Fleiri fréttir

Skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot, þar á meðal að hafa í vörslu sinni til sölu um 100 grömm af amfetamíni.

Töluvert um umferðaróhöpp í borginni í dag

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í borginni í dag og hefur umferð tafist á sumum stöðum vegna þessa. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt hefði verið um 14-15 óhöpp frá því klukkan sex í morgun en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt.

Vegfarendur fari varlega á Norður- og Norðausturlandi

Vegagerðin beinir því til vegfarenda á Norður- og Norðausturlandi að fara sérstaklega varlega þar sem krapi sé á vegum og éljagangur um mestallt norðanvert landið. Hins vegar er greiðfært um Suðurland en Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Flutningur í Mjódd kostaði nærri 60 milljónir króna

Flutningur þeirrar starfsemi sem var í Heilsuverndarstöðinni upp í Mjódd kostaði tæplega 60 milljónir króna og ríkið greiðir ríflega 6,7 milljónir króna í leigu á mánuði á húsnæðinu þar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkvenna Samfylkingarinnar.

Liðlega 80 prósent íslenskra heimila nettengd

83 prósent íslenskra heimila voru nettengd og 84 prósent heimila með tölvu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Til samanburðar höfðu 62 prósent heimila í ESB-löndum tölvu og rétt rúmur helmingur heimila var nettengdur.

Oddeyrin fer í sína fyrstu veiðiferð

Oddeyrin EA lagði úr höfn á Akureyri á miðvikudag í sína fyrstu veiðiferð í eigu Samherja en skipið stefnir á grálúðu og karfaveiðar. Fram kemur á vef Samherja að gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á skipinu frá því að það kom til landsins fyrir tæplega mánuði.

Leggur til að ráðist verði í gerð Bakkafjöruhafnar

Stýrihópur sem samgönguráðherra skipaði til að fjalla um hafnargerð í Bakkafjöru vegna Vestmannaeyjaferju leggur til að ákveðið verði að ráðast í gerð hafnarinnar og smíði nýrrar ferju þannig að höfnin verði til 2010.

Fá sex prósenta launahækkun á fyrstu mánuðum næsta árs

Samkomulag náðist í gær milli Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni sem staðið hefur yfir síðustu mánuði. Samkomulagið þýðir að núgildandi kjarasamningur stendur til maíloka 2008 en kennarar höfðu hótað að segja honum upp um næstu áramót ef ekki semdist.

Deilt um ágæti nýrra búfjárlaga

Landbúnaðarráðherra segir að nýr sauðfjársamningur sem hann mælti fyrir á Alþingi í gær, muni bæta hag bænda, en samningurinn felur meðal annars í sér að útflutningsskylda á lambakjöti verður lögð af í áföngum. Þingmenn Samfylkingarinnar telja að samningurinn stuðli að áframhaldandi fátækt bænda.

Stjórnarandstaðan hafnar auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Stjórnarandstaðan leggst gegn því, að frumvarp formanna stjórnarflokkanna um að þjóðareignarákvæði á náttúruauðlindum sé sett í stjórnarskrá, verði tekið til umræðu á Alþingi í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra sakar stjórnarandstöðuna hins vegar um að fíflast með alvarleg mál.

Kviknaði í út frá eldavél

Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur.

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi

Svifryksmengun á Akureyri fer ört versnandi og mælist suma daga jafnmikil og í evrópskum milljónaborgum. Svo kann að fara að bæjarbúar þurfi að ganga með rykgrímur, verði vandinn ekki leystur.

Bjarni segir jafnréttisfrumvarp of róttækt

Nýtt jafnréttisfrumvarp er of róttækt, segir Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann samdi frumvarpið ásamt fulltrúum annarra flokka. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar.

Læknar segja félagsmálaráðherra að hvíla sig

Læknar hafa sagt Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra að hvílast, eftir að hann fékk aðsvif og þurfti að hætta í miðri ræðu á Alþingi í morgun. Tveir sjúkrabílar voru sendir á Alþingi en ráðherrann fór síðan með ráðherrabíl sínum á sjúkrahús til rannsókna.

