Fleiri fréttir Funduðu með nýrri Evrópunefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra áttu í dag fund með nýskipaðri nefnd um þróun Evrópumála. 1.4.2008 12:13 Snekkjan leggst að bryggju Snekkja Pálma Haraldssonar, áður í eigu Saddams Husseins, lagðist fyrir skömmu að bryggju við hlið Viðeyjarferjunnar í Sundahöfn. Snekkjunni er ætlað að hýsa Al Gore á meðan hann dvelur hér á landi í næstu viku, og munu bandarískir öryggisverðir sem gæta varaforsetans fyrrverandi því taka við henni upp úr tvö í dag og fara yfir öryggismál. 1.4.2008 11:39 Leggja fram fjárnámskröfu á snekkju Saddams „Þetta er náttúrulega afar kaldhæðnislegt, en að sumu leyti viðeigandi, því eins og menn vita byggði Saddam veldi sitt að miklu leyti á stuðningi Bandaríkjanna," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. 1.4.2008 11:24 Orkuveitan ekki skaðabótaskyld „Það sem gerðist var að virkjunin sló út líka og þar er eitthvað framleiðslutap sem nemur hundruðum þúsunda en ómögulegt er að segja til um kostnað fyrir notendur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 1.4.2008 11:19 Svipuð hækkun á matvælum og annars staðar á Norðurlöndum Matvæli hafa hækkað álíka mikið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum á síðastliðnu ári samkvæmt samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. 1.4.2008 11:11 Málþing um íslenska tungu í fjölmiðlum „Íslenskan er atvinnutæki íslensks fjölmiðlafólks,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri og nefndarmanneskja Íslenskrar málnefndar, í spjalli við Vísi um málþing föstudagsins sem að þessu sinni fjallar um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum og er haldið í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands. 1.4.2008 11:08 Funda með viðskiptaráðherra um aðgerðir í verðlagsmálum Fulltrúar ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtakanna ganga á fund Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra klukkan ellefu þar sem ræða á verðhækkanir í samfélaginu. 1.4.2008 10:43 Byrgisstúlkan kvartar til umboðsmanns Alþingis Ólöf Ósk Erlendsdóttir hefur kvartað undan Birgi Ottóssyni forstöðumanni þjónustudeildar Félagsbústaða til umboðsmanns Alþingis. Hún sakar hann um einelti og að hafa fjarlægt eigur sínar úr íbúð sem Ólöf var í á þeirra vegum. Það gerði hann án þess að hafa dómsúrskurð og án þess að hafa samband við fjölskyldu Ólafar segir í kvörtuninni. Ólöf afplánar nú dóm í Kvennafangelsinu. 1.4.2008 10:32 Kalli Bjarni fluttur heim til mömmu „Hann er kominn heim á hótel mömmu og verður hjá mér þangað til hann fer inn," segir Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjarna, sem handtekinn var á föstudaginn á Hótel Vík ásamt vinkonu sinni með 65 grömm af amfetamíni. 1.4.2008 10:00 Nokkurt tjón í vatnsleka í Árbæ Talsverðar annir voru hjá slökkviliði í gærkvöld og nótt og var það meðal annars kallað út þrisvar vegna elds í bílum og einu sinni vegna vatnsleka. 1.4.2008 09:28 Sjóbirtingsveiðin hafin Sjóbirtingsveiði hófst í morgun á öllum hefðbundnum veiðistöðum fyrir sjóbirting nema í Varmá í Ölfusi. Þar er enn verið að meta afleiðingar mengunarslyssins í fyrra þegar klór frá sundlauginni í Hveragerði barst út í ánna. Heldur færri urriðum er nú landað ár eftir ár en áður og bleikju hefur fækkað mikið síðastliðin fimm ár án þess að vísindalegar skýringar séu á því. 1.4.2008 08:28 Einn með hamar og annar með hníf Lögregla kannar nú hvort tveir menn, sem hún handtók á Eiríksgötu í Reykjavík í nótt, kunni að hafa eitthvað saknæmt á samviskunni því annar var vopnaður hnífi og hinn hamri. 1.4.2008 08:14 Fáir aka of hratt í göngunum Aðeins eitt prósent bíla, sem óku um Hvalfjarðargöng frá föstudegi fram á mánudag, reyndist vera á of miklum hraða, samkvæmt mælingum lögreglunnar. 