Fleiri fréttir Flutt með þyrlu fyrir dómara Kona sem var handtekinn í Vestmannaeyjum, grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni þar á miðvikudaginn, var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Selfoss í gær, til að færa hana fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands. 26.10.2007 08:06 Gríðarlegar rigningar í gærkvöldi Vatn flæddi yfir þjóðveginn í Fáskrúðsfirði og í Álftafirði á Suðuausturlandi í gærkvöldi vegna gríðarlegrar rigningar. Þá höfðu dælur ekki undan í kjallara einnar byggingar á svæði Fjarðaáls og varð að kalla til slökkvilið með auka dælur. Engar skemmdir urðu í húsinu. 26.10.2007 08:02 Innbrotsþjófur handtekinn á Skólavörðustíg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók innbrotsþjóf undir morgun, þar sem hann var að brjótast inn í verslun við Skólavörðustíg. 26.10.2007 07:04 Þrettán tonna bátur sökk í Sandgerðishöfn Þrettán tonna eikarbátur, Hafrós KE 2, sökk í smábátahöfninni í Sandgerði um klukkan hálftólf í morgun. Björgunarsveit Sandgerðis tókst að koma bátnum á flot og var hann dreginn að Norðurbryggju þar sem hann liggur við flotbelgi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki er vitað orsök óhappsins en málið er í rannsókn. 25.10.2007 19:47 Þorgerður Katrín tjáir sig ekki um laun útvarpsstjóra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. 25.10.2007 18:59 Mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum framundan Áform borgaryfirvalda um að taka skógræktarsvæði á Hólmsheiði undir iðnaðarsvæði fela í sér mestu skógareyðingu af mannavöldum á Íslandi í meira en öld að mati Skógræktarfélags Reykjavíkur. 25.10.2007 18:45 Háskóla Íslands skipt upp í fimm fræðasvið Háskóla Íslands verður skipt upp í fimm fræðasvið og vald fært frá rektor og yfirstjórn skólans til forseta fræðasviðanna, samkvæmt skipulagstillögum sem háskólaráð hefur samþykkt. 25.10.2007 18:37 Sterk króna skaðar meira en niðurskurður þorskkvótans Sterk staða krónunnar skaðar sjávarútveginn jafnvel meira en niðurskurður þorskkvótans, að mati sjávarútvegsráðherra. Formaður útvegsmanna segir biðlund þeirra gagnvart Seðlabankanum á þrotum. Þessu var haldið fram á aðalfundi Landssamband útvegsmanna í dag. 25.10.2007 18:29 Ellisif Tinna Víðisdóttir leiðir endurskipulagningu á Ratsjárstofnun Utanríkisráðherra hefur falið Ellisif Tinnu Víðisdóttur að leiða yfirfærslu á verkefnum og endurskipulagningu á starfi Ratsjárstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 25.10.2007 18:07 Meira en 80 kindur drápust í bílveltu Sjötíu og níu kindur drápust þegar flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. 25.10.2007 17:35 Stærra skref en margir gera sér grein fyrir Séra Ólafur Jóhannsson, prestur í Grensáskirkju og formaður Prestafélags Íslands, segir niðurstöðu Kirkjuþings um að heimila prestum þjóðkirkjunnar að staðfesta samvist samkynhneigðra stærra skref en margir geri sér grein fyrir. Hann segir að reynslan verði að leiða það í ljós hvort einhverjir prestar muni ekki gefa saman samkynhneigða. 25.10.2007 17:15 Ásatrúarmenn kæra til Mannréttindadómstólsins Ásatrúarmenn ætla að kæra niðurstöðu Hæstarétts frá því í dag til Mannréttindardómstólsins í Strassborg að sögn Hilmars Arnar Hilmarssonar, allsherjargoða. Hann segir niðurstöðuna vera vonbrigði. 25.10.2007 17:08 Ríkisútvarpið braut ekki gegn friðhelgi einkalífsins Ríkisútvarpið var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu um brot á friðhelgi einkalífsins. Um er að ræða sjónvarpsþáttinn Sönn Íslensk sakamál sem sýndur var í sjónvarpinu í mars árið 2002 og byggði á atburðum Stóragerðismálsins svokallaða. 25.10.2007 16:58 Hæstiréttur hafnar kröfu Ásatrúarfélagsins um sóknargjöld Hæstiréttur staðfesti í dag dóms héraðsdóms í máli sem Ásatrúarfélagið höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna sóknargjalda. Ásatrúarfélagið taldi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar brotna þar sem þjóðkirkjan fengi meiri greiðslur úr ríkissjóði en önnur trúfélög. Í því fælist ólögmæt mismunun. 25.10.2007 16:51 Útvarpsstjóri fékk 78% meiri launahækkun en forstjóri Flugstoða Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. 25.10.2007 16:37 Hæstiréttur þyngir dóma í BMW-smyglmáli Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir þremur mönnum sem dæmdir voru fyrir að smygla um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið inn til landsins. Dómarnir voru allir þyngdir um eitt ár 25.10.2007 16:31 Kirkjulögum breytt á kjörtímabilinu Lögð verður fram lagabreyting á núverandi kjörtímabili í samræmi við samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra að sögn Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis. Hann segir þó ekki liggja fyrir hvenær málið kemur til kasta Alþingis. 25.10.2007 16:10 Konur í miklum meirihluta brautskráðra frá HÍ á laugardag Alls verða 400 manns brautskráðir frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíó á laugardaginn kemur. Þar af ljúka 111 meistaragráðu. Af meistaranemum eru tæplega 70 prósent konur, en af heildafjölda kandídata eru konur um 63 prósent en karla 37 prósent. 25.10.2007 16:07 Úithús fauk upp í fjall í Breiðdal Útihús á bænum Randversstöðum í Breiðdal á Austfjörðum skemmdist mikið í veðurofsa sem gengið hefur yfir Austurland í dag. 25.10.2007 15:46 Óljóst og loðið hjá kirkjunni Samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra er loðin og óljós að mati formanns Samtakanna 78. Hann sakar forystu þjóðkirkjunnar um að vilja viðhalda aðskilnaðarstefnu gagnvart samkynhneigðum. 25.10.2007 15:27 Bæjarráð styður uppbyggingu í fangelsismálum við Litla-Hraun Bæjarráð Árborgar styður eindregið áskorun starfsmanna Litla-Hrauns um að ráðist verði í enn meiri uppbyggingu þar í fangelsismálum en áætlanir gera ráð fyrir. 25.10.2007 15:16 Tiltrúin á Hafró minni en nokkru sinni fyrr Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ gerði Hafrannsóknarstofnun m.a. að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Segir hann að að tiltrú manna í sjávarútvegi á niðurstöður og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar er minni nú en nokkru sinni fyrr. Efasemdir eru um að ástand þorskstofnsins geti verið eins dapurt og nýjasta stofnmat stofnunarinnar segir til um. 25.10.2007 15:09 Tugir kinda drápust í veltu á Snæfellsnesi Flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Gísli Guðmundsson varðstjói lögreglunnar á Snæfellsnesi sagði að verið væri að reka féð í hús og greina skaðann. Einhverjir tugir kinda og lamba drápust í slysinu, en nákvæm tala fæst ekki fyrr en seinna í dag. 25.10.2007 15:03 Makrílaflinn margfaldast milli ára Makrílafli íslenskra skipa hefur tæplega nífaldast á milli ára. Alls hafa 28 íslensk skip og bátar veitt rúmlega 36.300 tonn af makríl á þessu ári. Þar af eru 15 skip með meira en 1000 tonna makrílafla hvert. Júpíter ÞH er aflahæsta skipið með 4381 tonn samkvæmt upplýsingum sem InterSeafood.com hefur fengið hjá Fiskistofu. 25.10.2007 14:45 Einar segir mikinn styrk krónunnar óviðunandi Einar K. Guðfinnsson sjávarráðherra ræddi m.a. um gengi krónunnar í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Kvað hann mikinn styrk krónunnar skapa óviðunandi ástand fyrir útflutningsgreinarnar. 25.10.2007 14:39 Ekið á gangandi vegfaranda við Suðurver Betu fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut til móts við Suðurver laust eftir hádegi í dag. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að það hefði verið lán í óláni að vegfarandinn lenti ekki framan á bílnum heldur rann hann með hlið bílsins. 