Innlent

Flokksráð sjálfstæðismanna lýsir eindregnum stuðningi við Bjarna

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins lýsir eindregnum stuðningi við formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson. Fjölmenni sótti flokksráðsfundinn eða á þriðjahundrað manns af öllu landinu en sveitarstjórnarmál voru í brennidepli á fundinum, að fram kemur í tilkynningu frá flokknum.   

Í stjórnmálaályktun flokksráðsins er Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur  þakkað fyrir hennar störf sem varaformaður flokksins. Hún tilkynnti um afsögn sína á fundinum.

Í lok fundar sendi Bjarni hugheilarkveðjur til þeirra sem leggja dag og nótt við að tryggja öryggi fólks vegna eldgossins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×