Innlent

Lestri skýrslunnar lokið

Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson les lokaorðin.
Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson les lokaorðin.
Lestri starfsfólks Borgarleikhússins á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis lauk nú klukkan 12:30 eftir 145 klukkustunda samfelldan lestur. Lesturinn hófst um leið og skýrslan kom út og stóð samfellt, dag og nótt, þar til yfir lauk. Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson las lokaorð skýrslunnar.

Landsmenn hafa sýnt framtakinu mikinn áhuga því stöðugur straumur fólks hefur verið í leikhúsið á öllum tímum sólarhringsins. Um 60.000 manns hafa fylgst með beinni útsendingu á vef leikhússins. Skráning lestursins á svokölluðu DAISY bókarformi gengur vel á Blindrabókasafninu og verður skýrslan aðgengileg á vef þeirra bbi.is innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×