Fleiri fréttir Vill að varaformenn stjórnarflokkanna taki við keflinu Það þarf kynslóðaskipti í ríkisstjórninni, en ekki endilega nýja rikisstjórn, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í dag. 8.3.2010 17:47 Kalkþörungavinnsla undirbúin við Húnaflóa Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadælingar á kalkþörungum úr Hrútafirði og Miðfirði. Húnvetningar vonast til að verkefnið leiði til þess allt að tuttugu manna iðnfyrirtækið byggist upp í héraðinu. 8.3.2010 18:59 Erlendar listakonur hópast á Skagaströnd Mannlífið á Skagaströnd hefur tekið stakkaskiptum eftir að útlendar listakonur tóku að hópast þangað tugum saman til langdvalar. Líf og fjör hefur færst í Kántríbæ. 8.3.2010 19:08 Litháíska stúlkan ekki einsdæmi Mál nítján ára litháískrar stúlku virðist vera langt í frá einsdæmi hér á landi. 8.3.2010 18:49 Ömurleg saga litháísku stúlkunnar Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. 8.3.2010 17:05 Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8.3.2010 16:26 Ríkisstjórnin hefur stórskaðað trúverðugleika landsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi harðlega á þingi í dag það sem hann kallar útúrsnúninga og spuna ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Hann segir að Íslendingar hafi í atkvæðagreiðslu sýnt eindreginn vilja sinn í málinu en samt sem áður leyfi menn sér að snúa út úr. 8.3.2010 16:11 Steingrímur: Margar og langar brekkur eftir Steingrímur J. Sigfússon talaði í dag við fjármálaráðherra Hollands og við formann íslensku samninganefndarinnar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór á laugardag. Hann segist vonast til þess að hægt verði að halda viðræðum áfram á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í máli Steingríms þegar þingmenn ræddu niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. 8.3.2010 15:52 Jóhanna: Ekki vantraust á ríkisstjórnina Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fráleitt að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem vantraust á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. 8.3.2010 15:44 Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor. 8.3.2010 15:38 Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8.3.2010 15:35 Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8.3.2010 15:08 Rafverktakar lýsa vanþóknun á framgöngu ráðamanna Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka ítrekar og ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. 8.3.2010 14:27 Fórnarlömbum nauðgana meinaður aðgangur að réttlæti Fórnarlömbum nauðgana og annars kynferðisofbeldis er um allan heim meinaður aðgangur að réttlæti vegna kynbundins mismununar og hugmynda um kynhegðun fórnarlamba nauðgana. Þetta kemur fram í skýrslum sem samtökin Amnesty International birtu í dag. 8.3.2010 13:54 Fundu dóp við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í austurborginni á föstudag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um hafi verið að ræða um 300 grömm af amfetamíni og ámóta magn af marijúana, auk kannabisplantna. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu að því er segir í tilkynningunni. 8.3.2010 13:38 Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn komu til Íslands Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um 50 fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í vikunni 1.-7. mars. Fjölmiðlafólkið kom einkum frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi, en einnig frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Ítalíu, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína. 8.3.2010 12:26 Stígamót krefjast úrbóta Of mikil áhersla er á líkamsmeiðingar í lögum um nauðgun, Stígamót krefjast úrbóta. 8.3.2010 12:21 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hundrað ára í dag Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er hundrað ára í dag, 8. mars, og af því tilefni verða ýmsir viðburðir á dagskrá hér á landi og erlendis. 