Innlent

Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu

Ingibjörg S. Gísladóttir utanríkisráðherra, Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu, og Sigríður D. Kristmundsdóttir sendiherra.
Ingibjörg S. Gísladóttir utanríkisráðherra, Ellen Johnson-Sirleaf, forseti Líberíu, og Sigríður D. Kristmundsdóttir sendiherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra. Boðað var til fundarins eftir ráðherra ræddi við George Wallace, utanríkisráðherra Líberíu, daginn áður.

„Johnson bauð Ingibjörgu Sólrúnu til ráðstefnu um málefni kvenna í Afríku sem haldin verður í hennar nafni vorið 2009. Alþjóðasamfélagið bindur miklar vonir við stjórn Johnson-Sirleaf, sem hefur einbeitt sér að útrýma spillingu og þjóðflokkaerjum í landinu.

 



Johnson-Sirleaf var kosin forseti Líberíu í kosningum 2005 og tók við embætti í upphafi síðasta árs. Forsetinn er bæði þjóðhöfðingi og fer fyrir ríkisstjórninni. Johnson-Sirleaf er fyrsta konan í Afríku sem er lýðræðislega kjörin til að gegna embætti þjóðhöfðingja og önnur sem er kjörin til forsætis í ríkisstjórn," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×