Innlent

Sjö handteknir vegna innbrota í sumarbústaði

Mynd/Pjetur
Síðastliðna nótt handtók lögreglan á Selfossi þrjá menn sem höfðu brotist inn í tvo sumarbústaði í Þrastarskógi. Í bíl þeirra fannst þýfi, s.s. flatskjár, leikjatölva o.fl. auk fíkniefna sem þeir höfðu meðferðis. Þjófarnir höfðu hulið skráningarnúmer bifreiðarinnar og reyndu að fela sig þegar lögreglumenn höfðu hendur í hári þeirra.

Vegna rannsóknar málsins voru handteknir fjórir aðilar til viðbótar í Reykjavík með aðstoð LRH. Húsleit var framkvæmd i Reykjavík þar sem fannst meira af þýfi, flatskjáir o.fl. auk þess sem kannabisræktun var að finna í þeirri íbúð.

Fólkið var fært á Selfoss þar sem yfirheyrslur leiddu til að fimm innbrot í fjórum ránsferðum í sumarbústaði í nágrenni Selfoss upplýstust þar sem miklum verðmætum hafði verið stolið auk þess sem tjón var unnið á húsum.

Aðilarnir voru á aldrinum 15-18 ára og af fjórum þjóðernum. Við yfirherslurnar naut lögreglan á Selfossi aðstoðar túlka og barnaverndaryfirvalda. Yfirheyrslum lauk laust fyrir miðnætti og var fólkinu sleppt að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×