Innlent

Gúmmíbát stolið í Hafnarfirði

Hér má sjá mynd af gúmmíbátnum sem stolið var.
Hér má sjá mynd af gúmmíbátnum sem stolið var.
Kerru með áföstum gúmmíbáti var stolið af plani Pústþjónustunnar BJB í Hafnarfirði síðastliðinn Mánudag. Atvikið átti sér stað um hádegisbilið. Tjónið er metið á að minnsta kosi hálfa milljón króna ef ekki tekst að hafa upp á þýfinu.

Öryggismyndavélar eru á planinu og hefur Pústþjónustan því myndir af ökutækinu sem stal kerrunni og gúmmíbátnum.

Eigendur Pústþjónustunnar vilja koma því á framfæri til ökumanns bifreiðarinnar að hann geti skilað kerrunni og bátnum án nokkurra eftirmála af hálfu Pústþjónustunnar.

„Þessi stuldur er ansi bíræfinn þar sem atvikið gerist um miðjan dag þegar fólk er við vinnu hér á verkstæðinu. Það má segja að þetta lýsi í hnotskurn því ástandi sem er í þjóðfélaginu í dag, segir Piero Segatta, framkvæmdastjóri Pústþjónustunnar BJB í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×