Innlent

Handtekinn eftir líkamsárás

Mynd/GVA
Karlmaður á miðjum aldri var handtekinn í nótt vegna líkamsárásar í heimahúsi í Hafnarfirði. Sá sem varð fyrir árásinni slasaðist lítilsháttar en árásarmaðurinn lét ófriðlega þegar lögreglan kom á staðinn. Hann var í framhaldinu fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann sefur úr sér áfengisvímu.

Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í austurhluta Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Þar hlaut karlmaður skurð á höfði í kjölfar átaka. Enginn var handtekinn vegna málsins, að sögn lögreglu.

Í nótt og fram undir morgun stöðvaði lögregla fjóra ökumenn víðsvegar um höfuðborgarsvæðið sem grunaðir vorum að hafa ekið undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×