Veitingamenn neita ásökunum um svik 14. október 2009 06:00 Einar Bárðarson „Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að hann biðjist afsökunar,“ segir Steinþór Jónsson á Hótel Keflavík, sem er ósáttur við yfirlýsingar Níelsar S. Olgeirssonar, formanns Matvæla- og veitingafélags Íslands, um meinta svarta starfsemi í veitingageiranum á Suðurnesjum. Í Fréttablaðinu í gær sagði Níels meðal annars að svo virtist sem það væri regla á Reykjanesi að menn færu ekki að lögum við rekstur veitingahúsa. Margir veitingamenn á svæðinu sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að Níels ætti að biðjast afsökunar á alhæfingum um heilan hóp veitingamanna. „Okkur finnst ósmekklegt af forsvarsmanni Matvís að þjófkenna heila stétt af fólki sem er að berjast við erfiðar aðstæður,“ segir Einar Bárðarson, sem rekur skemmtistaðinn Officeraklúbbinn á Keflavíkurflugvelli. Einar og fleiri veitingamenn segjast telja eðlilegt að Níels nafngreini veitingastað á Reykjanesi sem hann sagði í Fréttablaðinu og í eigin félagsblaði, Matvís, að færi ekki að lögum. „Hann virðist mjög argur yfir alvarlegum brotum, sem eru svívirðileg ef rétt reynast, en að fara yfir alla línuna og segja menn vera með svarta peninga er ansi harkalegt og dónaskapur,“ segir Einar og undir það tekur Örn Garðars í Veisluþjónustunni Soho. „Það þarf að komast á hreint hver þetta er því það er ekki gott að vera bendlaður við þetta,“ segir Örn og fullyrðir að þótt sumir veitingamenn á Suðurnesjum hafi lent í erfiðleikum sé ástandið þar ekki verra en annars staðar. Steinþór Jónsson segir fullyrðingar Níelsar skelfilegar. „Mér finnst mjög sérstakt að þetta skuli gert af einstaklingi í þessari stöðu. Þetta er ekki í neinum takti við það sem ég þekki. Þessi alhæfing getur ekki átt rétt á sér – það er alveg á kristaltæru.“ Níels kveðst standa við fyrri yfirlýsingar og ætlar ekki að biðjast afsökunar. „Ég held að þetta svæði sé svolítið sýkt af veru varnarliðsins. Þeir hugsa öðruvísi en við. Ég veit að það er vont ef menn liggja allir undir grun. En ef veitingamenn vilja skal ég gera tilraun til þess í næsta Matvísblaði að hvítþvo þá sem eru hreinir – ef þeir finnast,“ segir formaður Matvís. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira