fullu. Ég tel ekki að það sé ástæða fyrir mig að víkja til hliðar og ég mun ekki gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann hafi íhugað að hætta sem formaður flokksins.

Dregið hefur úr flóðahættu

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést í allt að níu kílómetra hæð. Nokkuð rofaði til yfir gosstöðvunum í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur býst við að draga taki úr gosinu á næstu dögum.

Sala á rykgrímum hefur margfaldast

Sala á rykgrímum hefur margfaldast í verslunum og apótekum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan undanfarna tvo daga vegna öskufallsins í Eyjafjallajökli. Sóttvarnalæknir fullyrðir að engin hætta stafi af öskufallinu fari fólk eftir varúðarráðstöfunum landlæknis.

Allt Evrópuflug Icelandair fellur niður á morgun

Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga, þ.e. London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar á morgun, 18. apríl, verði fellt niður, líkt og raunin var um flugið til Evrópu í dag. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu.

„Ég hef ekki séð það svartara“

„Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir.

Lottóvinningur gekk ekki út

Lottópotturinn verður tvöfaldur í fyrsta útdrætti ársins því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar. Vinningshafarnir fá tæplega 110 þúsund krónur hver.

Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar bann

Lögreglan á Hvolsvelli vill ítreka að Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull eru skilgreind bannsvæði, einnig er öll umferð á Mýrdalsjökli bönnuð. Veður er að breytast á svæðinu og vindur að færast til vesturs.

Eldgosið hefur verið stöðugt í dag

Eldgosið hefur verið stöðugt í dag, mökkurinn rís í 6-9 km hæð og leggur til suðurs. Það gýs úr eins km langri sprungu sem liggur frá norðri til suðurs í suðvesturhluta toppgígsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð.

Flokksráð sjálfstæðismanna lýsir eindregnum stuðningi við Bjarna

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins lýsir eindregnum stuðningi við formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson. Fjölmenni sótti flokksráðsfundinn eða á þriðjahundrað manns af öllu landinu en sveitarstjórnarmál voru í brennidepli á fundinum, að fram kemur í tilkynningu frá flokknum.

Ræddu um erlenda fjölmiðlaumfjöllun um eldgosið

Samráðshópur stjórnvalda og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu hittist í dag í utanríkisráðuneytinu til að ræða samstarf og aðgerðir til að bregðast við erlendri fjölmiðlaumfjöllun um Ísland vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Markmið hópsins er að tryggja að frá Íslandi fari áfram réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála, að fram kemur í sameiginlegri fréttatilkynningu frá iðnaðar- og utanríkisráðuneytinu.

Tveir hestamenn féllu af baki

Tveir hestamann féllu af hestbaki á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tímanum í dag og var annar þeirra fluttur á slysadeild. Fyrra atvikið átti sér stað í grennd við Elliðavatn og hið seinna hjá Heimsenda skammt frá Kórahverfi í Kópavogi, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Fjölmargir björgunarsveitarmenn að störfum

Á svæðinu í grennd við Eyjafjallajökul eru meira en 160 björgunarsveitarmenn að störfum frá 12 björgunarsveitum, samkvæmt upplýsingum frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Meðal verkefna þeirra hefur meðal annars verið að til að athuga með fólk á bæjum.

Sækja ökklabrotinn göngugarp

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynning barst um að karlmaður væri að öllum líkindum ökklabrotinn í Esjuhlíðum. Sjúkrabíll var einnig sendur á vettvang. Þær upplýsingar fengust hjá slökkvili höfuðborgarsvæðisins að maðurinn hafi verið ofarlega í fjallinu þegar atvikið átti sér stað. Hann verður fluttur niður á börum.

Íslendingar færa Bretum ekkert annað en tóm leiðindi

Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Útlendingar vilja komast úr landi með leiguflugi

Undanfarna daga hefur mikil eftirspurn verið eftir flugi frá Íslandi með leiguflugi, að sögn Sigurðar Bjarna Jónssonar, stjórnarformanns Mýflugs. Um er að ræða útlendinga sem eru fastir hér á landi og vilja komast til meginlands Evrópu. Mýflug íhugar að fljúga til norðurhluta Noregs.

„Ég brást“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, tók óvænt til máls á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún sagði sagðist ekki horfa yfir sviðið af miklu stoltu. Margt hafi mistekist í stefnu Samfylkingarinnar. Eftir að hafa lokið máli sínu táraðist Ingibjörg.

Jóhanna: Þetta var sameiginlegt strand

Samkrull atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu reyndist vera höfuðmeinsemd í íslensku þjóðfélagi, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. „Horfumst í augu við það. Þetta var sameiginlegt strand þar sem einn á meiri sök en annar en við flest létum það eigi að síður viðgangast eða fengum ekki við ráðið,“ sagði Jóhanna í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Garðabæ fyrr í dag.

Á gjörgæslu eftir bílveltu

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Heiðmerkurvegi í gærkvöldi er á gjörgæsludeild. Líðan hans er ágæt og hann er sennilega ekki í lífshættu, að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn sem er á miðjum aldri er ekki í öndunarvél.

Enn lýst eftir 13 ára stúlku

Emilíana Andrésardóttir, þrettán ára gömul stúlka sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum á fimmtudag, er ekki enn komin í leitirnar. Síðast sást til hennar í Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur. Emilíana er dökkhærð, um 160 sm á hæð og grannvaxin.

Mæla svifryk á Kirkjubæjarklaustri

Umhverfisstofnun hefur komið upp svifryksmæli við Kirkjubæjarklaustur í því skyni að fylgjast með áhrifum gjóskufalls á loftgæði austur af Eyjafjallajökli, í jaðri og utan við mesta áhrifasvæði gjóskufallsins.

Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll

Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum.

Óli Björn fyrsti varamaður Þorgerðar

Fjölmiðlamaðurinn Óli Björn Kárason er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann var vant við látinn þegar fréttastofa náði tali af honum og gat ekki gefið kost á viðtali.

Flugi Iceland Express aflýst

Iceland Express hefur aflýst flugi félagsins í dag til London, Kaupmannahafnar og Varsjár. Flugi til Alicante, sem fara átti eftir hádegi í dag, hefur verið frestað til morguns.

Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur open

Red Cross mass care centres in Heimaland, Vík and in Kirkjubæjarklaustur have been opened for those residents in the areas affected by the ash fall and who wish to temporarily evacuate their homes. The local emergency centre does not consider it necessary to order an evacuation of the area in response to the ash fall at this moment in time, but feels that these services may be useful to some families.

Eldingar yfir Eyjafjallajökli - myndir

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var staddur í grennd við Eyjafjallajökul í gærkvöldi og í nótt og fylgist með sjónarspilinu þar. Í meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá stórkostlegar myndir af eldingum í gosmökkinum.

Opna fjöldahjálparstöðvar

Mikill öskumökkur er til suðurs yfir byggð undir Eyjafjöllum frá Sauðhúsvöllum austur fyrir Skóga og eins á söndunum þar fyrir austan. Eldingar eru í mekkinum, að fram kemur frá yfirvöldum.

Þorgerður hættir sem varaformaður - víkur tímabundið af þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast.

Bjarni vill að landsfundi verði flýtt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að næsta landsfundi flokksins verði flýtt. Þar gefist flokksmönnum tækifæri til að veita kjörnum forystumönnum flokksins endurnýjað umboð eða kjósa nýtt fólk til þeirra starfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna á flokksráðsfundi flokksins sem hófst í Reykjanesbæ í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir