Dómur fellur í mansalsmálinu á morgun Breki Logason skrifar 7. mars 2010 18:49 Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. Upphaf málsins má rekja til þess að nítján ára litháísk stúlka kom með flugi frá Varsjá í Póllandi þann 9.október síðastliðinn. Stúlkan var í annarlegu ástandi, trylltist um borð og var handtekin á flugvellinum í Keflavík, þar sem hún tjáði lögreglu að hún væri fórnarlamb mansals. Þrír Litháar biðu hennar á flugvellinum en stúlkan var fyrst flutt á sjúkrahús og var síðan næstu fjóra daga í umsjá lögreglu og síðar í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Í ákæru yfir mönnunum segir að þeir hafi sótt stúlkuna skammt frá dvalarstað hennar og flutt hana í íbúð í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar ók einn mannanna stúlkunni áleiðis til Reykjavíkur og skyldi hana eftir hér á hótel leifi eiríkssyni við skólavörðustíg þar sem lögreglan hafði upp á henni. Staðgengill lögreglustjórans á suðurnesjum sagði þetta, skömmu eftir að stúlkan hvarf. „Það komu mjög litlar skýringar frá henni, en frá þeim þá báru þeir við tengslum, en ég get ekki farið út í einstaka framburði á þessu stigi málsins." Þessi tengsl passa við það sem einn þeirra, Tadas Jasnáskas, sagði í bréfi sem hann skrifaði af Litla Hrauni og móðir hans sýndi fréttastofu. Tadas segir í bréfinu að sér hafi verið sagt að stúlkan hafi kynnst einum hinna ákærðu á internetinu og þau hafi orðið kærustupar. Því hafi hún ætlað að koma hingað til lands. Kærastinn hafi hinsvegar handleggsbrotnað og legið á sjúkrahúsi þegar hún lenti og því hafi mennirnir verið fengnir til þess að sækja hana. Hann segir stúlkuna ljúga, og málið vera einn stórann misskilning. Framburður stúlkunnar hefur breyst mjög síðan málið kom upp. Við aðalmeðferð málsins sagði hún fyrst frá því að tveir mannanna hafi neytt sig til munnmaka á meðan hún dvaldi í íbúðinni í Hafnarfirði. Hún segist einnig hafa verið seld ítrekað í vændi í norðausturhluta Litháens, áður en hún kom til Íslands. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla strax í upphafi og á tímabili var talað um að mennirnir stæðu á bakvið fleiri afbrot og væru jafnvel hluti af Litháískri mafíu hér á landi. Meðal annars var rætt um tryggingarsvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti. Mennirnir voru hinsvegar að lokum einungis ákærðir fyrir mansal. Óhættt er að segja að málið sé eitt það umfangsmesta sem lögreglan á Suðurnesjum hefur fengist við. Alls voru ellefu handteknir í tengslum við málið og farið var í fjölmargar húsleitir. Á tímabili var talað um allt að 30 manns kæmu að rannsókninni, en unnið var allan sólarhringinn .Að lokum voru 6 ákærðir í málinu og bíða þeir nú niðurstöðu fjölskipaðs dóms, sem kveðinn verður upp hér í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Sjá meira
Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. Upphaf málsins má rekja til þess að nítján ára litháísk stúlka kom með flugi frá Varsjá í Póllandi þann 9.október síðastliðinn. Stúlkan var í annarlegu ástandi, trylltist um borð og var handtekin á flugvellinum í Keflavík, þar sem hún tjáði lögreglu að hún væri fórnarlamb mansals. Þrír Litháar biðu hennar á flugvellinum en stúlkan var fyrst flutt á sjúkrahús og var síðan næstu fjóra daga í umsjá lögreglu og síðar í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Í ákæru yfir mönnunum segir að þeir hafi sótt stúlkuna skammt frá dvalarstað hennar og flutt hana í íbúð í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar ók einn mannanna stúlkunni áleiðis til Reykjavíkur og skyldi hana eftir hér á hótel leifi eiríkssyni við skólavörðustíg þar sem lögreglan hafði upp á henni. Staðgengill lögreglustjórans á suðurnesjum sagði þetta, skömmu eftir að stúlkan hvarf. „Það komu mjög litlar skýringar frá henni, en frá þeim þá báru þeir við tengslum, en ég get ekki farið út í einstaka framburði á þessu stigi málsins." Þessi tengsl passa við það sem einn þeirra, Tadas Jasnáskas, sagði í bréfi sem hann skrifaði af Litla Hrauni og móðir hans sýndi fréttastofu. Tadas segir í bréfinu að sér hafi verið sagt að stúlkan hafi kynnst einum hinna ákærðu á internetinu og þau hafi orðið kærustupar. Því hafi hún ætlað að koma hingað til lands. Kærastinn hafi hinsvegar handleggsbrotnað og legið á sjúkrahúsi þegar hún lenti og því hafi mennirnir verið fengnir til þess að sækja hana. Hann segir stúlkuna ljúga, og málið vera einn stórann misskilning. Framburður stúlkunnar hefur breyst mjög síðan málið kom upp. Við aðalmeðferð málsins sagði hún fyrst frá því að tveir mannanna hafi neytt sig til munnmaka á meðan hún dvaldi í íbúðinni í Hafnarfirði. Hún segist einnig hafa verið seld ítrekað í vændi í norðausturhluta Litháens, áður en hún kom til Íslands. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla strax í upphafi og á tímabili var talað um að mennirnir stæðu á bakvið fleiri afbrot og væru jafnvel hluti af Litháískri mafíu hér á landi. Meðal annars var rætt um tryggingarsvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti. Mennirnir voru hinsvegar að lokum einungis ákærðir fyrir mansal. Óhættt er að segja að málið sé eitt það umfangsmesta sem lögreglan á Suðurnesjum hefur fengist við. Alls voru ellefu handteknir í tengslum við málið og farið var í fjölmargar húsleitir. Á tímabili var talað um allt að 30 manns kæmu að rannsókninni, en unnið var allan sólarhringinn .Að lokum voru 6 ákærðir í málinu og bíða þeir nú niðurstöðu fjölskipaðs dóms, sem kveðinn verður upp hér í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Sjá meira