Innlent

Bílvelta austan við Selfoss

Mynd/Stefán Karlsson
Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar bifreið valt austan við Selfoss rétt fyrir klukkan sjö á morgun. Um var að ræða unga menn sem báðir voru ölvaðir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er óljóst hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni.

Skömmu síðar stöðvaði lögregla ökumann á Selfossi sem grunaður var um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Þá var 15 ára piltur stöðvaður á rúntinum í Hveragerði í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×