1.4.2008 08:05 Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . 1.4.2008 07:52 Bensínverði líka mótmælt á Höfn Umferðatöf varð við Lónsvegamót á Höfn í Hornafirði frá kl 16.45 til 17.10 í dag en lokuðu nokkri ökumenn veginum ökutækjum sínum. 31.3.2008 21:50 Alþingi kjósi ríkisendurskoðanda í stað forsætisnefndar Tíu þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisendurskoðun sem felur í sér að Alþingi kjósi ríkisendurskoðanda til sex ára í senn í stað þess að forsætisnefnd ráði hann. 31.3.2008 21:08 Lögreglan leitar að 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Björnsdóttur. Hún er 16 ára, um 170 cm. á hæð og frekar þéttvaxin. Hún er með svart stutt hár, tekið í tagl yfirleitt. Klædd í svartar buxur, hvítan hlýrabol og svartan langermabol yfir. Svört úlpa með skinn hettu og hvíta Rebook skó með marglitum reimum. 31.3.2008 21:01 Vilja aukna fjármuni til lögreglunnar á Suðurnesjum Þrír þingmenn vinstri – grænna hafa lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir að 600 milljónir króna til viðbótar verði veittar til löggæslumála á þessu ári. 31.3.2008 21:31 Mynduðu hraðakstur í Hafnarfirði og Hvalfjarðargöngum Brot 97 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til mánudags eða á 72 klukkustundum. Vöktuð voru 7.771 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sjö óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 109. 31.3.2008 20:34 Löggan í World Class Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og World Class hafa gert með sér samning sem hefur yfirskriftina Ókeypis í ræktina. Í honum felst aðgangur fyrir alla starfsmenn embættisins að líkamsræktarstöðvum World Class á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn LRH geta nú æft endurgjaldslaust í World Class að uppfylltu því skilyrði að þeir mæti minnst vikulega í ræktina. Þeir sem það ekki gera verða þá sjálfir að greiða fyrir líkamsræktina. Hér er um tilraunaverkefni að ræða en embættið leggur mikla áherslu á öfluga heilsustefnu sem hvetur starfsmenn til að huga að eigin heilsu og vellíðan. 31.3.2008 19:47 Sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar án samnings við ríkið Samningar hafa ekki tekist milli samninganefndar heilbrigðisráðherra og sjálfstætt starfandi bæklunarlækna en þeir renna út í dag. 31.3.2008 19:47 Bilun í ljósleiðarahring Mílu Vegna bilunar í ljósleiðarhring Mílu er landshringur IPnets rofinn milli Blönduós og Sauðárkróks. Áhrif vegna þessa eru þau að verulega skerðing er á flutningsgetu Internetumferðar til útlanda. Enn er verið að greina bilun og því ekki fyrirséð hvenær bilun verður afstaðin. 31.3.2008 19:32 Samgöngumiðstöð innsigluð Samgöngumiðstöð verður reist á Reykjavíkurflugvelli og hún komin í notkun fyrir lok næsta árs, samkvæmt samkomulagi sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Kristján L. Möller samgönguráðherra innsigluðu í dag. 31.3.2008 18:45 Forsætisráðherra telur botninum náð Myndarleg styrking krónunnar í dag og hækkun hlutabréfa benda til þess að botninum sé náð, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi. 31.3.2008 18:28 Síðasta verk Magnúsar á Landspítalanum Í dag var undirritaður samningur milli Landspítala og Þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala. Þjóðkirkjan mun leggja til árlega jafngildi 50% launa prests við spítalann til kennslu í klínískri sálgæslu. Landspítali tekur að sér að skapa tilhlýðilegar aðstæður fyrir verklega kennslu í klínískri sálgæslu. 