8.3.2010 12:13 Óvissustigi ekki aflétt Þónokkur jarðskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli en allir skjálftarnir hafa verið vel innan við tvo á Richter. Óvissustigi hefur ekki verið aflétt. 8.3.2010 12:04 Steingrímur endurskoði vinnubrögð gagnvart þingflokki VG Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave áfellisdóm yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu. Formaður Vinstri grænna þurfi einnig að endurskoða vinnubrögð sín gagnvart þingflokknum. 8.3.2010 11:51 Tæp 60% telja að Íslendingar eigi ekki að borga Tæp 60% svarenda í skoðanakönnun MMR segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið kannaði afstöðu fólks til þess dagana 3.-5. mars hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda vegna Icesave í Bretlandi og Hollandi. 8.3.2010 11:34 Góð þátttaka í skoðanakönnun um sameiningu Góð þátttaka var í skoðanakönnun bæjarstjórnar Álftanes á hug íbúa til sameiningar sem haldin var samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave um helgina. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að þátttakan var í samræmi þátttökuna í atkvæðagreiðslunni en endanlegur fjöldi verður kynntur samhliða niðurstöðum skoðanakönnunarinnar á morgun. 8.3.2010 11:30 Leit afturkölluð Þyrla Landhelgisgæslunnar var fyrir stundu kölluð út til að leita að netabát frá Ólafsvík sem hafði hætt að láta vita af sér í gegnum sjálfvirka tilkynningakerfið. Skömmu síðar hafði skipstjórinn samband við Gæsluna og lét vita af sér. Ekkert amaði að um borð og var leitin því afturkölluð. 8.3.2010 11:08 Litlar líkur á þverpólitískri sátt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að líkurnar á þverpólitískri samstöðu um Icesave séu ekki miklar. Erfitt verði fyrir stjórnarþingmenn að bera ábyrgð efnahagsmálum þjóðarinnar ef lausn Icesave málsins dregst enn lengur. 8.3.2010 10:52 Hugnast hugmyndir um þjóðaratkvæði varðandi sjávarútveginn Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að hugmynd forsætisráðherra um að setja fiskveiðistjórnunarkerfið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu sé athyglisverð. 8.3.2010 10:36 Vitað um eitt tilvik á Íslandi Landlæknisembættið hefur að undanförnu fengið fjölmargar fyrirspurnir vegna arfgengs efnaskiptasjúkdóms í Færeyjum. Talið er að um það bil einn af hverjum 1000 Færeyingum fái sjúkdóminn CTD (e. Carnitine Transporter Defect). Annars staðar er hann mun sjaldgæfari og aðeins er vitað um eitt tilvik á Íslandi, að fram kemur á vef Landlæknis. Frá árinu 2008 eru nýfædd börn hér á landi skimuð fyrir sjúkdómnum. 8.3.2010 10:10 Líf fékk eldsneyti á flugi yfir Ægi Þyrlueldsneyti var í fyrst sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á meðan hún var á lofti yfir varðskipinu Ægi fyrir helgi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar Gæslan er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku, að fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir að æfingin hafi gengið vel.Við áfyllinguna var notaður sérstakur búnaðar um borð í varðskipinu en þar geta verið allt að 2500 lítrar af eldsneyti. 8.3.2010 09:43 Jóhanna gefur skýrslu um stöðuna í Icesave málinu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gefur við upphaf þingfundar í dag munnlega skýrslu um stöðuna í Icesave málinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina. 8.3.2010 08:55 Átta gefa kost á sér á Akranesi Um helgina rann út framboðsfrestur til prófkjörs Samfylkingarinnar á Akranesi. Það er því orðið ljóst hverjir það verða sem sækjast eftir fyrstu þremur sætum á listanum fyrir kosningarnar í vor. Kosið verður um fyrstu þrjú sætin í prófkjöri laugardaginn 20. mars, en sæti um 4.-9. sæti á sérstökum kjörfundi að því loknu. 8.3.2010 08:41 Óvíst um framhald viðræðna Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. 