Fleiri fréttir

Tafir á brottför flugvéla vegna mótmæla

Tafir urðu á brottför nokkurra flugvéla frá Keflavíkurflugvelli í morgun vegna þess að tugir vörubíla lokuðu Reykjanesbraut í Kúagerði upp úr klukkan fimm í morgun. Enginn missti þó af flugi því áhafnirnar töfðust líka.

Eldveggur ekki milli húsa sem brunnu í miðbænum

Eldveggur sem átti að vera á milli Austurstrætis 22 og Lækjargötu 2 var ekki til staðar þegar húsin brunnu til kaldra kola í apríl í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Brunamálastofnunar sem birt er nú í hádeginu.

Sprautunálarræningi vistaður á stofnun vegna veikinda

Hæstiréttur hefur komist að því að maðurinn sem grunaður er um þrjú rán í verslunum í Breiðholti nýlega skuli sæta vistun á viðeigandi stofnun í stað gæsluvarðhalds þar sem hann glími við geðsjúkdóm.

Tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir engar athugasemdir við að ráðherrar ferðist með einkaþotu á NATO-fund og segir tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir það að sínu mati skjóta skökku við að ráðherrar velji þennan kost þegar þeir hafi boðað aðhald í samfélaginu.

Borgarstjóri krafinn svara

Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, gerir þá kröfu að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri útskýri ummæli sín þegar hann segir að: "Framsóknarflokkurinn sé sá flokkur sem lengst hefur gengið í þjónustu við verktaka og auðmenn í Reykjavík". Þetta kemur fram í tilkynningu frá framsóknarmönnunum ungu. Ólafur lét ummælin falla í kvöldfréttum RÚV í fyrradag.

Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær.

Slasaðist í dínamítsprengingu í Hveragerði

Karlmaður sem var við vinnu á byggingarsvæði í Hveragerði í gær slasaðist á hendi þegar dínamít sem hann var að vinna með sprakk skyndilega. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar á Selfossi en töluverð sprenging varð.

Segir för oddvitanna forkastanlega

„Mér finnst þetta forkastanlegt!“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, inntur álits á ferðalagi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu en för þeirra hófst í morgun.

Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu

„Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu“ skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær.

Rafmangslaust í miðbænum

Rafmagnslaust er við Laugarveg frá Barónsstíg, Skúlagötu og að Hafnarstræti eftir því sem segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur.

Dagvaktin bjargaði sveitinni um tvær símstöðvar

Upptökur á sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni á Hótel Bjarkarlundi í Reykhólasveit hafa þær ánægjulegu afleiðingar fyrir íbúana þar að tvær farsímastöðvar verða settar þar upp.

Veita verulegan afslátt á eldsneyti í dag

Olíufélagið N1, sem áður hét Essó, veitir ríflegan afslátt af bensíni og dísilolíu í dag. Félagið segist vera að rifja upp verðið sem var fyrir ári áður en hækkunarskriðan fór af stað.

Hafnarfjarðarvegur lokaður við lækinn í Kópavogi

Vörubílstjórar hafa haldið skærum sínum áfram í morgun. Þeir lokuðu Hafnarfjarðarveginum við lækinn í Kópavogi og miklar tafir hafa skapist hjá fólki sem var á leið í vinnu úr Hafnarfirði og Garðabæ.

Enn óvissa um framtíð Jóhanns lögreglustjóra

Heimildir Vísis herma að enn ríki fullkomin óvissa um framtíð Jóhanns R. Benediktssonar í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum. Boðað hefur verið að lögreglu- og tollembættin verði skilin í sundur við litla hrifningu lögreglu- og tollgæslumanna á Suðurnesjum.

DV gleypti við aprílgabbi Víkurfrétta

Fréttamiðillinn Víkurfréttir bauð upp á aprílgabb í gær eins og aðrir fjölmiðlar. Þar á bæ kættust menn væntanlega þegar þeir opnuðu DV í morgun og sáu að blaðið hafði kokgleypt gabbið.

Ók út á ísinn

Nítján ára ökumaður slapp með skrekkinn þegar hann sofnaði undir stýri í gær og bíllinn hafnaðí út á ísilagðri Seljadalsá í Reykjadal, skammt frá Laugaskóla.

Borgarstjórn skorar á Kristján Möller

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag var samþykkt samhljóða tillaga um að skora á samgönguráðherra og formann samgöngunefndar Alþingis að þeir beiti sér fyrir því að Sundabraut verði lögð í göngum og verkhönnun verði hafin samhliða mati á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framgangi málsins.

Stimpilgjöld af fyrstu íbúð afnumin 1. júlí

Gert er ráð fyrir að ný lög um afnám stimpilgjalda af lánum vegna fyrstu íbúðakaupa taki gildi 1. júlí í sumar samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag.

Segir Framsóknarflokkinn spilltan, ekki Óskar

Í svari við fyrirspurn sem Óskar Bergssonar lagði fram við upphaf borgarstjórnarfundar í dag vegna ummæla sem höfð voru eftir Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í kvöldfréttum sjónvarps í gær um að Framsóknarflokkurinn hefði gengið erinda auðmanna og verktaka þegar hann var í meirihluta í borginni, sagði Ólafur að hann hefði átt við flokkinn sjálfan en ekki borgarfulltrúann Óskar Bergsson.

Lagði fram frumvarp um Landeyjarhöfn

Samgönguráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að byggð verði ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjum, en ætlunin er að ferja sigli á milli hafnarinnar og Eyja.

Gengið frá fiskveiðisamningi Íslendinga og Færeyinga

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Tórbjörn Jacobsen starfsbróðir hans í Færeyjum hittust í Þórshöfn í Færeyjum í dag til að ganga frá fiskveiðisamningi Íslendinga og Færeyinga.

Evrópunefnd undirbýr ekki aðildarviðræður

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar mun hvorki undirbúa aðildarumsókn að Evrópusambandinu né skilgreina samningsmarkmið Íslands, segir Illugi Gunnarsson, annar af formönnum nefndarinnar.

Samgöngumiðstöðin mun minni en Leifsstöð

Samgöngumiðstöðin í Vatnsmýri verður um 40% af upphaflegri stærð Leifsstöðvar þótt farþegafjöldi um Reykjavíkurflugvöll sé nú álíka mikill og var um Keflavíkurflugvöll þegar framkvæmdir hófust þar við flugstöðina fyrir 23 árum.

Lögregla birtir mynd af innbrotsþjófi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt mynd af öðrum mannanna sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg í síðustu viku og stolið þaðan úrum.

Tryggðu sér stórt lán með mjög lágu skuldatryggingaálagi

Hafnarfjarðarbær hefur tryggt sér um það bil þriggja milljarða króna lán hjá írskum banka vegna framkvæmda í sveitarfélaginu sem er með 75 punkta skuldatrygginaálag á evrum og 85 punka álag á kanadadal. Það er margfalt minna en skuldatryggingaálag bankanna um þessar mundir.

Jóhann vinnur að úrlausn vandamála með ráðuneyti

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ekki sagt upp starfi sínu hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum og mun í nánu samráði við dómsmálaráðuneytið leiða embættið í því að vinna að úrlausn þeirra vandamála sem blasað hafa við.

Vörubílstjórar láta til sín taka á Akureyri

„Við keyrum nú bara allir í röð hérna um bæinn núna og þetta er svo löng röð sem lokar öllu sjálfkrafa,“ segir Ásmundur Stefánsson hjá Icefox á Akureyri. Vörubílstjórar fyrir norðan lögðu af stað í bíltúr um daginn fyrir stundu.

Vörubílstjórar hitta þingmenn við Austurvöll

„Við vorum að tala við hann Grétar Mar þingmann. Hann sagði okkur bara að halda áfram og berjast þar til eitthvað verður gert,“ segir Páll Pálsson vörubílstjóri sem staddur er niður á Austurvelli en þar mótmæla jeppaeigendur og vörubílstjórar nú.

BHM vill nýja vegamálastjóraauglýsingu

Vísi hefur borist eftirfarandi bréf Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, til Kristjáns L. Möller samgönguráðherra:

Vill bjóða vörubílstjórum í kaffi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist hafa fylgst með mótmælum vörubílstjóra og vill helst að þeir kíki til sín í kaffi. Þetta kom fram í viðtali við Árna í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.

Boðar átak í verðkönnunum

Á fundi sem viðskiptaráðherra og stjórnvöld boðuðu til í hádeginu í dag var gengið til samstarfs við Alþýðusamband íslands, Neytendasamtökin og Neytendastofu um að leita leiða til að vinna gegn verðhækkunum og draga úr þeirri verðlagsþróun sem nú stefnir í.

Óttast ekki klíkustríð á Litla-Hrauni

„Það er auðvitað kunningskapur á milli manna sem kannski koma inn og hafa lengi verið saman í afbrotum. En það er ekki þannig að hér séu einhver gengi,“ segir Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni.

Segja ekki komin fram góð rök fyrir breytingu á Suðurnesjum

Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Lúðvík Bergvinsson, Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar, lýstu allir yfir efasemdum um fyrirhugaðar breytingar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Veigamikil rök þyrfti að breyta því sem gengi vel og slík rök væru ekki komin fram.

Óskar óskar eftir rökstuðningi borgarstjóra

„Á þeim rúmu tveimur mánuðum frá því borgarstjórnarmeirihluti Ólafs F Magnússonar tók við völdum í Reykjavíkurborg hefur borgarstjóri nú í þrígang veist að Framsóknarflokknum og fulltrúa hans í borgarstjórn með þeim hætti að eftir hefur verið tekið,“segir í fyrirspurn Óskars Bergssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir