Innlent

Óli Björn fyrsti varamaður Þorgerðar

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fjölmiðlamaðurinn Óli Björn Kárason er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynnti um afsögn sína sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ fyrr í dag. Hún greindi einnig frá því að hún hyggst víkja tímabundið af þingi. Óli Björn átti ekki kost á að veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var leitað.

Nafn Óla Björns kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um umfjöllun um lánveitingar til fjölmiðlamanna.


Tengdar fréttir

Þorgerður hættir sem varaformaður - víkur tímabundið af þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast.

Íhugar að hætta sem varaformaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnir í dag um hvort hún bregst sérstaklega við vegna lántöku eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar. Það mun hún gera á flokksráðsfundi sem hefst klukkan 9.30 í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×