Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Suðurnesjum þurfti að beita klippum til að ná tveimur úr bílunum. Þau sluppu þó vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. Reykjanesbrautin var lokuð um stund en búið er að hleypa umferð á að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×