Innlent

Beðið eftir áliti lögmanns

Þorbjörg segir ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort málið verði endurskoðað fyrr en álit borgarlögmanns liggur fyrir.
Þorbjörg segir ekki hægt að taka afstöðu til þess hvort málið verði endurskoðað fyrr en álit borgarlögmanns liggur fyrir.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir ekki alls kostar rétt að leikskólaráð ætli að endurskoða ákvörðun sína um að afnema systkinaforgang eins og fram kom í máli Oddnýjar Sturludóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í Fréttablaðinu á laugardag.

„Tillagan felur aðeins í sér að borgarlögmaður skoði jafnræðisregluna gagnvart því að hleypa systkinum barna fram fyrir eldri börn," segir Þorbjörg Helga. „Það er ekki fyrr en eftir að álit hans liggur fyrir sem hægt verður taka afstöðu til endurskoðunar."

Oddný sagði fulltrúa í leikskólaráði varla hafa fengið fleiri kvartanir frá foreldrum um einstakt mál en afnám systkinaforgangs. Þorbjörg Helga segir foreldra barna sem ekki áttu systkini í leikskólum sömuleiðis hafa verið mjög ósátta við að yngri börn kæmust fram fyrir þeirra börn áður en systkinaforgangur var afnuminn 2008. „Í raun snýst þetta um að forgangur fyrir fleiri þýðir lengri bið fyrir alla. Einfaldast er að miða við kennitölur nema ef um sérþarfir eða greiningar er að ræða."- ve






Fleiri fréttir

Sjá meira


×