Innlent

Umbótanefnd Samfylkingarinnar skipuð

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær var samþykkt skipan umbótarnefndar sem hefur það verkefni að leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins og gera að því loknu tillögur til umbóta. Þær skulu liggja fyrir ekki síðar en á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar haustið 2010.

Umbótanefndin verður skipuð sextán einstaklingum. Jón Ólafsson heimspekingur, Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnsýslufræðingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur fara með verkstjórn verkefnisins og auk þess verða tveir úr hópi áhugasams flokksfólks tilnefndir í nefndina úr hverju kjördæmi. Fulltrúar kjördæma skulu kjörnir á kjördæmisþingum eða með öðrum lýðræðislegum hætti samkvæmt ákvörðun kjördæmisráða og skulu þær liggja fyrir ekki síðar en 30. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×