Innlent

VG: Telja réttast að allir stjórnarmenn LSK víki sæti

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi telur réttast að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram, að því er kemur fram í ályktun.

Gunnar I. Birgisson, fyrrum bæjarstjóri og stjórnarformaður LSK, hefur þegar vikið sæti og tekið sér leyfi frá störfum bæjarfulltrúa.

Stjórn VG fordæmir einnig samstarf Sjálfstæðis og Framsóknarfólks í Kópavogi og telur það sýna vilja til að viðhalda þeirri spillingu og eiginhagsmunapoti sem hefur viðgengist í bæjarpólitíkinni undanfarin ár.

Þá segir hún hagsmuni bæjarbúa virta að vettugi.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér að neðan.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×