8.3.2010 06:00 Þjóðaratkvæði um sjávarútveg „Ég tel að næsta skref sé að hugleiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnunarmálið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 8.3.2010 06:00 Bæjaryfirvöld styðji álver í íbúakosningu Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, vill að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðji við áform fyrirtækisins ef aftur verður efnt til íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík. 8.3.2010 05:15 Beðið eftir áliti lögmanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir ekki alls kostar rétt að leikskólaráð ætli að endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang eins og fram kom í máli Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu á laugardag. 8.3.2010 05:00 Knútur Hallsson látinn Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, andaðist föstudaginn 5. mars, 86 ára að aldri. 8.3.2010 04:15 Dómstjóri býst við fjölda riftunarmála Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. 8.3.2010 04:00 Tvenn verðlaun til Fréttablaðsins Anton Brink Hansen og Valgarður Gíslason, ljósmyndarar Fréttablaðsins, hlutu á laugardaginn verðlaun fyrir bestu ljósmyndir ársins í flokki íþróttamynda og daglegs lífs í blaðaljósmyndarakeppninni Myndir ársins. Myndirnar voru báðar birtar í helgarblaði Fréttablaðsins. Rakel Ósk Sigurðardóttir, ljósmyndari DV, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins. 8.3.2010 03:30 Kannar hvort biðin hafi lengst Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ætlar að kanna hvort bið fólks sem sjúkratryggt er hér á landi eftir frjósemismeðferð hafi lengst vegna aukinnar ásóknar útlendinga í þjónustuna hér á landi. 8.3.2010 02:00 Karl fékk Tékkneska ljónið Karl Óskarsson var útnefndur kvikmyndatökumaður ársins á kvikmyndahátíðinni Tékkneska ljóninu sem var haldin í Prag á laugardag. Verðlaunin hlaut hann fyrir töku á myndinni 3 sezony v pekle (Þrjár árstíðir í helvíti), sem var frumsýnd í Tékklandi fyrir jól. „Þetta er frekar stór mynd á tékkneskan mælikvarða. Hún var tilnefnd til ellefu ljóna og fékk verðlaun fyrir aðalleik, kvikmyndatöku og hljóð,“ segir Karl. 8.3.2010 02:00 Nemendur HÍ bestir á lögmannsprófum Lögfræðingar frá lagadeild Háskóla Íslands skara fram úr lögfræðingum frá öðrum lagadeildum í prófum til að öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður. 8.3.2010 02:00 Búið að telja öll atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni Öll atkvæði hafa verið talinn en Norðausturkjördæmi lauk talningu á atkvæðum frá Grímsey nú í kvöld. Fresta þurfti talningu í gær þar sem ófært var frá Grímsey. 7.3.2010 20:32 Tilkynning frá landskjörstjórn Landskjörstjórn hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 229.977 kjósendur á kjörskrá við þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, sem fram fór laugardaginn 6. mars 2010, og greiddu 144.231 manns atkvæði. 7.3.2010 19:53 Segir sólbaðsfíkn dauðans alvöru Hundruð fólks þjást af sólbaðsfíkn á Íslandi og leita stöðugt í ljósabekki og sólböð. Fjöldi manns hefur leitað sér aðstoðar vegna fíknarinnar að sögn formanns Tanorexíu-félags Íslands, en í því félagi reynir fólk að miðla þekkingu sinni og reynslu af sólbaðsfíkn. 7.3.2010 18:55 Dómur fellur í mansalsmálinu á morgun Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. 7.3.2010 18:49 Prófessor við HÍ fær Gad Rausings verðlaunin Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. 7.3.2010 18:18 Flutningaskip strandað í Hafnarfjarðarhöfn Flutningaskipið Óskar Halldórsson strandaði í Hafnarfjarðarhöfn fyrir stundu en svo virðist sem vélarbilun hafi orsakað óhappið. Að sögn Kristjáns Skaftasonar sem er hafnarvörður, þá festist skipið í leðju og svo virðist engar skemmdir hafi orðið á bátnum þrátt fyrir strandið. 7.3.2010 15:32 Sjá næstu 50 fréttir
Vill að varaformenn stjórnarflokkanna taki við keflinu Það þarf kynslóðaskipti í ríkisstjórninni, en ekki endilega nýja rikisstjórn, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í dag. 8.3.2010 17:47
Kalkþörungavinnsla undirbúin við Húnaflóa Franskt fyrirtæki hefur fengið leyfi til tilraunadælingar á kalkþörungum úr Hrútafirði og Miðfirði. Húnvetningar vonast til að verkefnið leiði til þess allt að tuttugu manna iðnfyrirtækið byggist upp í héraðinu. 8.3.2010 18:59
Erlendar listakonur hópast á Skagaströnd Mannlífið á Skagaströnd hefur tekið stakkaskiptum eftir að útlendar listakonur tóku að hópast þangað tugum saman til langdvalar. Líf og fjör hefur færst í Kántríbæ. 8.3.2010 19:08
Litháíska stúlkan ekki einsdæmi Mál nítján ára litháískrar stúlku virðist vera langt í frá einsdæmi hér á landi. 8.3.2010 18:49
Ömurleg saga litháísku stúlkunnar Enginn vafi er í huga fjölskipaðs héraðsdóms Reykjaness að nítján ára litháísk stúlka, sem kom hingað til lands seint í fyrra, sé fórnarlamb mansals. Ítarlega er greint frá aðstæðum hennar í dómi yfir fimm Litháum sem í dag voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver fyrir mansal. 8.3.2010 17:05
Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. 8.3.2010 16:26
Ríkisstjórnin hefur stórskaðað trúverðugleika landsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýndi harðlega á þingi í dag það sem hann kallar útúrsnúninga og spuna ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Hann segir að Íslendingar hafi í atkvæðagreiðslu sýnt eindreginn vilja sinn í málinu en samt sem áður leyfi menn sér að snúa út úr. 8.3.2010 16:11
Steingrímur: Margar og langar brekkur eftir Steingrímur J. Sigfússon talaði í dag við fjármálaráðherra Hollands og við formann íslensku samninganefndarinnar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór á laugardag. Hann segist vonast til þess að hægt verði að halda viðræðum áfram á allra næstu dögum. Þetta kom meðal annars fram í máli Steingríms þegar þingmenn ræddu niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. 8.3.2010 15:52
Jóhanna: Ekki vantraust á ríkisstjórnina Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir fráleitt að túlka niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem vantraust á ríkisstjórnina. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í dag. 8.3.2010 15:44
Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor. 8.3.2010 15:38
Litháar fengu fimm ára dóm Litháarnir sem sakfelldir voru í mansalsmálinu svonefnda voru dæmdir í fimm ára fangelsi hver. Dómur í málinu var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú. 8.3.2010 15:35
Litháar sakfelldir í mansalsmáli Fimm Litháar voru í héraðsdómi Reykjaness nú klukkan þrjú dæmdir sekir af ákæru um mansal. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa ætlað að selja í vændi nítján ára stúlku sem hingað kom frá litháen. Upp komst um málið þegar stúlkan trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Hún hefur farið huldu höfði undanfarnar vikur. 8.3.2010 15:08
Rafverktakar lýsa vanþóknun á framgöngu ráðamanna Aðalfundur SART- Samtaka rafverktaka ítrekar og ítrekar og mótmælir harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og fyrirtækjum í landinu. 8.3.2010 14:27
Fórnarlömbum nauðgana meinaður aðgangur að réttlæti Fórnarlömbum nauðgana og annars kynferðisofbeldis er um allan heim meinaður aðgangur að réttlæti vegna kynbundins mismununar og hugmynda um kynhegðun fórnarlamba nauðgana. Þetta kemur fram í skýrslum sem samtökin Amnesty International birtu í dag. 8.3.2010 13:54
Fundu dóp við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í austurborginni á föstudag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um hafi verið að ræða um 300 grömm af amfetamíni og ámóta magn af marijúana, auk kannabisplantna. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu að því er segir í tilkynningunni. 8.3.2010 13:38
Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn komu til Íslands Á annað hundrað erlendir fjölmiðlamenn frá um 50 fjölmiðlum komu til Íslands til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í vikunni 1.-7. mars. Fjölmiðlafólkið kom einkum frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi, en einnig frá Þýskalandi, Frakklandi, Sviss, Ítalíu, Írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína. 8.3.2010 12:26
Stígamót krefjast úrbóta Of mikil áhersla er á líkamsmeiðingar í lögum um nauðgun, Stígamót krefjast úrbóta. 8.3.2010 12:21
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hundrað ára í dag Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er hundrað ára í dag, 8. mars, og af því tilefni verða ýmsir viðburðir á dagskrá hér á landi og erlendis. 8.3.2010 12:13
Óvissustigi ekki aflétt Þónokkur jarðskjálftavirkni er enn undir Eyjafjallajökli en allir skjálftarnir hafa verið vel innan við tvo á Richter. Óvissustigi hefur ekki verið aflétt. 8.3.2010 12:04
Steingrímur endurskoði vinnubrögð gagnvart þingflokki VG Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave áfellisdóm yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í málinu. Formaður Vinstri grænna þurfi einnig að endurskoða vinnubrögð sín gagnvart þingflokknum. 8.3.2010 11:51
Tæp 60% telja að Íslendingar eigi ekki að borga Tæp 60% svarenda í skoðanakönnun MMR segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið kannaði afstöðu fólks til þess dagana 3.-5. mars hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda vegna Icesave í Bretlandi og Hollandi. 8.3.2010 11:34
Góð þátttaka í skoðanakönnun um sameiningu Góð þátttaka var í skoðanakönnun bæjarstjórnar Álftanes á hug íbúa til sameiningar sem haldin var samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave um helgina. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að þátttakan var í samræmi þátttökuna í atkvæðagreiðslunni en endanlegur fjöldi verður kynntur samhliða niðurstöðum skoðanakönnunarinnar á morgun. 8.3.2010 11:30
Leit afturkölluð Þyrla Landhelgisgæslunnar var fyrir stundu kölluð út til að leita að netabát frá Ólafsvík sem hafði hætt að láta vita af sér í gegnum sjálfvirka tilkynningakerfið. Skömmu síðar hafði skipstjórinn samband við Gæsluna og lét vita af sér. Ekkert amaði að um borð og var leitin því afturkölluð. 8.3.2010 11:08
Litlar líkur á þverpólitískri sátt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að líkurnar á þverpólitískri samstöðu um Icesave séu ekki miklar. Erfitt verði fyrir stjórnarþingmenn að bera ábyrgð efnahagsmálum þjóðarinnar ef lausn Icesave málsins dregst enn lengur. 8.3.2010 10:52
Hugnast hugmyndir um þjóðaratkvæði varðandi sjávarútveginn Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að hugmynd forsætisráðherra um að setja fiskveiðistjórnunarkerfið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu sé athyglisverð. 8.3.2010 10:36
Vitað um eitt tilvik á Íslandi Landlæknisembættið hefur að undanförnu fengið fjölmargar fyrirspurnir vegna arfgengs efnaskiptasjúkdóms í Færeyjum. Talið er að um það bil einn af hverjum 1000 Færeyingum fái sjúkdóminn CTD (e. Carnitine Transporter Defect). Annars staðar er hann mun sjaldgæfari og aðeins er vitað um eitt tilvik á Íslandi, að fram kemur á vef Landlæknis. Frá árinu 2008 eru nýfædd börn hér á landi skimuð fyrir sjúkdómnum. 8.3.2010 10:10
Líf fékk eldsneyti á flugi yfir Ægi Þyrlueldsneyti var í fyrst sinn dælt á Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á meðan hún var á lofti yfir varðskipinu Ægi fyrir helgi. Slíkt er afar mikilvægt að geta gert þegar Gæslan er í aðgerðum á hafi úti og langt fyrir þyrlu að fara til eldsneytistöku, að fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Þar segir að æfingin hafi gengið vel.Við áfyllinguna var notaður sérstakur búnaðar um borð í varðskipinu en þar geta verið allt að 2500 lítrar af eldsneyti. 8.3.2010 09:43
Jóhanna gefur skýrslu um stöðuna í Icesave málinu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gefur við upphaf þingfundar í dag munnlega skýrslu um stöðuna í Icesave málinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina. 8.3.2010 08:55
Átta gefa kost á sér á Akranesi Um helgina rann út framboðsfrestur til prófkjörs Samfylkingarinnar á Akranesi. Það er því orðið ljóst hverjir það verða sem sækjast eftir fyrstu þremur sætum á listanum fyrir kosningarnar í vor. Kosið verður um fyrstu þrjú sætin í prófkjöri laugardaginn 20. mars, en sæti um 4.-9. sæti á sérstökum kjörfundi að því loknu. 8.3.2010 08:41
Óvíst um framhald viðræðna Formenn stjórnarflokkanna telja að samningaviðræður við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins eigi að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir helgi. Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja hins vegar að leggjast þurfi yfir samningsmarkmiðin að nýju í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar áður en viðræðurnar geta haldið áfram. 8.3.2010 06:00
Þjóðaratkvæði um sjávarútveg „Ég tel að næsta skref sé að hugleiða hvort ekki sé rétt að setja fiskveiðistjórnunarmálið næst í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 8.3.2010 06:00
Bæjaryfirvöld styðji álver í íbúakosningu Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, vill að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðji við áform fyrirtækisins ef aftur verður efnt til íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík. 8.3.2010 05:15
Beðið eftir áliti lögmanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir ekki alls kostar rétt að leikskólaráð ætli að endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang eins og fram kom í máli Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu á laugardag. 8.3.2010 05:00
Knútur Hallsson látinn Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, andaðist föstudaginn 5. mars, 86 ára að aldri. 8.3.2010 04:15
Dómstjóri býst við fjölda riftunarmála Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. 8.3.2010 04:00
Tvenn verðlaun til Fréttablaðsins Anton Brink Hansen og Valgarður Gíslason, ljósmyndarar Fréttablaðsins, hlutu á laugardaginn verðlaun fyrir bestu ljósmyndir ársins í flokki íþróttamynda og daglegs lífs í blaðaljósmyndarakeppninni Myndir ársins. Myndirnar voru báðar birtar í helgarblaði Fréttablaðsins. Rakel Ósk Sigurðardóttir, ljósmyndari DV, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins. 8.3.2010 03:30
Kannar hvort biðin hafi lengst Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ætlar að kanna hvort bið fólks sem sjúkratryggt er hér á landi eftir frjósemismeðferð hafi lengst vegna aukinnar ásóknar útlendinga í þjónustuna hér á landi. 8.3.2010 02:00
Karl fékk Tékkneska ljónið Karl Óskarsson var útnefndur kvikmyndatökumaður ársins á kvikmyndahátíðinni Tékkneska ljóninu sem var haldin í Prag á laugardag. Verðlaunin hlaut hann fyrir töku á myndinni 3 sezony v pekle (Þrjár árstíðir í helvíti), sem var frumsýnd í Tékklandi fyrir jól. „Þetta er frekar stór mynd á tékkneskan mælikvarða. Hún var tilnefnd til ellefu ljóna og fékk verðlaun fyrir aðalleik, kvikmyndatöku og hljóð,“ segir Karl. 8.3.2010 02:00
Nemendur HÍ bestir á lögmannsprófum Lögfræðingar frá lagadeild Háskóla Íslands skara fram úr lögfræðingum frá öðrum lagadeildum í prófum til að öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður. 8.3.2010 02:00
Búið að telja öll atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni Öll atkvæði hafa verið talinn en Norðausturkjördæmi lauk talningu á atkvæðum frá Grímsey nú í kvöld. Fresta þurfti talningu í gær þar sem ófært var frá Grímsey. 7.3.2010 20:32
Tilkynning frá landskjörstjórn Landskjörstjórn hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 229.977 kjósendur á kjörskrá við þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 1/2010, sem fram fór laugardaginn 6. mars 2010, og greiddu 144.231 manns atkvæði. 7.3.2010 19:53
Segir sólbaðsfíkn dauðans alvöru Hundruð fólks þjást af sólbaðsfíkn á Íslandi og leita stöðugt í ljósabekki og sólböð. Fjöldi manns hefur leitað sér aðstoðar vegna fíknarinnar að sögn formanns Tanorexíu-félags Íslands, en í því félagi reynir fólk að miðla þekkingu sinni og reynslu af sólbaðsfíkn. 7.3.2010 18:55
Dómur fellur í mansalsmálinu á morgun Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. 7.3.2010 18:49
Prófessor við HÍ fær Gad Rausings verðlaunin Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. 7.3.2010 18:18
Flutningaskip strandað í Hafnarfjarðarhöfn Flutningaskipið Óskar Halldórsson strandaði í Hafnarfjarðarhöfn fyrir stundu en svo virðist sem vélarbilun hafi orsakað óhappið. Að sögn Kristjáns Skaftasonar sem er hafnarvörður, þá festist skipið í leðju og svo virðist engar skemmdir hafi orðið á bátnum þrátt fyrir strandið. 7.3.2010 15:32