25.10.2007 14:30 Veðramót fékk 11 tilnefningar, Astrópía eina Kvikmyndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 11 talsins. Foreldrar í leikstjórn Ragnars Bragasonar fær næstflestar tilnefningar eða sex talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Köld slóð fjórar tilnefningar. Það vekur athygli að Astrópía, sú mynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn skuli einungis fá eina tilnefningu, fyrir leikstjórn. 25.10.2007 14:01 Tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela spritti og lærissneiðum Ógæfumaður á sextugsaldri var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir ýmis konar þjófnað. 25.10.2007 13:55 Stjórnskipulagi HÍ breytt með samruna við KHÍ Umtalsverðar breytingar verða á stjórnskipulagi Háskóla Íslands um leið og Háskólinn sameinast Kennaraháskóla Íslands um mitt næsta ár. Þetta kom fram á fundi Kristínar Ingólfsdóttur rektors með starfsmönnum og nemendum Háskólans nú í hádeginu. 25.10.2007 13:48 Vildi óska þess að geta boðið bláan Opal Blár Opal á sér greinilega marga aðdáendur þó nokkur ár séu liðin frá því framleiðslu hans var hætt. Á Netsamfélaginu Facebook hefur nú verið stofnuð síða þar sem Nói og Síríus er hvatt til að hefja sölu á ný. Tæplega tvöþúsund manns, hvaðanæva að úr heiminum, hafa skráð sig á síðuna. Gunnar B. Sigurgeirsson, markaðsstjóri Nóa Síríus segir erfitt að segja til um hvort von sé á endurkomu sælgætisins en hann vonar það besta. 25.10.2007 13:34 30 milljónir söfnuðust eftir Kompásþátt Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. 25.10.2007 13:00 Geta ekki keppt við nýsjálenska bændur vegna ólíkra aðstæðna Þótt íslenskir bændur fái hæstu styrki í heima en nýsjálenskir bændur nær enga styrki munu þeir íslensku aldrei geta keppt við starfsbræður sína á Nýja-Sjálandi, að mati hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Íslenskir neytendur eygja þó von um verðlækkun á lambakjöti með afnámi útflutningsskyldu á næsta ári. 25.10.2007 12:57 Horfði á húsið sitt brenna „Þetta var mjög mikill eldur og ég held það sé allt ónýtt fyrir ofan mig,“ segir Aðalheiður I Sveinsdóttir Waage sem býr fyrir neðan íbúðina að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum þar sem eldur kom upp síðdegis í gær. 25.10.2007 12:30 Eyjamenn vilja stærri ferju og fleiri ferðir Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að minnisblað bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem lagðar eru fram kröfur varðandi nýja ferju, verði teknar til skoðunnar í stýrihópnum sem nú vinnur að málinu. Róbert, sem á sæti í stýrihópnum segir tillögur Vestmannaeyinga ganga heldur lengra en menn hafi hingað til gert ráð fyrir. 25.10.2007 12:21 Hrefnuveiðimenn hættir veiðum á þessu ári Hrefnuveiðibátarnir eru hættir veiðum á þessu ári þótt 23 dýr séu óveidd af kvótanum. 25.10.2007 12:15 Fleiri skjálftar í hádeginu Lítið lát virðist vera á jarðskjálftum á Suðurlandi en þrír skjálftar mældust þar nú rétt eftir klukkan tólf. Stærsti skjálftinn mældist 3 á Richter en tveir minni mældust 2.3 á Richter. Íbúi á Selfossi sem hafði samband við Vísi sagði að allt hefði leikið á reiðiskjálfi í íbúð sinni sem er á fjórðu hæð. 25.10.2007 12:13 Þjóðvegur rofnaði næstum því í Hvalfirði Minnstu munaði að þjóðvegurinn í Hvalfirði rofnaði í morgun vegna vatnavaxta og tjón hefur orðið í vatnsveðrinu Suðaustanlands að undanförnu. 25.10.2007 12:05 Pósthússtræti lokað hluta vegna framkvæmda við tónlistarhús Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað fyrir bílaumferð í einhvern tíma vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús. 25.10.2007 11:59 Fagnar niðurstöðu Kirkjuþings Kristín Þórunn Tómasdóttir, ein þeirra sem lögðu fram tillögu á Kirkjuþingi um að prestum Þjóðkirkjunnar verði heimilt að vígja staðfesta samvist samkynheigðra, fagnar niðurstöðu Kirkjuþings í dag. Þingið samþykkti tillögu biskups sama efnis en tillaga Kristínar og félaga var dregin til baka. 25.10.2007 11:46 Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund Óskar Bergsson, húsamsíðameistari og fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins fær rúmar 90 þúsund krónur fyrir hvern fund sem hann situr á vegum borgarinnar. 