31.3.2008 18:07 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í Keilufellsmáli Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í alvarlegri árás að íbúum í Keilufelli fyrir skömmu skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 14. apríl. Mennirnir kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að þeir yrðu látnir lausir eða látnir sæta farbanni. Hæstiréttur féllst ekki á þessa kröfu þar sem grunur leikur á einhverjir árásarmannana gangi enn lausir. Því sé nauðsynlegt að þeir sem nú séu í haldi verði ekki látnir lausir. 31.3.2008 17:44 Steingrímur J. er engin Soffía frænka Guðni Ágústson, formaður Framsóknarflokksins, vill setja á fót sérstaka þjóðarsáttarnefnd til þess takast á við þann vanda sem blasir við í efnahagslífinu. Formaður Vinstri - grænna segir enga sársaukalausa leið út úr vandanum en forsætisráðherra hvetur þá sem stjórna verðlagi að halda aftur af sér með hækkanir. Utanríkisráðherra sagði formann Vinstri - grænna skorta trúverðugleika til þess að takast á við efnahagsmálin. 31.3.2008 17:00 Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er nú loks komið á í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti eftir rúmlega fjögurra klukkustunda rafmagnsleysi á þessum stöðum. Þetta staðfesti Helgi Pétursson hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 31.3.2008 16:47 Sinubruni á Kjalarnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á vettvangi á Kjalarnesi þar sem kveikt hefur verið í sinu. Fyrr í dag var slökkvilið sent að Gvendargeisla í Grafarholti vegna tilkynningar um reyk í stigagangi en það reyndist ekki alvarlegt. 31.3.2008 16:34 Erfitt að gefa nákvæmar tölur um matvælahækkun Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, telur erfitt að kasta fram ákveðnum prósentutölum um hækkun innfluttra matvæla, of margir þættir spili inn í hækkanirnar. 31.3.2008 16:19 Úttekt á peningamálastefnunni þegar um hægist Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að tímabært verði að ráðast í úttekt á virkni peningamálastefnunnar þegar um hægist í því ölduróti sem verið hefur á fjármálalífinu. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 31.3.2008 15:53 Reykur í stigagangi Gvendargeisla Slökkviliðið fékk tilkynningu um reyk á stigagangi í fjölbýslishúsi í Gvendargeisla í Grafarholti nú fyrir stundu. Slökkviliðsbílar eru á leið á staðinn. Ekki er vitað hvort um bruna er að ræða á þessari stundu. 31.3.2008 15:52 Rafmagnið á innan klukkustundar Vonast er til að hægt verði að koma rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti innan klukkustundar. Bilun varð í 132 kv aðalæð háspennu við Spöngina um hádegisbil í dag. 31.3.2008 15:46 Hefur efasemdir um aðskilnað tolls og lögreglu á Suðurnesjum Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að það sé til góðs að greina milli tolls og lögreglu á Suðurnesjum eins og til stendur. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 31.3.2008 15:38 Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á áttræðisaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum þegar þær voru á aldrinum 10-12 ára. 31.3.2008 14:54 Mótmælafundur á Austurvelli á morgun gegn háu olíuverði Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 16 þar sem allir eru hvattir til þess að mótmæla háum álögum á eldsneytisverð. 31.3.2008 14:24 Nýir flugrekendur fá aðstöðu í jaðri lóðar undir samgöngumiðstöð Reykjavíkurborg hyggst heimila að jaðar þeirrar lóðar sem ætluð er undir samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni geti nýst þeim sem ekki hafa aðstöðu á flugvellinum enda verði sú starfsemi síðar hluti af samöngumiðstöð. 31.3.2008 14:01 Gæti þurft að færa kælivörur „Frystarnir eru kaldir hjá okkur svo við erum ekki í vandræðum enn þá en ef þetta verður einhver tími þurfum við að gera ráðstafanir til að keyra kælivörur milli búða,“ segir Úlfar Eggertsson, verslunarstjóri í Krónunni í Mosfellsbæ. 31.3.2008 13:46 Rafmagnslaust til hálffjögur Reikna má með að rafmagnslaust verði í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og hluta Grafarvogs í Reykjavík til klukkan hálffjögur en rafmagn fór þar af um hálfeittleytið. 31.3.2008 13:41 Sautján ára dæmdur fyrir tölvu- og bílstuld Sautján ára piltur var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið bæði tölvum og bíl. 31.3.2008 13:34 Slasaðist illa við jarðboranavinnu Maður slasaðit illa á andliti er hann var við vinnu sína við jarðboranir á Hellisheiði síðastliðinn miðvikudag. 31.3.2008 12:52 Fangi stunginn með útskurðarsporjárni í rassinn Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hver stakk fanga á Litla-Hrauni í rasskinnina með útskurðarsporjárni á föstudag. 31.3.2008 12:44 Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí Alþingi kemur saman í dag að loknu páskaleyfi. Á dagskrá er meðal annars utandagskrárumræða um ástand efnahagsmála að beiðni Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins. 31.3.2008 12:39 Rafmagnslaust í allt að fjórar klukkustundir í Mosfellsbæ og víðar Rafmagnslaust varð í öllum Mosfellsbæ, Kjalarnesi og hluta Grafarvogs í Reykjavík um hálfeittleytið. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að verið sé að leita orsakanna, en þrjár aðveitustöðvar eru spennulausar. 31.3.2008 12:36 Gríðarlegar umferðartafir í mótmælum vörubílstjóra í morgun Gríðarlegar umferðartafir urðu í morgun þegar vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku í báðar áttir og sömuleiðis Reykjanesbraut í Kúagerði til að mótmæla mikilli gjaldtöku ríkissjóðs af olíu og bensíni. 31.3.2008 12:14 Sjá næstu 50 fréttir
Funduðu með nýrri Evrópunefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra áttu í dag fund með nýskipaðri nefnd um þróun Evrópumála. 1.4.2008 12:13
Snekkjan leggst að bryggju Snekkja Pálma Haraldssonar, áður í eigu Saddams Husseins, lagðist fyrir skömmu að bryggju við hlið Viðeyjarferjunnar í Sundahöfn. Snekkjunni er ætlað að hýsa Al Gore á meðan hann dvelur hér á landi í næstu viku, og munu bandarískir öryggisverðir sem gæta varaforsetans fyrrverandi því taka við henni upp úr tvö í dag og fara yfir öryggismál. 1.4.2008 11:39
Leggja fram fjárnámskröfu á snekkju Saddams „Þetta er náttúrulega afar kaldhæðnislegt, en að sumu leyti viðeigandi, því eins og menn vita byggði Saddam veldi sitt að miklu leyti á stuðningi Bandaríkjanna," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. 1.4.2008 11:24
Orkuveitan ekki skaðabótaskyld „Það sem gerðist var að virkjunin sló út líka og þar er eitthvað framleiðslutap sem nemur hundruðum þúsunda en ómögulegt er að segja til um kostnað fyrir notendur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. 1.4.2008 11:19
Svipuð hækkun á matvælum og annars staðar á Norðurlöndum Matvæli hafa hækkað álíka mikið hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum á síðastliðnu ári samkvæmt samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar. 1.4.2008 11:11
Málþing um íslenska tungu í fjölmiðlum „Íslenskan er atvinnutæki íslensks fjölmiðlafólks,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri og nefndarmanneskja Íslenskrar málnefndar, í spjalli við Vísi um málþing föstudagsins sem að þessu sinni fjallar um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum og er haldið í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands. 1.4.2008 11:08
Funda með viðskiptaráðherra um aðgerðir í verðlagsmálum Fulltrúar ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtakanna ganga á fund Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra klukkan ellefu þar sem ræða á verðhækkanir í samfélaginu. 1.4.2008 10:43
