Innlent

Knútur Hallsson látinn

Knútur Hallsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri.
Knútur Hallsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri.

Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, andaðist föstudaginn 5. mars, 86 ára að aldri.

Eftir nám við MR og Háskóla Íslands nam Knútur hagsýslu- og stjórnunarfræði í Stokkhólmi og síðar í Helsinki og Ljungskile. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1953.

Knútur starfaði í menntamálaráðuneytinu frá 1954, þar af ráðuneytisstjóri frá 1983 til 1993. Einnig sinnti Knútur fjölmörgum nefndarstörfum á vegum ráðuneytisins. Hann varð formaður Kvikmyndasjóðs Íslands frá 1979 til 1990 og hlaut árið 2003 heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framlag sitt til kvikmyndamála á Íslandi.

Knútur var kvæntur Ernu Hjaltalín, loftsiglingafræðingi og yfirflugfreyju. Þau áttu einn son og tvö barnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×