25.10.2007 11:44 Kona í haldi grunuð um íkveikju Kona á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni síðdegis í gær. 25.10.2007 11:32 Söguleg þáttaskil hjá kirkjunni Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði á Kirkjuþingi í morgun að söguleg þáttaskil hefðu orðið hjá kirkjunni með samþykkt tillögu um að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kirkjuþingsfulltrúar klöppuðu eftir að ljóst varð að tillaga biskups var samþykkt samhljóða. 25.10.2007 11:23 Átta jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli í nótt Átta jarðskjálftar mældust í nótt undir Ingólfsfjalli. Stærstu skjálftarnir mældust rúmlega tveir á Richter og voru þeir á um tveggja kílómetra dýpi. Skjálftarnir fundust vel á Selfossi en þeir riðu yfir á tímabilinu frá klukkan þrjú í nótt og til hálf tíu í morgun. Að sögn Veðurstofu eru skjálftahrinur algengar á þessu svæði. 25.10.2007 11:01 Tillaga biskups um staðfesta samvist samþykkt á Kirkjuþingi Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir stundu að lýsa yfir stuðningi við ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um að prestum yrði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra ef þeir kysu svo og ef Alþingi breytti lögum þar að lútandi. 25.10.2007 10:58 Haukur í Héraðsdómi á mánudag Umdeildur eigendafundur í REI, þar sem samruni fyrirtækisins við Geysi Green Energy var samþykktur, verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, kærði framkvæmd hans þar sem hann var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Ragnar H. Hall sækir málið fyrir hennar hönd. 25.10.2007 10:13 Sjá næstu 50 fréttir
Flutt með þyrlu fyrir dómara Kona sem var handtekinn í Vestmannaeyjum, grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni þar á miðvikudaginn, var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Selfoss í gær, til að færa hana fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands. 26.10.2007 08:06
Gríðarlegar rigningar í gærkvöldi Vatn flæddi yfir þjóðveginn í Fáskrúðsfirði og í Álftafirði á Suðuausturlandi í gærkvöldi vegna gríðarlegrar rigningar. Þá höfðu dælur ekki undan í kjallara einnar byggingar á svæði Fjarðaáls og varð að kalla til slökkvilið með auka dælur. Engar skemmdir urðu í húsinu. 26.10.2007 08:02
Innbrotsþjófur handtekinn á Skólavörðustíg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók innbrotsþjóf undir morgun, þar sem hann var að brjótast inn í verslun við Skólavörðustíg. 26.10.2007 07:04
Þrettán tonna bátur sökk í Sandgerðishöfn Þrettán tonna eikarbátur, Hafrós KE 2, sökk í smábátahöfninni í Sandgerði um klukkan hálftólf í morgun. Björgunarsveit Sandgerðis tókst að koma bátnum á flot og var hann dreginn að Norðurbryggju þar sem hann liggur við flotbelgi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki er vitað orsök óhappsins en málið er í rannsókn. 25.10.2007 19:47
Þorgerður Katrín tjáir sig ekki um laun útvarpsstjóra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. 25.10.2007 18:59
Mesta skógareyðing hérlendis af mannavöldum framundan Áform borgaryfirvalda um að taka skógræktarsvæði á Hólmsheiði undir iðnaðarsvæði fela í sér mestu skógareyðingu af mannavöldum á Íslandi í meira en öld að mati Skógræktarfélags Reykjavíkur. 25.10.2007 18:45
Háskóla Íslands skipt upp í fimm fræðasvið Háskóla Íslands verður skipt upp í fimm fræðasvið og vald fært frá rektor og yfirstjórn skólans til forseta fræðasviðanna, samkvæmt skipulagstillögum sem háskólaráð hefur samþykkt. 25.10.2007 18:37
Sterk króna skaðar meira en niðurskurður þorskkvótans Sterk staða krónunnar skaðar sjávarútveginn jafnvel meira en niðurskurður þorskkvótans, að mati sjávarútvegsráðherra. Formaður útvegsmanna segir biðlund þeirra gagnvart Seðlabankanum á þrotum. Þessu var haldið fram á aðalfundi Landssamband útvegsmanna í dag. 25.10.2007 18:29
Ellisif Tinna Víðisdóttir leiðir endurskipulagningu á Ratsjárstofnun Utanríkisráðherra hefur falið Ellisif Tinnu Víðisdóttur að leiða yfirfærslu á verkefnum og endurskipulagningu á starfi Ratsjárstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 25.10.2007 18:07
Meira en 80 kindur drápust í bílveltu Sjötíu og níu kindur drápust þegar flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. 25.10.2007 17:35
Stærra skref en margir gera sér grein fyrir Séra Ólafur Jóhannsson, prestur í Grensáskirkju og formaður Prestafélags Íslands, segir niðurstöðu Kirkjuþings um að heimila prestum þjóðkirkjunnar að staðfesta samvist samkynhneigðra stærra skref en margir geri sér grein fyrir. Hann segir að reynslan verði að leiða það í ljós hvort einhverjir prestar muni ekki gefa saman samkynhneigða. 25.10.2007 17:15
Ásatrúarmenn kæra til Mannréttindadómstólsins Ásatrúarmenn ætla að kæra niðurstöðu Hæstarétts frá því í dag til Mannréttindardómstólsins í Strassborg að sögn Hilmars Arnar Hilmarssonar, allsherjargoða. Hann segir niðurstöðuna vera vonbrigði. 25.10.2007 17:08
Ríkisútvarpið braut ekki gegn friðhelgi einkalífsins Ríkisútvarpið var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu um brot á friðhelgi einkalífsins. Um er að ræða sjónvarpsþáttinn Sönn Íslensk sakamál sem sýndur var í sjónvarpinu í mars árið 2002 og byggði á atburðum Stóragerðismálsins svokallaða. 25.10.2007 16:58
Hæstiréttur hafnar kröfu Ásatrúarfélagsins um sóknargjöld Hæstiréttur staðfesti í dag dóms héraðsdóms í máli sem Ásatrúarfélagið höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna sóknargjalda. Ásatrúarfélagið taldi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar brotna þar sem þjóðkirkjan fengi meiri greiðslur úr ríkissjóði en önnur trúfélög. Í því fælist ólögmæt mismunun. 25.10.2007 16:51
Útvarpsstjóri fékk 78% meiri launahækkun en forstjóri Flugstoða Á meðan laun Páls Magnússonar útvarpsstjóra hækkuðu um 87,5% þegar Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag hækkuðu laun Þorgeirs Pálssonar, forstjóra Flugstoða, um 9,75% þegar það sama var gert við Flugmálastjórn. Páll er með sex hundruð þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Þorgeir. 25.10.2007 16:37
Hæstiréttur þyngir dóma í BMW-smyglmáli Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir þremur mönnum sem dæmdir voru fyrir að smygla um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið inn til landsins. Dómarnir voru allir þyngdir um eitt ár 25.10.2007 16:31
Kirkjulögum breytt á kjörtímabilinu Lögð verður fram lagabreyting á núverandi kjörtímabili í samræmi við samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra að sögn Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis. Hann segir þó ekki liggja fyrir hvenær málið kemur til kasta Alþingis. 25.10.2007 16:10
Konur í miklum meirihluta brautskráðra frá HÍ á laugardag Alls verða 400 manns brautskráðir frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíó á laugardaginn kemur. Þar af ljúka 111 meistaragráðu. Af meistaranemum eru tæplega 70 prósent konur, en af heildafjölda kandídata eru konur um 63 prósent en karla 37 prósent. 25.10.2007 16:07
Úithús fauk upp í fjall í Breiðdal Útihús á bænum Randversstöðum í Breiðdal á Austfjörðum skemmdist mikið í veðurofsa sem gengið hefur yfir Austurland í dag. 25.10.2007 15:46
Óljóst og loðið hjá kirkjunni Samþykkt kirkjuþings í morgun um að leyfa prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra er loðin og óljós að mati formanns Samtakanna 78. Hann sakar forystu þjóðkirkjunnar um að vilja viðhalda aðskilnaðarstefnu gagnvart samkynhneigðum. 25.10.2007 15:27
Bæjarráð styður uppbyggingu í fangelsismálum við Litla-Hraun Bæjarráð Árborgar styður eindregið áskorun starfsmanna Litla-Hrauns um að ráðist verði í enn meiri uppbyggingu þar í fangelsismálum en áætlanir gera ráð fyrir. 25.10.2007 15:16
Tiltrúin á Hafró minni en nokkru sinni fyrr Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ gerði Hafrannsóknarstofnun m.a. að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Segir hann að að tiltrú manna í sjávarútvegi á niðurstöður og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar er minni nú en nokkru sinni fyrr. Efasemdir eru um að ástand þorskstofnsins geti verið eins dapurt og nýjasta stofnmat stofnunarinnar segir til um. 25.10.2007 15:09
Tugir kinda drápust í veltu á Snæfellsnesi Flutningabíll með um 230 kindum valt við afleggjarann að Arnarstöðum við Stykkishólm skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Gísli Guðmundsson varðstjói lögreglunnar á Snæfellsnesi sagði að verið væri að reka féð í hús og greina skaðann. Einhverjir tugir kinda og lamba drápust í slysinu, en nákvæm tala fæst ekki fyrr en seinna í dag. 25.10.2007 15:03
Makrílaflinn margfaldast milli ára Makrílafli íslenskra skipa hefur tæplega nífaldast á milli ára. Alls hafa 28 íslensk skip og bátar veitt rúmlega 36.300 tonn af makríl á þessu ári. Þar af eru 15 skip með meira en 1000 tonna makrílafla hvert. Júpíter ÞH er aflahæsta skipið með 4381 tonn samkvæmt upplýsingum sem InterSeafood.com hefur fengið hjá Fiskistofu. 25.10.2007 14:45
Einar segir mikinn styrk krónunnar óviðunandi Einar K. Guðfinnsson sjávarráðherra ræddi m.a. um gengi krónunnar í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Kvað hann mikinn styrk krónunnar skapa óviðunandi ástand fyrir útflutningsgreinarnar. 25.10.2007 14:39
Ekið á gangandi vegfaranda við Suðurver Betu fór en á horfðist þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Kringlumýrarbraut til móts við Suðurver laust eftir hádegi í dag. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að það hefði verið lán í óláni að vegfarandinn lenti ekki framan á bílnum heldur rann hann með hlið bílsins. 25.10.2007 14:30
Veðramót fékk 11 tilnefningar, Astrópía eina Kvikmyndin Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur fær langflestar tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár, eða 11 talsins. Foreldrar í leikstjórn Ragnars Bragasonar fær næstflestar tilnefningar eða sex talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Köld slóð fjórar tilnefningar. Það vekur athygli að Astrópía, sú mynd sem hefur fengið hvað mesta aðsókn skuli einungis fá eina tilnefningu, fyrir leikstjórn. 25.10.2007 14:01
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela spritti og lærissneiðum Ógæfumaður á sextugsaldri var í dag dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir ýmis konar þjófnað. 25.10.2007 13:55
Stjórnskipulagi HÍ breytt með samruna við KHÍ Umtalsverðar breytingar verða á stjórnskipulagi Háskóla Íslands um leið og Háskólinn sameinast Kennaraháskóla Íslands um mitt næsta ár. Þetta kom fram á fundi Kristínar Ingólfsdóttur rektors með starfsmönnum og nemendum Háskólans nú í hádeginu. 25.10.2007 13:48
Vildi óska þess að geta boðið bláan Opal Blár Opal á sér greinilega marga aðdáendur þó nokkur ár séu liðin frá því framleiðslu hans var hætt. Á Netsamfélaginu Facebook hefur nú verið stofnuð síða þar sem Nói og Síríus er hvatt til að hefja sölu á ný. Tæplega tvöþúsund manns, hvaðanæva að úr heiminum, hafa skráð sig á síðuna. Gunnar B. Sigurgeirsson, markaðsstjóri Nóa Síríus segir erfitt að segja til um hvort von sé á endurkomu sælgætisins en hann vonar það besta. 25.10.2007 13:34
30 milljónir söfnuðust eftir Kompásþátt Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. 25.10.2007 13:00
Geta ekki keppt við nýsjálenska bændur vegna ólíkra aðstæðna Þótt íslenskir bændur fái hæstu styrki í heima en nýsjálenskir bændur nær enga styrki munu þeir íslensku aldrei geta keppt við starfsbræður sína á Nýja-Sjálandi, að mati hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Íslenskir neytendur eygja þó von um verðlækkun á lambakjöti með afnámi útflutningsskyldu á næsta ári. 25.10.2007 12:57
Horfði á húsið sitt brenna „Þetta var mjög mikill eldur og ég held það sé allt ónýtt fyrir ofan mig,“ segir Aðalheiður I Sveinsdóttir Waage sem býr fyrir neðan íbúðina að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum þar sem eldur kom upp síðdegis í gær. 25.10.2007 12:30
Eyjamenn vilja stærri ferju og fleiri ferðir Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að minnisblað bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem lagðar eru fram kröfur varðandi nýja ferju, verði teknar til skoðunnar í stýrihópnum sem nú vinnur að málinu. Róbert, sem á sæti í stýrihópnum segir tillögur Vestmannaeyinga ganga heldur lengra en menn hafi hingað til gert ráð fyrir. 25.10.2007 12:21
Hrefnuveiðimenn hættir veiðum á þessu ári Hrefnuveiðibátarnir eru hættir veiðum á þessu ári þótt 23 dýr séu óveidd af kvótanum. 25.10.2007 12:15
Fleiri skjálftar í hádeginu Lítið lát virðist vera á jarðskjálftum á Suðurlandi en þrír skjálftar mældust þar nú rétt eftir klukkan tólf. Stærsti skjálftinn mældist 3 á Richter en tveir minni mældust 2.3 á Richter. Íbúi á Selfossi sem hafði samband við Vísi sagði að allt hefði leikið á reiðiskjálfi í íbúð sinni sem er á fjórðu hæð. 25.10.2007 12:13
Þjóðvegur rofnaði næstum því í Hvalfirði Minnstu munaði að þjóðvegurinn í Hvalfirði rofnaði í morgun vegna vatnavaxta og tjón hefur orðið í vatnsveðrinu Suðaustanlands að undanförnu. 25.10.2007 12:05
Pósthússtræti lokað hluta vegna framkvæmda við tónlistarhús Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað fyrir bílaumferð í einhvern tíma vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús. 25.10.2007 11:59
Fagnar niðurstöðu Kirkjuþings Kristín Þórunn Tómasdóttir, ein þeirra sem lögðu fram tillögu á Kirkjuþingi um að prestum Þjóðkirkjunnar verði heimilt að vígja staðfesta samvist samkynheigðra, fagnar niðurstöðu Kirkjuþings í dag. Þingið samþykkti tillögu biskups sama efnis en tillaga Kristínar og félaga var dregin til baka. 25.10.2007 11:46
Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund Óskar Bergsson, húsamsíðameistari og fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins fær rúmar 90 þúsund krónur fyrir hvern fund sem hann situr á vegum borgarinnar. 25.10.2007 11:44
Kona í haldi grunuð um íkveikju Kona á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni síðdegis í gær. 25.10.2007 11:32
Söguleg þáttaskil hjá kirkjunni Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði á Kirkjuþingi í morgun að söguleg þáttaskil hefðu orðið hjá kirkjunni með samþykkt tillögu um að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kirkjuþingsfulltrúar klöppuðu eftir að ljóst varð að tillaga biskups var samþykkt samhljóða. 25.10.2007 11:23
Átta jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli í nótt Átta jarðskjálftar mældust í nótt undir Ingólfsfjalli. Stærstu skjálftarnir mældust rúmlega tveir á Richter og voru þeir á um tveggja kílómetra dýpi. Skjálftarnir fundust vel á Selfossi en þeir riðu yfir á tímabilinu frá klukkan þrjú í nótt og til hálf tíu í morgun. Að sögn Veðurstofu eru skjálftahrinur algengar á þessu svæði. 25.10.2007 11:01
Tillaga biskups um staðfesta samvist samþykkt á Kirkjuþingi Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir stundu að lýsa yfir stuðningi við ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um að prestum yrði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra ef þeir kysu svo og ef Alþingi breytti lögum þar að lútandi. 25.10.2007 10:58
Haukur í Héraðsdómi á mánudag Umdeildur eigendafundur í REI, þar sem samruni fyrirtækisins við Geysi Green Energy var samþykktur, verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, kærði framkvæmd hans þar sem hann var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Ragnar H. Hall sækir málið fyrir hennar hönd. 25.10.2007 10:13