Byrgisstúlkan kvartar til umboðsmanns Alþingis Ólöf Ósk Erlendsdóttir hefur kvartað undan Birgi Ottóssyni forstöðumanni þjónustudeildar Félagsbústaða til umboðsmanns Alþingis. Hún sakar hann um einelti og að hafa fjarlægt eigur sínar úr íbúð sem Ólöf var í á þeirra vegum. Það gerði hann án þess að hafa dómsúrskurð og án þess að hafa samband við fjölskyldu Ólafar segir í kvörtuninni. Ólöf afplánar nú dóm í Kvennafangelsinu. 1.4.2008 10:32
Kalli Bjarni fluttur heim til mömmu „Hann er kominn heim á hótel mömmu og verður hjá mér þangað til hann fer inn," segir Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjarna, sem handtekinn var á föstudaginn á Hótel Vík ásamt vinkonu sinni með 65 grömm af amfetamíni. 1.4.2008 10:00
Nokkurt tjón í vatnsleka í Árbæ Talsverðar annir voru hjá slökkviliði í gærkvöld og nótt og var það meðal annars kallað út þrisvar vegna elds í bílum og einu sinni vegna vatnsleka. 1.4.2008 09:28
Sjóbirtingsveiðin hafin Sjóbirtingsveiði hófst í morgun á öllum hefðbundnum veiðistöðum fyrir sjóbirting nema í Varmá í Ölfusi. Þar er enn verið að meta afleiðingar mengunarslyssins í fyrra þegar klór frá sundlauginni í Hveragerði barst út í ánna. Heldur færri urriðum er nú landað ár eftir ár en áður og bleikju hefur fækkað mikið síðastliðin fimm ár án þess að vísindalegar skýringar séu á því. 1.4.2008 08:28
Einn með hamar og annar með hníf Lögregla kannar nú hvort tveir menn, sem hún handtók á Eiríksgötu í Reykjavík í nótt, kunni að hafa eitthvað saknæmt á samviskunni því annar var vopnaður hnífi og hinn hamri. 1.4.2008 08:14
Fáir aka of hratt í göngunum Aðeins eitt prósent bíla, sem óku um Hvalfjarðargöng frá föstudegi fram á mánudag, reyndist vera á of miklum hraða, samkvæmt mælingum lögreglunnar. 1.4.2008 08:05
Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore mun gista á snekkju Saddams Hussein á meðan hann dvelur á Íslandi í næstu viku. Snekkjan er í eigu athafnamannsins Pálma Haraldssonar sem keypti hana fyrir skömmu. Þetta staðfesti Pálmi í samtali við Vísi í morgun . 1.4.2008 07:52
Bensínverði líka mótmælt á Höfn Umferðatöf varð við Lónsvegamót á Höfn í Hornafirði frá kl 16.45 til 17.10 í dag en lokuðu nokkri ökumenn veginum ökutækjum sínum. 31.3.2008 21:50
Alþingi kjósi ríkisendurskoðanda í stað forsætisnefndar Tíu þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um Ríkisendurskoðun sem felur í sér að Alþingi kjósi ríkisendurskoðanda til sex ára í senn í stað þess að forsætisnefnd ráði hann. 31.3.2008 21:08
Lögreglan leitar að 16 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Björnsdóttur. Hún er 16 ára, um 170 cm. á hæð og frekar þéttvaxin. Hún er með svart stutt hár, tekið í tagl yfirleitt. Klædd í svartar buxur, hvítan hlýrabol og svartan langermabol yfir. Svört úlpa með skinn hettu og hvíta Rebook skó með marglitum reimum. 31.3.2008 21:01
Vilja aukna fjármuni til lögreglunnar á Suðurnesjum Þrír þingmenn vinstri – grænna hafa lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir að 600 milljónir króna til viðbótar verði veittar til löggæslumála á þessu ári. 31.3.2008 21:31
Mynduðu hraðakstur í Hafnarfirði og Hvalfjarðargöngum Brot 97 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til mánudags eða á 72 klukkustundum. Vöktuð voru 7.771 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sjö óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 109. 31.3.2008 20:34
Löggan í World Class Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og World Class hafa gert með sér samning sem hefur yfirskriftina Ókeypis í ræktina. Í honum felst aðgangur fyrir alla starfsmenn embættisins að líkamsræktarstöðvum World Class á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn LRH geta nú æft endurgjaldslaust í World Class að uppfylltu því skilyrði að þeir mæti minnst vikulega í ræktina. Þeir sem það ekki gera verða þá sjálfir að greiða fyrir líkamsræktina. Hér er um tilraunaverkefni að ræða en embættið leggur mikla áherslu á öfluga heilsustefnu sem hvetur starfsmenn til að huga að eigin heilsu og vellíðan. 31.3.2008 19:47
Sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar án samnings við ríkið Samningar hafa ekki tekist milli samninganefndar heilbrigðisráðherra og sjálfstætt starfandi bæklunarlækna en þeir renna út í dag. 31.3.2008 19:47
Bilun í ljósleiðarahring Mílu Vegna bilunar í ljósleiðarhring Mílu er landshringur IPnets rofinn milli Blönduós og Sauðárkróks. Áhrif vegna þessa eru þau að verulega skerðing er á flutningsgetu Internetumferðar til útlanda. Enn er verið að greina bilun og því ekki fyrirséð hvenær bilun verður afstaðin. 31.3.2008 19:32
Samgöngumiðstöð innsigluð Samgöngumiðstöð verður reist á Reykjavíkurflugvelli og hún komin í notkun fyrir lok næsta árs, samkvæmt samkomulagi sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Kristján L. Möller samgönguráðherra innsigluðu í dag. 31.3.2008 18:45
Forsætisráðherra telur botninum náð Myndarleg styrking krónunnar í dag og hækkun hlutabréfa benda til þess að botninum sé náð, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi. 31.3.2008 18:28
Síðasta verk Magnúsar á Landspítalanum Í dag var undirritaður samningur milli Landspítala og Þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala. Þjóðkirkjan mun leggja til árlega jafngildi 50% launa prests við spítalann til kennslu í klínískri sálgæslu. Landspítali tekur að sér að skapa tilhlýðilegar aðstæður fyrir verklega kennslu í klínískri sálgæslu. 31.3.2008 18:07
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í Keilufellsmáli Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í alvarlegri árás að íbúum í Keilufelli fyrir skömmu skyldu sæta gæsluvarðhaldi til 14. apríl. Mennirnir kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að þeir yrðu látnir lausir eða látnir sæta farbanni. Hæstiréttur féllst ekki á þessa kröfu þar sem grunur leikur á einhverjir árásarmannana gangi enn lausir. Því sé nauðsynlegt að þeir sem nú séu í haldi verði ekki látnir lausir. 31.3.2008 17:44
Steingrímur J. er engin Soffía frænka Guðni Ágústson, formaður Framsóknarflokksins, vill setja á fót sérstaka þjóðarsáttarnefnd til þess takast á við þann vanda sem blasir við í efnahagslífinu. Formaður Vinstri - grænna segir enga sársaukalausa leið út úr vandanum en forsætisráðherra hvetur þá sem stjórna verðlagi að halda aftur af sér með hækkanir. Utanríkisráðherra sagði formann Vinstri - grænna skorta trúverðugleika til þess að takast á við efnahagsmálin. 31.3.2008 17:00
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn er nú loks komið á í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti eftir rúmlega fjögurra klukkustunda rafmagnsleysi á þessum stöðum. Þetta staðfesti Helgi Pétursson hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 31.3.2008 16:47
Sinubruni á Kjalarnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á vettvangi á Kjalarnesi þar sem kveikt hefur verið í sinu. Fyrr í dag var slökkvilið sent að Gvendargeisla í Grafarholti vegna tilkynningar um reyk í stigagangi en það reyndist ekki alvarlegt. 31.3.2008 16:34
Erfitt að gefa nákvæmar tölur um matvælahækkun Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, telur erfitt að kasta fram ákveðnum prósentutölum um hækkun innfluttra matvæla, of margir þættir spili inn í hækkanirnar. 31.3.2008 16:19
