Fleiri fréttir

Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra.

Enginn eldur í Eldingunni 2

Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann.

Sjávarbyggðir sérstaklega styrktar

Ríkisstjórnin ætlar að styrkja sjávarbyggðir sérstaklega vegna yfirvofandi niðurskurðar í þorskveiðum á næsta ári. Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að verulega þurfi að draga úr veiðunum.

Áfram bitist um Hitaveitu Suðurnesja

Sveitarfélögin fóru of bratt í átt til einkavæðingar orkufyrirtækja áður en pólitísk heildarstefna hefur verið mörkuð á því sviði segir viðskitptaráðherra og starfandi iðnaðaráðherra. Fjármálráðherra furðar sig á kapphlaupinu um Hitaveitu Suðurnesja. Aðkoma Orkuveitu Reykajvíkur er á skjön við stefnumörkun sem síðasta ríkisstjórn setti í einkavæðingarmálum.

Þriggja ára bið

Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður.

36 á Grensás eftir umferðarslys

Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir.

6 km ljósmyndalabb

Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar.

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Hraðakstur veldur flestum banaslysum

Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti.

Hafnarfjarðarbær ætlar að nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti fjármálaráðuneytinu í dag þá ákvörðun bæjaryfirvalda að nýta forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Frestur til að tilkynna nýtingu forkaupsréttar rennur út klukkan fjögur í dag. Þrjú sveitarfélög ætla að nýta sér forkaupsrétt sinn.

Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar

Flugfélagið Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar í haust en flogið verður tvisvar í viku frá lokum septembermánaðar til byrjun nóvember. Beinar flugsamgöngur milli Keflavíkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000 þegar Icelandair hætti að fljúga þangað.

Árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Grensás

Árekstur varð á gatnamótum Miklubratar og Grensás fyrir stundu. Mikið hefur hægt á umferð út úr bænum í kjölfarið. Lögregla er á staðnum en ekki er vitað um slys á fólki.

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum

Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum þegar þau auglýstu að þjónustugjöld íslenskra banka væru þau lægstu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í áliti Neytendastofu en þar segir ennfremur að auglýsingarnar hafi verið ósanngjarnar gagnvart neytendum. Það voru Neytendasamtökin sem kvörtuðu undan auglýsingunum.

Fyrsta björgunarferð TF Gná

TF Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sína fyrstu björgunarferð í morgun er hún aðstoðaði mann um borð í brennandi lúxussnekkju á Viðeyjarsundi. Þyrlan kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hún er sömu tegundar og björgunarþyrlan Líf.

Hæstaréttardómari biður um lausn frá embætti

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram beiðni Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, um lausn frá embætti sökum aldurs. Það verður síðan forseti Íslands sem samþykkir beiðnina og í kjölfarið verður embættið auglýst laust til umsóknar.

Eldur um borð í lúxussnekkju á Viðeyjarsundi

Eldur kom upp í Eldingunni 2, 30 tonna lúxussnekkju, sem gerð er út frá Ægisgarði í Reykjavík nú rétt fyrir hádegi. Einn maður var um borð en verið var að lóðsa bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. Hann sakaði ekki.

Eldur kom upp í malbikunarstöð að Sævarhöfða

Eldur kom upp í malbikunarstöðinni Höfða að Sævarhöfða um klukkan tíu í morgun. Eldsupptök voru í blöndunarturni stöðvarinnar þar sem bikinu er blandað saman við mölina. Neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerðina og varð töluverður eldur.

Sjávarútvegsráðherra enn óákveðinn

Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan ellefu án þess að sjávarútvegsráðherra legði fram skiptingu kvótans fyrir næsta fiskveiðiár. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálf tíu, en hófst ekki fyrr en rúmlega tíu, að Samfylkingarráðherrarnir mættu. Þeir höfðu setið á fundi annarsstaðar síðan klukkan átta í morgun og meðal annars fengið sjávarútvegsráðherra á þann fund.

Ríkisstjórnarfundur hafinn

Ríkisstjórnarfundur er hafinn í stjórnarráðinu en fundinum seinkaði um rúman hálftíma vegna fundarhalda ráðherra Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við fjölmiðla þegar hún mætti á fundinn fyrir skemmstu að ráðherrarnir hefðu verið að ræða stöðuna í sjávarútvegi og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Samfylking boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund

Samfylkingin boðar að sér seinki á ríkisstjórnarfund sem átti að hefjast klukkan hálf tíu í morgun. Á fundinum á meðal annars að ræða tillögur sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár.

Sjávarútvegsráðherra fundaði með Samfylkingu

Búist er því að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynni í dag ákvörðun sína um veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Ráðherra fundaði með þingflokki Samfylkingarinnar í morgun en í gær fundaði hann með þingflokki sjálfstæðismanna.

Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar

Útgerðarmenn ættu að fara að tilmælum Hafrannsóknarstofnunar um verulega niðurskurð í þorskafla í stað þess að gera hvali að blóraböggli, að mati Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin segja ekkert benda til þess að auknar hvalveiðar hafi áhrif á ástand fiskstofna.

Lokanir vegna malbikunar

Stekkjarbakki verður lokaður í dag vegna malbikunar. Einnig verða gatnamótin Stekkjarbakki, Höfðabakki lokuð í tvo tíma í kringum hádegið.

Vísa fullyrðingum Ögmundar á bug

Samtök sveitafélaga á Suðurlandi vísar á bug fullyrðingum Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri-grænna, um að samskipti sveitarfélaga á Suðurlandi séu í uppnámi vegna sölu þeirra í Hitaveitu Suðurnesja.

Framsóknarmenn vilja skera þorskkvótann niður í 150 þúsund tonn.

Þingflokkur framsóknarmanna telur skynsamlegt að aflamark í þorski fyrir næsta fiskveiðiár verði 150 þúsund tonn og vísar til niðurstaðna Hafrannsóknarstofnunar því til stuðnings. Samhliða þessum niðurskurði, úr 193 þúsundum tonna verði gripið til aðgerða til að milda áhrifin á sjávarbyggðir og sjávarútveg.

Þúsaldarmarkmiðin í hættu

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala.

Taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar

Iceland Express ætlar að taka þátt í uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en félagið stefnir að því að hefja innanlandsflug á næsta ári. Samgönguráðherra fagnar samkeppninni.

Öryggi vega kortlagt

Íslendingar ættu að geta skipulagt ferðir sínar um landið út frá öryggi vega innan skamms. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa hafa gert úttekt á öryggi vega landsins og munu halda því áfram í sumar.

Reykjanesbær mun nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að Reykjanesbær hafi hug á að nýta sér forkaupsrétt á 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hann segist gjarnan vilja að Geysir Green Energy eignist ákveðinn hluta í fyrirtækinu en að hámarki um 30%

LÍÚ vill ekki ganga jafnlangt og Hafró í skerðingu þorskkvóta

Landsamband íslenskra útvegsmanna leggur til að veitt verði um 30 þúsund tonnum meira af þorski en Hafrannsóknarstofnun leggur til, byggðakvóti og línumismunun verði lögð niður ásamt veiðigjaldi og hvalveiðar stórauknar. Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni um verulega skerðingu á þorskkvóta á morgun.

Launabaráttu lauk með slagsmálum

Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum.

Stökk út úr gaffallyftara á ferð

Maður slasaðist í vinnu við Skarðsmýrarfjall. Slysið varð með þeim hætti að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Er hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaður lyftarans sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað.

Mesti hitinn

Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust er 30,5 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 24,3 stiga hiti 9. júlí 1976.

Staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands

Þingmenn Vinstri-grænna telja nauðsynlegt að ríkisstjórnin taki ákvörðun um að staðið verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að veitt verði svigrúm til þess að ljúka rammááætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma áður en nokkrar heimildir verði veittar til frekari uppbyggingar orkufreks iðnaðar.

Braut lög um meðhöndlun úrgangs

Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands í dag fundinn sekur fyrir brot á lögum um náttúruvernd, hollustuhætti, mengunarvarnir og meðhöndlun úrgangs. Maðurinn, sem er starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í holræsahreinsun, var í tvígang staðinn að því að sturta úrgangi úr rotþróm í hraungjótu skammt frá Svalþúfu í Snæfellsbæ.

Hiti yfir 20 stig í Grafarvogi

Einmunablíða er um mest land og er nú 21 stigs hiti á Þingvöllum. Veðurblíðan, sem hefur verið lýst af innilokuðum skrifstofustarfsmönnum sem ,,óþolandi", mun að líkindum halda eitthvað áfram.

Ríkislögreglustjóri segir ekki þörf á hertum öryggiaðgerðum hérlendis

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi þar sem bílsprengjur fundust í bifreiðum í London og atburðum á Glasgow flugvelli. Í tilkynningu frá embættinu segir, að áfram sé fylgst með málinu og farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. Á þessu stigi er ekki talin sérstök ástæða til slíks.

Sala á Hitaveitu Suðurnesja beinist ekki gegn Geysi Green Energy

Ákvörðun Hafnafjarðarbæjar um að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur beinist ekki gegn Geysi Green Energy efh. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarráði Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu Grindavíkurkaupstaðar vegna sölunnar kemur fram að nú sé búið að eyða mikilli óvissu um hag minni hluthafa í hitaveitunni en að mati bæjarstjórnar var hætta á að þeir yrðu fyrir borð bornir eftir að ríkið seldi sinn hlut.

Orkuveita Reykjavíkur kaupir í Hitaveitu Suðurnesja

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag samninga við Grindavíkurkaupstað og Hafnarfjarðabæ um kaup á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja hf. Samkvæmt samningunum nýta bæði sveitarfélögin forkaupsrétt sinn á 15 prósent hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og selja síðan Orkuveitunni þá hluti.

Vilja hærra aflamark og niðurfellingu byggðakvóta

Nauðsynlegt er að aflamark í þorski verði 25 til 30 þúsund tonnum meira á næsta fiskveiðiári en tillögur Hafrannsóknarstofnunar gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Sambandið vill ennfremur að línumismunun og byggðakvóti verði felldur niður.

Sjá næstu 50 fréttir