Dómur fellur í mansalsmálinu á morgun Breki Logason skrifar 7. mars 2010 18:49 Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. Upphaf málsins má rekja til þess að nítján ára litháísk stúlka kom með flugi frá Varsjá í Póllandi þann 9.október síðastliðinn. Stúlkan var í annarlegu ástandi, trylltist um borð og var handtekin á flugvellinum í Keflavík, þar sem hún tjáði lögreglu að hún væri fórnarlamb mansals. Þrír Litháar biðu hennar á flugvellinum en stúlkan var fyrst flutt á sjúkrahús og var síðan næstu fjóra daga í umsjá lögreglu og síðar í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Í ákæru yfir mönnunum segir að þeir hafi sótt stúlkuna skammt frá dvalarstað hennar og flutt hana í íbúð í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar ók einn mannanna stúlkunni áleiðis til Reykjavíkur og skyldi hana eftir hér á hótel leifi eiríkssyni við skólavörðustíg þar sem lögreglan hafði upp á henni. Staðgengill lögreglustjórans á suðurnesjum sagði þetta, skömmu eftir að stúlkan hvarf. „Það komu mjög litlar skýringar frá henni, en frá þeim þá báru þeir við tengslum, en ég get ekki farið út í einstaka framburði á þessu stigi málsins." Þessi tengsl passa við það sem einn þeirra, Tadas Jasnáskas, sagði í bréfi sem hann skrifaði af Litla Hrauni og móðir hans sýndi fréttastofu. Tadas segir í bréfinu að sér hafi verið sagt að stúlkan hafi kynnst einum hinna ákærðu á internetinu og þau hafi orðið kærustupar. Því hafi hún ætlað að koma hingað til lands. Kærastinn hafi hinsvegar handleggsbrotnað og legið á sjúkrahúsi þegar hún lenti og því hafi mennirnir verið fengnir til þess að sækja hana. Hann segir stúlkuna ljúga, og málið vera einn stórann misskilning. Framburður stúlkunnar hefur breyst mjög síðan málið kom upp. Við aðalmeðferð málsins sagði hún fyrst frá því að tveir mannanna hafi neytt sig til munnmaka á meðan hún dvaldi í íbúðinni í Hafnarfirði. Hún segist einnig hafa verið seld ítrekað í vændi í norðausturhluta Litháens, áður en hún kom til Íslands. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla strax í upphafi og á tímabili var talað um að mennirnir stæðu á bakvið fleiri afbrot og væru jafnvel hluti af Litháískri mafíu hér á landi. Meðal annars var rætt um tryggingarsvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti. Mennirnir voru hinsvegar að lokum einungis ákærðir fyrir mansal. Óhættt er að segja að málið sé eitt það umfangsmesta sem lögreglan á Suðurnesjum hefur fengist við. Alls voru ellefu handteknir í tengslum við málið og farið var í fjölmargar húsleitir. Á tímabili var talað um allt að 30 manns kæmu að rannsókninni, en unnið var allan sólarhringinn .Að lokum voru 6 ákærðir í málinu og bíða þeir nú niðurstöðu fjölskipaðs dóms, sem kveðinn verður upp hér í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Á morgun verður kveðinn upp dómur yfir fimm Litháum og einum Íslending sem ákærðir eru fyrir mansal gagnvart 19 ára litháískri stúlku. Upphaf málsins má rekja til þess að nítján ára litháísk stúlka kom með flugi frá Varsjá í Póllandi þann 9.október síðastliðinn. Stúlkan var í annarlegu ástandi, trylltist um borð og var handtekin á flugvellinum í Keflavík, þar sem hún tjáði lögreglu að hún væri fórnarlamb mansals. Þrír Litháar biðu hennar á flugvellinum en stúlkan var fyrst flutt á sjúkrahús og var síðan næstu fjóra daga í umsjá lögreglu og síðar í húsnæði á vegum félagsmálayfirvalda í Reykjanesbæ. Í ákæru yfir mönnunum segir að þeir hafi sótt stúlkuna skammt frá dvalarstað hennar og flutt hana í íbúð í Hafnarfirði. Tveimur dögum síðar ók einn mannanna stúlkunni áleiðis til Reykjavíkur og skyldi hana eftir hér á hótel leifi eiríkssyni við skólavörðustíg þar sem lögreglan hafði upp á henni. Staðgengill lögreglustjórans á suðurnesjum sagði þetta, skömmu eftir að stúlkan hvarf. „Það komu mjög litlar skýringar frá henni, en frá þeim þá báru þeir við tengslum, en ég get ekki farið út í einstaka framburði á þessu stigi málsins." Þessi tengsl passa við það sem einn þeirra, Tadas Jasnáskas, sagði í bréfi sem hann skrifaði af Litla Hrauni og móðir hans sýndi fréttastofu. Tadas segir í bréfinu að sér hafi verið sagt að stúlkan hafi kynnst einum hinna ákærðu á internetinu og þau hafi orðið kærustupar. Því hafi hún ætlað að koma hingað til lands. Kærastinn hafi hinsvegar handleggsbrotnað og legið á sjúkrahúsi þegar hún lenti og því hafi mennirnir verið fengnir til þess að sækja hana. Hann segir stúlkuna ljúga, og málið vera einn stórann misskilning. Framburður stúlkunnar hefur breyst mjög síðan málið kom upp. Við aðalmeðferð málsins sagði hún fyrst frá því að tveir mannanna hafi neytt sig til munnmaka á meðan hún dvaldi í íbúðinni í Hafnarfirði. Hún segist einnig hafa verið seld ítrekað í vændi í norðausturhluta Litháens, áður en hún kom til Íslands. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla strax í upphafi og á tímabili var talað um að mennirnir stæðu á bakvið fleiri afbrot og væru jafnvel hluti af Litháískri mafíu hér á landi. Meðal annars var rætt um tryggingarsvik, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti. Mennirnir voru hinsvegar að lokum einungis ákærðir fyrir mansal. Óhættt er að segja að málið sé eitt það umfangsmesta sem lögreglan á Suðurnesjum hefur fengist við. Alls voru ellefu handteknir í tengslum við málið og farið var í fjölmargar húsleitir. Á tímabili var talað um allt að 30 manns kæmu að rannsókninni, en unnið var allan sólarhringinn .Að lokum voru 6 ákærðir í málinu og bíða þeir nú niðurstöðu fjölskipaðs dóms, sem kveðinn verður upp hér í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira