Fleiri fréttir Lögreglan sektar málglaða ökumenn Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið. 2.7.2007 11:40 Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra. 2.7.2007 11:07 Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það. 2.7.2007 11:05 Fallegasti haninn og fegursta hænan Árleg sýning landnámshænsnaklúbbsins var haldin laugardaginn 30. júní í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þar voru sýnd á sjötta tug fullorðinna hænsna. Einnig var á sýningunni hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum. Góð aðsókn var á sýninguna og fengu gestir að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar. 2.7.2007 10:30 Beðnir um að sýna varúð við akstur Viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu stendur nú yfir og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 2.7.2007 10:05 Verðmæti framleiðsluvara eykst Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara jókst um tæpan 61 milljarð króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst. 2.7.2007 09:09 Nýr golfvöllur tekinn í notkun Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi. 2.7.2007 08:12 Vinstri-grænir vilja að ríkið tryggi sér aftur hlut í Hitaveitu Suðurnesja Vinstri grænir í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórninni að hafa hrundið af stað einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og vilja að ríkið endurheimti sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggi með öðrum hætti að aðilar sem hyggist tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stóriðjufyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun. 1.7.2007 19:53 Af og frá að sex til tíu ára börnum stafi hætta af mótorhjólum Formaður landsambands snjósleða- og mótorhjólamanna á Íslandi segir það af og frá að sex til tíu ára börn séu í hættu við að keyra mótorhjól, líkt og umferðarstofa og forráðamenn forvarnarhúss hafa haldið fram. 1.7.2007 19:44 Hátt í tvö þúsund manns á Bíldudals grænum Aldrei fyrr hafa jafn margir verið samankomnir á Bíldudal eins og nú um helgina en hátt í tvö þúsund manns sóttu hátíðina Bíldudals grænar í steikjandi sól og blíðu. 1.7.2007 19:32 Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún áttu leynifundi rétt fyrir kosningar Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hittust tvívegis á leynifundum skömmu fyrir þingkosningarnar í maí til að leggja á ráðin um stjórnarsamstarf. Þetta uppplýsir Steingrímur í viðtali við Fréttablaðið í dag. 1.7.2007 19:30 Ördeyða í laxveiðiám Byrjun laxveiðisumarsins þykir einhver sú daprasta í áratugi. Laxveiðin í Norðurá er til dæmis aðeins þriðjungur þess sem eðlilegt þykir og lætur nærri að einn lax sé að koma þar á land á dag á hverjar fjórar stangir. 1.7.2007 19:26 Þurrviðrið kallar á að fólk vökvi garðana sína Þurrviðrið undanfarnar vikur kallar á að fólk vökvi garðana sína oftar en venjulega, segir garðyrkjufræðingur. Garðeigendur í borginni segjast sjaldan hafa þurft að vökva eins mikið og núna. 1.7.2007 18:52 Nýir erfðaþættir fundnir sem auka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og gáttatifi Íslensk erfðagreining hefur uppgötvað erfðaþætti sem auka líkur á að fólk fái blöðruhálskirtilskrabbamein og draga á sama tíma úr líkum á áunninni sykursýki. Þá hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu einnig fundið erfðaþætti sem valda gáttatifi, algengustu orsök hjartsláttaróreglu. 1.7.2007 18:47 Þyrlan fylgist með þungri umferð Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina. 1.7.2007 18:43 Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum. 1.7.2007 18:40 Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. 1.7.2007 18:25 Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega. 1.7.2007 15:28 Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins. 1.7.2007 15:06 Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær. 1.7.2007 13:55 Miklar hækkanir hjá Já Gjald fyrir aukaskráningar í símaskránni hafa hækkað um hundrað prósent að meðaltali frá því á síðasta ári. Kvörtun hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun vegna þessa 1.7.2007 13:48 Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. 1.7.2007 13:42 Segir fyrrum starfsmenn Varnarliðsins verr launaða nú Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. 1.7.2007 13:37 Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum. 1.7.2007 13:34 Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. 1.7.2007 13:29 Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08 Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan sektar málglaða ökumenn Lögreglan á Akranesi stöðvaði alls fimm ökumenn í síðustu viku fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Eiga hinir málglöðu ökumenn von á fimm þúsund króna sekt fyrir athæfið. 2.7.2007 11:40
Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra. 2.7.2007 11:07
Geir Ólafsson vísar bréfafölsun á bug Geir Ólafsson segir í samtali við Vísi.is að það sé rangt að hann hafi falsað bréf frá forsætisráðherra Geir H. Haarde líkt og fram kemur á forsíðu DV í dag. Bréfið átti samkvæmt DV að vera til þess fallið að lokka Nancy Sinatra til landsins. Aðspurður segist Geir kannast við bréfið en að það hafi verið án undirskriftar forsætisráðherrans og því hafi hann ekki sent það. 2.7.2007 11:05
Fallegasti haninn og fegursta hænan Árleg sýning landnámshænsnaklúbbsins var haldin laugardaginn 30. júní í Húsdýragarðinum í Laugardal. Þar voru sýnd á sjötta tug fullorðinna hænsna. Einnig var á sýningunni hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum. Góð aðsókn var á sýninguna og fengu gestir að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar. 2.7.2007 10:30
Beðnir um að sýna varúð við akstur Viðgerð á vegaköntum í Langadal í Húnavatnssýslu stendur nú yfir og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 2.7.2007 10:05
Verðmæti framleiðsluvara eykst Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara jókst um tæpan 61 milljarð króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst. 2.7.2007 09:09
Nýr golfvöllur tekinn í notkun Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi. 2.7.2007 08:12
Vinstri-grænir vilja að ríkið tryggi sér aftur hlut í Hitaveitu Suðurnesja Vinstri grænir í Hafnarfirði lýsa fullri ábyrgð á ríkisstjórninni að hafa hrundið af stað einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og vilja að ríkið endurheimti sinn hlut í fyrirtækinu eða tryggi með öðrum hætti að aðilar sem hyggist tryggja sér orkuréttindi til þess að geta nýtt þau í þágu eigin fyrirtækja eða tengdra fyrirtækja, til dæmis með því að selja orkuna til mengandi stóriðjufyrirtækja, að því er fram kemur í ályktun. 1.7.2007 19:53
Af og frá að sex til tíu ára börnum stafi hætta af mótorhjólum Formaður landsambands snjósleða- og mótorhjólamanna á Íslandi segir það af og frá að sex til tíu ára börn séu í hættu við að keyra mótorhjól, líkt og umferðarstofa og forráðamenn forvarnarhúss hafa haldið fram. 1.7.2007 19:44
Hátt í tvö þúsund manns á Bíldudals grænum Aldrei fyrr hafa jafn margir verið samankomnir á Bíldudal eins og nú um helgina en hátt í tvö þúsund manns sóttu hátíðina Bíldudals grænar í steikjandi sól og blíðu. 1.7.2007 19:32
Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún áttu leynifundi rétt fyrir kosningar Steingrímur J. Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hittust tvívegis á leynifundum skömmu fyrir þingkosningarnar í maí til að leggja á ráðin um stjórnarsamstarf. Þetta uppplýsir Steingrímur í viðtali við Fréttablaðið í dag. 1.7.2007 19:30
Ördeyða í laxveiðiám Byrjun laxveiðisumarsins þykir einhver sú daprasta í áratugi. Laxveiðin í Norðurá er til dæmis aðeins þriðjungur þess sem eðlilegt þykir og lætur nærri að einn lax sé að koma þar á land á dag á hverjar fjórar stangir. 1.7.2007 19:26
Þurrviðrið kallar á að fólk vökvi garðana sína Þurrviðrið undanfarnar vikur kallar á að fólk vökvi garðana sína oftar en venjulega, segir garðyrkjufræðingur. Garðeigendur í borginni segjast sjaldan hafa þurft að vökva eins mikið og núna. 1.7.2007 18:52
Nýir erfðaþættir fundnir sem auka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og gáttatifi Íslensk erfðagreining hefur uppgötvað erfðaþætti sem auka líkur á að fólk fái blöðruhálskirtilskrabbamein og draga á sama tíma úr líkum á áunninni sykursýki. Þá hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu einnig fundið erfðaþætti sem valda gáttatifi, algengustu orsök hjartsláttaróreglu. 1.7.2007 18:47
Þyrlan fylgist með þungri umferð Um helgina hefur lögreglan lagt þunga á að fylgjast með hraðakstri og til þess notaði hún þyrlu Landhelgisgæslunnar. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi segir að þyrlan hafi skilað mjög góðum árangri og hafi verið notuð víða um land um helgina. 1.7.2007 18:43
Á annað hundrað mótmæltu virkjun við Urriðafoss Á annað hundrað manns komu saman við Urriðafoss í dag til að berjast gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. Það var mikill baráttuandi í fundarmönnum. 1.7.2007 18:40
Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. 1.7.2007 18:25
Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði Flugi Icelandair frá Glasgow seinkaði um hátt í eina og hálfa klukkustund í dag, en aðeins hluti flugvallarins hefur verið opnaður eftir hryðjuverkatilræðið í gær. Farþegar Icelandair hafa skiptar skoðanir á þeirri þjónustu sem veitt hefur verið undanfarnar klukkustundir. Skoskur farþegi sagði að þjónustan á flugvellinum hefði verið í góðu lagi en íslensk hjón voru óánægð með upplýsingagjöf til farþega. 1.7.2007 15:28
Afstöðu hreppsnefndar Flóahrepps fagnað Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna samþykkt hreppsnefndar Flóahrepps frá 13. júní 2007, um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins. 1.7.2007 15:06
Fyrrverandi starfsmenn varnarliðsins fá illa launuð störf Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær. 1.7.2007 13:55
Miklar hækkanir hjá Já Gjald fyrir aukaskráningar í símaskránni hafa hækkað um hundrað prósent að meðaltali frá því á síðasta ári. Kvörtun hefur borist Póst- og fjarskiptastofnun vegna þessa 1.7.2007 13:48
Sveitarfélög vel sett eftir sölu á Hitaveitu Suðurnesja Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbindingar að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. 1.7.2007 13:42
Segir fyrrum starfsmenn Varnarliðsins verr launaða nú Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins í Keflavík vera í verr launuðum eða einungis tímabundnum störfum eftir að varnarliðið fór. Hann segir marga þeirra hafa litla menntun sem séu í atvinnuvandræðum og bíði eftir að önnur atvinnutækifæri skapist. 1.7.2007 13:37
Varmársamtökin með skemmtun í Álafosskvos Varmársamtökin í Mosfellsbæ efna til skemmtunar í Álafosskvosinni klukkan fjögur í dag með það að markmiði að hvetja til samstöðu í baráttunni um að framkvæmdir við Varmá í Mosfellsbæ verði settar í mat á umhverfisáhrifum. 1.7.2007 13:34
Mótmæli gegn Urriðafossvirkjun Baráttufundur til verndar Þjórsá verður við Urriðafoss í dag. Að fundinum standa náttúruunnendur og áhugafólk um verndun fossins en markmiðið er að styðja baráttu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps veiti leyfi til að virkja á svæðinu. 1.7.2007 13:29
Fjölmenni á Höfn í Hornafirði Nokkur ölvun var á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði í nótt en þar eru nú á annað þúsund gestir. Nokkuð hefur verið um pústra og ólæti á tjaldsvæðinu í bænum og hefur ein líkamsárás verið kærð til lögreglu. Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á svæðinu um helgina í umdæmi lögreglunnar á Höfn. 1.7.2007 11:08
Sviptur ökuréttindum eftir hraðakstur Ökumaður á bifhjóli reyndi að stinga lögregluna á Suðurnesjum af í nótt en hann var mældur á 133 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Lögreglan náði að stöðva ökumanninn og fór hann fótgangandi heim til sín. 1.7.2007 10:14
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent