Dómstjóri býst við fjölda riftunarmála 8. mars 2010 04:00 Helgi Ingólfur Jónsson Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur segir að verið sé að ráða fimm nýja héraðsdómara auk þess sem aðstoðarmönnum hafi verið fjölgað til að anna miklum málafjölda.Fréttablaðið/Valli Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. „Það má reikna með að nú fari að streyma inn mál út af kröfum í þrotabú bankanna. Þau geta skipt hundruðum,“ segir Helgi og vísar til þess að hátt í þrjátíu þúsund kröfur hafi borist í þrotabú stóru bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Mörgum kröfum hafi slitastjórnir hafnað eða muni hafna. „Þá geta kröfuhafar borið það undir dómstóla og það má reikna með að þessum málum fari mjög fjölgandi á næstu mánuðum.“ Að sögn Helga eru þegar í gangi um þrjátíu mál kröfuhafa í Straumi-Burðarási auk alls konar mála vegna gjaldþrota stórra fyrirtækja. „Síðan má reikna með verulegum fjölda mála sem skiptastjórar höfða til riftunar á ýmsum gerningum. Þá er sérstakur saksóknari búinn að boða fyrstu málin í vor þótt það verði ekki stærstu málin. Þau munu koma seinna og verða gríðarlega stór og flókin,“ segir Helgi. Um síðustu áramót hækkuðu þingfestingargjöld hjá dómstólum allverulega. Gjaldið var áður 3.900 krónur en varð eftir hækkun á bilinu 15.000 til 90.000 krónur eftir fjárhæð þeirrar kröfu sem stefnendur gera. Ætlunin er sú að þeir peningar sem þannig fást til viðbótar renni til þess að auka við mannafla hjá dómstólunum. Helgi segir að auglýst hafi verið eftir fimm nýjum dómurum sem starfa eigi í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi og að bætt hafi verið við aðstoðarmönnum. Lögmenn telja hins vegar að mikil hækkun þingfestingargjalda fæli suma frá að leita til dómstóla. „Ég hef heyrt að það sé umræða meðal lögmanna um það að þeir hiki við að leggja mál fyrir dómstóla,“ játar Helgi. „Kröfuhafarnir verða alltaf að leggja út fyrir kostnaði þannig að það þarf að vega það og meta hvort mál séu til árangurs fallin; hvort að skuldarinn geti borgað. En það má benda á að fimmtán þúsund krónur ná ekki einum tíma á lögmannsstofu. Í hinu stóra samhengi myndi maður telja að þetta væri ekki sú fjárhæð að hún ætti að ráða úrslitum um það hvort menn leggi mál fyrir dómstóla.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Helgi Ingólfur Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að eftir metfjölda einkamála í fyrra þyngist enn róðurinn hjá dómstólum. „Það má reikna með að nú fari að streyma inn mál út af kröfum í þrotabú bankanna. Þau geta skipt hundruðum,“ segir Helgi og vísar til þess að hátt í þrjátíu þúsund kröfur hafi borist í þrotabú stóru bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Mörgum kröfum hafi slitastjórnir hafnað eða muni hafna. „Þá geta kröfuhafar borið það undir dómstóla og það má reikna með að þessum málum fari mjög fjölgandi á næstu mánuðum.“ Að sögn Helga eru þegar í gangi um þrjátíu mál kröfuhafa í Straumi-Burðarási auk alls konar mála vegna gjaldþrota stórra fyrirtækja. „Síðan má reikna með verulegum fjölda mála sem skiptastjórar höfða til riftunar á ýmsum gerningum. Þá er sérstakur saksóknari búinn að boða fyrstu málin í vor þótt það verði ekki stærstu málin. Þau munu koma seinna og verða gríðarlega stór og flókin,“ segir Helgi. Um síðustu áramót hækkuðu þingfestingargjöld hjá dómstólum allverulega. Gjaldið var áður 3.900 krónur en varð eftir hækkun á bilinu 15.000 til 90.000 krónur eftir fjárhæð þeirrar kröfu sem stefnendur gera. Ætlunin er sú að þeir peningar sem þannig fást til viðbótar renni til þess að auka við mannafla hjá dómstólunum. Helgi segir að auglýst hafi verið eftir fimm nýjum dómurum sem starfa eigi í Reykjavík, Hafnarfirði og Selfossi og að bætt hafi verið við aðstoðarmönnum. Lögmenn telja hins vegar að mikil hækkun þingfestingargjalda fæli suma frá að leita til dómstóla. „Ég hef heyrt að það sé umræða meðal lögmanna um það að þeir hiki við að leggja mál fyrir dómstóla,“ játar Helgi. „Kröfuhafarnir verða alltaf að leggja út fyrir kostnaði þannig að það þarf að vega það og meta hvort mál séu til árangurs fallin; hvort að skuldarinn geti borgað. En það má benda á að fimmtán þúsund krónur ná ekki einum tíma á lögmannsstofu. Í hinu stóra samhengi myndi maður telja að þetta væri ekki sú fjárhæð að hún ætti að ráða úrslitum um það hvort menn leggi mál fyrir dómstóla.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira