Innlent

Féll útbyrðis og lést

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl 22:42 í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um sjómann sem féll útbyrðis af togara sem var að veiðum 67 sjómílur SV af Reykjanesi. Skipverjar reyndu að ná manninum um borð en það gekk illa.

Fór þyrlan í loftið klukkan 23:18, þegar komið var í loftið barst tilkynning frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um að búið væri að ná manninum um borð og endurlífgun hafin, var þyrlulæknir í sambandi við skipstjóra úr þyrlunni. Komið var að skipinu klukkan 00:02, sigu sigmaður og læknir um borð með börur og búnað. Eftir skoðun var maðurinn úrskurðaður látinn. Haldið var frá skipinu klukkan 00:31 og lent í Reykjavík klukkan 01:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×