Hætta við framboð

Áhugahópur um málefni eldri borgara og öryrkja hefur ákveðið að hætta við framboð til Alþingis í vor. Niðurstaðan lá fyrir eftir tilraun til að sameina þau tvö framboð aldraðra og örykrja mistókst. Undirbúningshópur framboðsins telur að það geti spillt fyrir hagsmunum eldri borgara ef tveir hópar vinna að framboðum um sama mál.

Formenn leggja fram sáttafrumvarp

Formenn stjórnarflokkanna munu leggja fram þingmannafrumvarp um breytingu á stjórnarskránni, sem tryggja á að allar náttúruauðlindir Íslands skuli vera þjóðareign. Þar með er lokið einu mesta átakamáli stjórnarflokkanna á yfirstandandi kjörtímabili.

Sagði lögreglu hafa fagnað eins og á fótboltaleik

Helgi Sigurðsson, lögfræðingur hjá Kaupþingi, sagði lögreglu ekki hafa leynt ánægju sinni eftir að hann hefði greint henni frá að ekki hefðu fundist færslur í bókhaldi Kaupþings sem pössuðu við þrettán milljóna króna færslu í bókhaldi Baugs sem skráð var þar sem þóknun vegna hlutabréfakaupa.

Varað við hálku á Suðurlandi og við Faxaflóa

Vegagerðin varar við hríð og hálku víða á Suðurlandi og við Faxaflóa. Þá er mjög hvasst bæði á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og hálka á köflum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér færð á vef Vegagerðarinnar.

Menningarsamningur SPRON og Borgarleikhússins

Forsvarsmenn SPRON og Borgarleikhússins skrifuðu í dag undir menningarsamning til fjögurra ára. Samningurinn felur í sér að SPRON verður bakhjarl sýninga í leikhúsinu og bókaútgáfu vegna afmælis Leikfélags Reykjavíkur og býður svo bæði viðskiptavinum sínum og öllum nemendum í 10. bekk á Reykjavíkursvæðinu í leikhús næsta vetur.

Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag hálffimmtugan karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms. Auk þess var manninum gert að greiða fórnarlambi sínu 700 þúsund krónur í miskabætur. Nauðgunin var framin haustið 2005.

Skulu veita upplýsingar um viðskipti með hlutabréf

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um að bönkum beri að veita Ríkisskattstjóra sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti með hlutabréf sem þeir hafa umsjá með í samræmi við það sem getið er um í lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Það ákvæði er þar með sett rétthærra ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Þá ber bönkunum að greiða málskostnað í ríkissjóð samkvæmt dómsorði.

Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar

Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.

Landspítali greiði 4,4 milljónir í bætur

Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma. Landspítali háskólasjúkrahús var í dag dæmt í Hæstarétti til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 4,4 milljónir króna í skaðabætur fyrir heilsutjón sem hún hlaut þegar hún starfaði á speglunardeild spítalans frá árinu 1988-1997. Þar var henni gert að nota efni sem inniheldur glútaraldehýð til að hreinsa áhöld en af efninu veiktist hún af astma.

Hótaði burðardýri misnotkun sonarins

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á tæplega þremur kílóum af kókaíni. Manninum var hótað að færi hann ekki sem burðardýr frá Danmörku myndi barnaníðingur misnota son hans. Hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 þegar hann kom með efnin frá Kaupmannahöfn.

Býst ekki við misskilningi

Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hún búist ekki við miklum misskilningi vegna vefsíðunnar island.is. Hún segir að Íslenskir netnotendur séu vanir því að heiti vefslóða séu ekki með íslenskum stöfum.

Félagsmálaráðherra frestaði framsöguræðu og fór heim

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, sem fékk aðsvif í miðri ræðu á Alþingi í morgun, hætti við að halda ræðunni áfram á Alþingi síðdegis og fór heim. Læknar hafa sagt honum að hvíla sig. Hann hafði ætlað að mæla fyrir jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára, og halda ræðuna sem hann þurfti að gera hlé á í morgun.

Ný lyfjastefna

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti í dag nýja lyfjastefnu til ársins 2012. Í lyfjastefnunni eru dregin fram þau atriði sem betur mega fara í lyfjamálum á Íslandi og sett fram áætlun um úrbætur. Stefnan var samin af 18 manna nefnd sem ráðherra skipaði um málið í september 2004.

