Fleiri fréttir

Nokkur loðnuskip fengu risaköst

Loðnuveiðar hofust af fullum krafti um leið og veiðibanninu var aflétt í gær. Nokkur skip fengu risaköst, eða vel á annað þúsund tonn í kasti, og eru farin heim til löndunar.

Hafa áhyggjur af öryggi hinsegin fólks í Belgrad

Full ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af öryggi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgenderfólks sem hyggjast fara til Belgrad í Serbíu þegar Eurovision verður haldið þar í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gay Pride á Íslandi.

Fagna nýjum jafnréttislögum

Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fagnar því að nýtt jafnréttisfrumvarp er nú orðið að lögum. Sérstaklega ber að fagna nýjum ákvæðum í lögunum um rétt einstaklinga til að segja þriðja aðila frá launum sínum, auknu umboði og eftirlitsheimildum Jafnréttisstofu og því að úrskurður kærunefndar jafnréttismála er nú bindandi fyrir málsaðila.

Stúlkan fundin

Harpa Rut Þórlaugsdóttir, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundin.

Nýtt háskólasjúkrahús skal vera við Hringbraut

Besta staðsetningin fyrir nýtt háskólasjúkrahús er við Hringbraut að mati nefndar sem hefur síðan í nóvember endurmetið og farið yfir allar forsendur fyrir byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Nefndin kynnti fjölmiðlum þessa niðurstöðu sína í dag og kemst hún að sömu niðurstöðu og nefnd sem áður hafði verið skipuð vegna málsins en var leyst upp af heilbrigðisráðherra síðasta haust. Stefnt er að forvali hönnunarsamkeppni á næstu vikum vegna nýja spítalans.

Vilja heilsuhótel á Vestfirði

Á Vestfjörðum gæti hugsanlega risið ákjósanlegt heilsuhæli sem hægt væri að kynna á erlendum vettvangi. Þetta var á meðal þeirra hugmynda sem ræddar voru á Vetrarþingi Framtíðarlandsins, sem haldin var fyrir jól. Tilgangur þingsins var að ræða möguleg atvinnutækifæri á Vestfjörðum og framtíðarhorfur þar. Rit með samantekt af þinginu kom út í vikunni.

Einar: Sæll og glaður yfir tíðindum dagsins

„Ég er sæll og glaður yfir því að það skyldi takast að finna loðnu í nægilega miklu magni til að hægt væri að hefja veiðar að ný," sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

Yfirlögregluþjónn áminntur

Sýslumaðurinn í Skagafirði hefur veitt yfirlögregluþjóni þar formlega áminningu í sex liðum, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirlögregluþjónninn unir ekki áminningunni og hyggst höfða ógildingarmál. Lögmaður mannsins hefur farið fram á að áminningin verði dregin til baka en sýslumaður hyggst ekki verða við þeirri beiðni.

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Suðurnesjum þurfti að beita klippum til að ná tveimur mönnum úr bílunum. Reykjanesbrautin var lokuð um stund en búið er að hleypa umferð á að nýju.

Sundlaugarperrinn reyndi að flýja land

Maðurinn sem handtekinn var á sunnudaginn í Sundmiðstöð Keflavíkur var úrskurðaður í 6 vikna farbann nú síðdegis. Undanfarna daga hafa borist sex kærur vegna mannsins sem er útlendingur. Hann reyndi að komast úr landi eldsnemma í morgun.

Íslendingar heiðursgestir á Bókamessunni í Frankfurt

Stjórn bókakaupstefnunnar í Frankfurt (Frankfurter Buchmesse) hefur ákveðið að bjóða Íslandi að verða heiðursgestur á sýningunni sem haldin verður haustið 2011. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í byrjun september í fyrra að sækjast eftir því að Ísland hlyti þennan sess.

Gaukur áfrýjar til Hæstaréttar

Gaukur Úlfarsson, sem í gær var fundinn sekur um meiðyrði í héraðsdómi hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Gauks við fréttastofu Stöðvar 2. Gauki var gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni 800 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað vegna ummæla sem hann lét falla um Ómar á bloggsíðu sinni. Þar kallaði Gaukur Ómar meðal annars „Aðal rasista bloggheima."

Vill ræða Breiðavíkurskýrslu í borgarráði

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að Breiðavíkurskýrslan svokallaða verði tekin til umfjöllunar á fundi borgarráðs á morgun.

Krabbameinsfélagið fær 42 milljónir frá SPRON sjóðnum

SPRON-sjóðurinn ses. hefur veitt Krabbameinsfélagi Íslands 42 milljóna króna styrk til kaupa á úrlestrarstöðvum sem röntgenlæknar nota til að lesa úr stafrænum brjóstamyndum. Jóna Ann Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SPRON-sjóðsins ses., afhenti Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands, styrktarféð við athöfn í dag.

Hakakrossinn tók á móti ferðalöngum í Leifsstöð

Það voru þreyttir ferðalangar sem komu með flugi Iceland Express frá Kaupmannahöfn um miðnætti í gærkvöldi. Lítilsháttar seinkun hafði verið á fluginu en farþegarnir ráku upp stór augu við lendinguna í Keflavík. Hakakrossinn tók á móti hópnum.

Vilja skoða það að endurvekja Þjóðhagsstofnun

Tveir þingmenn Samfylkingarinnar vilja skoða það að Þjóðhagsstofnun verði endurvakin sem rannsóknarstofnun í efnahagsmálum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Þeir eru ósammála tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins um að hverfa frá verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.

Auglýst eftir vitnum að líkamsárás

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað laugardaginn 4. september 2004 um miðjan dag á Eyjafjarðarbraut eystri skammt frá Akureyri.

Kristján Möller gaf sig fram í morgun

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi auglýsti eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni, Hvar ertu Kristján? Ráðherrann brást skjótt við og mætti í vínarbrauð rétt fyrir níu í morgun.

Framleiða álvír í Reyðarfirði

Framleiðsla er hafin á álvírum í steypuskála Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði en þá á að nota í hásprennustrengi líka þeim sem flytja raforku frá Kárahnjúkavirkjun að álverinu.

Á sjúkrahús með kalsár á fæti

Björgunarsveitarmenn úr Mývatnssveit og Reykjadal sóttu í nótt tvo pólska skíðagöngumenn sem höfðust við í skála í Kistufelli norðan Vatnajökuls.

Býst við bylgju netþjónabúa

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er sannfærður um að bylgja netþjónabúa eða gagnavera komi í kjölfarið á því sem var innsiglað í Reykjavík í gær.

Kynnti Moon framboð Íslands til Öryggisráðsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, átti í gærkvöldi fund með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Jafnfréttismál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna voru efst á baugi.

Nissan Navara innkallaður

Bílaumboðið Ingvar Helgason ehf. hefur nú fyrir hönd Nissan í Evrópu hafið þjónustuinnköllun á pallbílum af gerðinni Nissan Navara. Bílarnir eru kallaðir inn til þess að endurstilla megi ræsibúnaðinn sem stjórnar því hvernig loftpúðar bílsins springa út við árekstur framan á hann. Endurstillingunni er ætlað að tryggja hraðari ræsingu loftpúðanna.

Vill endurskoða vopnalög

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að endurskoðun vopnalaga og þeirra reglugerða og reglna sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Tíu ár eru liðin frá setningu gildandi vopnalaga.

Sjö hundruð stúdentar við HÍ bíða eftir íbúð

Stúdentaráð Háskóla Íslands bendir á að 700 stúdentar bíði nú eftir íbúð og fagnar því að nýkynntar hugmyndir um skipulag í Vatnsmýrinni taki mið af áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands og aðstöðu stúdenta.

Sextíu prósentum ungmenna boðin fíkniefni

Um sextíu prósentum ungmenna á aldrinum 18-20 ára, sem tóku þátt í könnun á vegum Ríkislögreglustjóra, hefur verið boðin fíkniefni. Það er álíka hátt hlutfall og árið 2004 þegar sams konar könnun var gerð.

Iceland Express ekki með lóð heldur aðstöðu

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða segir að um villandi fréttaflutning hafi verið að ræða þegar greint var frá því í gær að IcelandExpress hefði fengið úthlutað lóð í Vatnsmýrinni fyrir starfssemi sína. Þeir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúar voru gestir í þættinum „Í bítið" í morgun. Þar komu þeir af fjöllum og staðhæfðu að þetta hafi aldrei komið inn á þeirra borð.

Bílvelta á Álftanesvegi

Bílvelta varð á Álftanesvegi nú fyrir níu. Ökumaðurinn er sagður hafa orðið fyrir einhverjum meiðslum en að sögn lögreglu eru þau ekki talin alvarleg. Óvíst er um tildrög slyssins en bíllinn var dreginn á brott með dráttarbíl.

Slagsmál meðal hælisleitenda í Reykjanesbæ

Slagsmál brutust út milli tveggja manna í vistarverum hælisleitenda, á gistiheimili í Reykjanesbæ í gærkvöldi, sem enduðu með því að annar mannanna nef- og kinnbeinsbrotnaði.

Lánum fækkar eftir því sem kjör versna

Íbúðalánum sem veitt eru hjá bönkum hefur fækkað mikið að undanförnu. Lán hjá Íbúðalánasjoði eru nú margfalt fleiri en hjá bönkunum. Augljóslega doði yfir markaðnum, segir Jón Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Húsakaupa.

Mæling náðist á vestari loðnugönguna

Fiskifræðingum um borð í Árna Friðrikssyni tókst í gærkvöldi að mæla vestari loðnugönguna, sem nú er úti af Skógarsandi, austan við Vestmannaeyjar.

Sjá næstu 50 fréttir