Innlent

Fjórir umsækjendur um Útlendingastofnun

Útlendingastofnun heyrir undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Útlendingastofnun heyrir undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Mynd/GVA

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Útlendingastofnunar sem laust er til setningar í sex mánuði vegna framlengds leyfis skipaðs forstjóra til næstu áramóta. Umsóknarfresturinn rann út 16. júní síðastliðinn, en Dóms- og kirkjumálaráðherra setur í embættið frá og með fyrsta júlí 2009.

Umsækjendur eru:

Elín Jónsdóttir, lögfræðingur

Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur

Jóhann Baldursson, lögfræðingur

Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×