Úttekt á peningamálastefnunni þegar um hægist Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að tímabært verði að ráðast í úttekt á virkni peningamálastefnunnar þegar um hægist í því ölduróti sem verið hefur á fjármálalífinu. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 31.3.2008 15:53
Reykur í stigagangi Gvendargeisla Slökkviliðið fékk tilkynningu um reyk á stigagangi í fjölbýslishúsi í Gvendargeisla í Grafarholti nú fyrir stundu. Slökkviliðsbílar eru á leið á staðinn. Ekki er vitað hvort um bruna er að ræða á þessari stundu. 31.3.2008 15:52
Rafmagnið á innan klukkustundar Vonast er til að hægt verði að koma rafmagni á að nýju í Mosfellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafarvogs og í Grafarholti innan klukkustundar. Bilun varð í 132 kv aðalæð háspennu við Spöngina um hádegisbil í dag. 31.3.2008 15:46
Hefur efasemdir um aðskilnað tolls og lögreglu á Suðurnesjum Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að það sé til góðs að greina milli tolls og lögreglu á Suðurnesjum eins og til stendur. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 31.3.2008 15:38
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á áttræðisaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum þegar þær voru á aldrinum 10-12 ára. 31.3.2008 14:54
Mótmælafundur á Austurvelli á morgun gegn háu olíuverði Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 16 þar sem allir eru hvattir til þess að mótmæla háum álögum á eldsneytisverð. 31.3.2008 14:24
Nýir flugrekendur fá aðstöðu í jaðri lóðar undir samgöngumiðstöð Reykjavíkurborg hyggst heimila að jaðar þeirrar lóðar sem ætluð er undir samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni geti nýst þeim sem ekki hafa aðstöðu á flugvellinum enda verði sú starfsemi síðar hluti af samöngumiðstöð. 31.3.2008 14:01
Gæti þurft að færa kælivörur „Frystarnir eru kaldir hjá okkur svo við erum ekki í vandræðum enn þá en ef þetta verður einhver tími þurfum við að gera ráðstafanir til að keyra kælivörur milli búða,“ segir Úlfar Eggertsson, verslunarstjóri í Krónunni í Mosfellsbæ. 31.3.2008 13:46
Rafmagnslaust til hálffjögur Reikna má með að rafmagnslaust verði í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og hluta Grafarvogs í Reykjavík til klukkan hálffjögur en rafmagn fór þar af um hálfeittleytið. 31.3.2008 13:41
Sautján ára dæmdur fyrir tölvu- og bílstuld Sautján ára piltur var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið bæði tölvum og bíl. 31.3.2008 13:34
Slasaðist illa við jarðboranavinnu Maður slasaðit illa á andliti er hann var við vinnu sína við jarðboranir á Hellisheiði síðastliðinn miðvikudag. 31.3.2008 12:52
Fangi stunginn með útskurðarsporjárni í rassinn Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hver stakk fanga á Litla-Hrauni í rasskinnina með útskurðarsporjárni á föstudag. 31.3.2008 12:44
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí Alþingi kemur saman í dag að loknu páskaleyfi. Á dagskrá er meðal annars utandagskrárumræða um ástand efnahagsmála að beiðni Guðna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins. 31.3.2008 12:39
Rafmagnslaust í allt að fjórar klukkustundir í Mosfellsbæ og víðar Rafmagnslaust varð í öllum Mosfellsbæ, Kjalarnesi og hluta Grafarvogs í Reykjavík um hálfeittleytið. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að verið sé að leita orsakanna, en þrjár aðveitustöðvar eru spennulausar. 31.3.2008 12:36
Gríðarlegar umferðartafir í mótmælum vörubílstjóra í morgun Gríðarlegar umferðartafir urðu í morgun þegar vörubílstjórar lokuðu Ártúnsbrekku í báðar áttir og sömuleiðis Reykjanesbraut í Kúagerði til að mótmæla mikilli gjaldtöku ríkissjóðs af olíu og bensíni. 31.3.2008 12:14