Tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum 2. apríl 2008 11:38 MYND/Stefán Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir engar athugasemdir við að ráðherrar ferðist með einkaþotu á NATO-fund og segir tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir það að sínu mati skjóta skökku við að ráðherrar velji þennan kost þegar þeir hafi boðað aðhald í samfélaginu. Eins og fram hefur komið á Vísi fóru þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði á einkaþotu á leiðtogafund NATO sem hefst í Búkarest í Rúmeníu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er kostnaðaraukinn við það að velja einkaþotu í stað almenns flugs um sex milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir að hann hafi hlustað á forsætisráðherra útskýra í gær að kostnaðurinn væri svipaður, sama hvor leiðin væri farin. Gylfi segist ekki vita hvernig kostnaðurinn sé reiknaður en skilaboðin séu skrýtin í ljósi efnahagsaðstæðna. „Auðvitað er tími ráðherra dýrmætur en skilboðin skjóta skökku við þegar búið er gefa það út að fólk þurfi að sýna aðhald. Þegar þær aðstæður eru upp í þjóðarbúskapnum að staða þjóðarbúsins er grafalvarleg, eins og nú, verða stjórnmálamenn að sýna eitthvað í verki. Orðræðan verður innantóm þegar því fylgja ekki athafnir," segir Gylfi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir engar athugasemdir við ákvörðun ráðherranna. „Við treystum því að þau séu að gæta hagkvæmni bæði við noktun á eigin tíma og á fjármunum hins opinbera. Mér finnst að tíma ráðherra sé mjög illa varið í að þau séu að bíða löngum stundum í flugstöðvum," segir Vilhjálmur. Tengdar fréttir Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær. 2. apríl 2008 10:59 Einkaþota ráðherra kostar sex milljónum meira en áætlunarflug Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. 1. apríl 2008 17:47 Geir og Ingibjörg Sólrún með einkaþotu á NATO-fund Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna. 1. apríl 2008 13:07 Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu „Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu“ skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær. 2. apríl 2008 10:42 Segir för oddvitanna forkastanlega „Mér finnst þetta forkastanlegt!“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, inntur álits á ferðalagi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu en för þeirra hófst í morgun. 2. apríl 2008 10:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir engar athugasemdir við að ráðherrar ferðist með einkaþotu á NATO-fund og segir tíma ráðherra illa varið að bíða löngum stundum í flugstöðvum. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir það að sínu mati skjóta skökku við að ráðherrar velji þennan kost þegar þeir hafi boðað aðhald í samfélaginu. Eins og fram hefur komið á Vísi fóru þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði á einkaþotu á leiðtogafund NATO sem hefst í Búkarest í Rúmeníu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis er kostnaðaraukinn við það að velja einkaþotu í stað almenns flugs um sex milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir að hann hafi hlustað á forsætisráðherra útskýra í gær að kostnaðurinn væri svipaður, sama hvor leiðin væri farin. Gylfi segist ekki vita hvernig kostnaðurinn sé reiknaður en skilaboðin séu skrýtin í ljósi efnahagsaðstæðna. „Auðvitað er tími ráðherra dýrmætur en skilboðin skjóta skökku við þegar búið er gefa það út að fólk þurfi að sýna aðhald. Þegar þær aðstæður eru upp í þjóðarbúskapnum að staða þjóðarbúsins er grafalvarleg, eins og nú, verða stjórnmálamenn að sýna eitthvað í verki. Orðræðan verður innantóm þegar því fylgja ekki athafnir," segir Gylfi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gerir engar athugasemdir við ákvörðun ráðherranna. „Við treystum því að þau séu að gæta hagkvæmni bæði við noktun á eigin tíma og á fjármunum hins opinbera. Mér finnst að tíma ráðherra sé mjög illa varið í að þau séu að bíða löngum stundum í flugstöðvum," segir Vilhjálmur.
Tengdar fréttir Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær. 2. apríl 2008 10:59 Einkaþota ráðherra kostar sex milljónum meira en áætlunarflug Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. 1. apríl 2008 17:47 Geir og Ingibjörg Sólrún með einkaþotu á NATO-fund Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna. 1. apríl 2008 13:07 Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu „Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu“ skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær. 2. apríl 2008 10:42 Segir för oddvitanna forkastanlega „Mér finnst þetta forkastanlegt!“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, inntur álits á ferðalagi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu en för þeirra hófst í morgun. 2. apríl 2008 10:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Einkaþotuflugið óvistvænt bruðl Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það óverjandi að ferðast með einkaþotu á NATO-fundinn eins og þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde ákváðu að gera og Vísir greindi frá í gær. 2. apríl 2008 10:59
Einkaþota ráðherra kostar sex milljónum meira en áætlunarflug Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. 1. apríl 2008 17:47
Geir og Ingibjörg Sólrún með einkaþotu á NATO-fund Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna. 1. apríl 2008 13:07
Ríkisstjórnin gerir ekkert nema panta sér einkaþotu „Forsætisráðherra hélt blaðamannafund og lýsti þar yfir að ekki væri ástæða til þess að gera nokkuð og pantaði sér einkaþotu til þess að skjótast niður til Evrópu“ skrifar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins á heimasíðu sína í gær. 2. apríl 2008 10:42
Segir för oddvitanna forkastanlega „Mér finnst þetta forkastanlegt!“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, inntur álits á ferðalagi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu en för þeirra hófst í morgun. 2. apríl 2008 10:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“