Hamingjuóskum rignir yfir Varmársamtökin

„Þetta er viðurkenning á því sem við höfum verið að berjast fyrir og áfangasigur fyrir skipulagsmál almennt á Íslandi,“ sagði Sigrún Pálsdóttir stjórnarmaður Varmársamtakanna. Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í morgun að endurskoða deiliskipulagsgögn fyrir Helgafellsveg um Álafosskvos og auglýsa skipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu að nýju.

Sameignarákvæði í stjórnarskrá nái til allra náttúruauðlinda Íslands

Samkomulag hefur tekist milli stjórnarflokkanna um auðlindamálið. Samkomulagið gerir ráð fyrir, að formenn flokkanna flytji frumvarp til stjórnarskipunarlaga í eigin nafni þar sem ákvæðið um þjóðareign í lögum um fiskveiðar verði sett inn í stjórnarskrá og látið gilda um allar náttúruauðlindir Íslands.

Rafræn skilríki á Íslandi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, tóku í dag í notkun fyrsta rafræna skilríkið hér á landi. Opnaður hefur verið nýr upplýsingavefur um rafræn skilríki, skilriki.is.

Sjö milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum

Rúmlega sjö milljarða tekjuauki varð af erlendum ferðamönnum á síðasta ári miðað við árið 2005. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum tæpir 47 milljarðar króna á síðasta ári, en voru tæpir 40 milljarðar árið 2005.

Samningur við Eir stenst ekki lög

Minnihluti borgarstjórnar gagnrýnir vinnubrögð meirihluta varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðvar í Spöng. Málið var tekið fyrir í borgarráði í dag. Fyrirætlanir meirihlutans um að semja beint við Eir um byggingu menningarmiðstöðvarinnar án útboðs standast ekki sveitastjórnarlög. Þetta segir í bókun sem fulltrúar minnihluta í borgarstjórn lögðu fram í ráðinu í dag.

Netvistun á ísland.is

Fyrirtækið Netvistun ehf. hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna vefsíðunnar island.is sem Forsætisráðuneytið hefur verið að kynna. Vefsíðan hefur verið kynnt sem ísland.is með íi en það lén er í eigu Netvistunnar.

Fjármálafyrirtæki styðja meistaranám hjá Háskólanum á Akureyri

Fjármálafyrirtækin Saga Capital, Sparisjóður Norðlendinga og fleiri sparisjóðir, Glitnir og Íslensk verðbréf ætla að styðja við uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Skrifað var undir samstarfssamning um faglegan og fjárhagslegan stuðning fyrirtækjanna við verkefnið í morgun.

Segir vinnubrögð utanríkisráðuneytisins forkastanleg

Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, segir vinnubrögð utanríkisráðuneytisins forkastanleg og það beri vott um valdhroka að leggja stofnunina niður og sameina ráðuneytinu. Hann segir þetta svipað og að leggja Vegagerðina niður og sameina samgönguráðuneytinu.

Ekki áhugamaður um báta

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings sagðist í þrígang hafa verið í bátum á Miami, bátum sem teknir eru fyrir í Baugsmálinu. Hann sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegið að hann væri þó ekki áhugamaður um báta og vissi ekki hvort um hefði verið að ræða Thee Viking sem tekist hefur verið á um.

Tillögur um jafnréttislög of róttækar

Bjarni Benediktsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna við endurskoðun jafnréttislaga, segir tillögur nefndarinnar of róttækar. Samfylkingin vill að jafnréttisfrumvarpið verði samþykkt fyrir kosningar. Þverpólitísk nefnd undir forystu Guðrúnar Erlendsdóttur hefur síðan í sumar setið við endurskoðun jafnréttislaga, sem fyrst voru sett fyrir 30 árum.

Hvort er frétt; húsleit eða blaðamaður

Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Kaupthing bank í Luxemborg sagði í morgun að það hefði vakið grunsemdir hjá honum hvernig blaðamaður Morgunblaðsins gat vitað af húsleit í bankanum á undan honum. Þetta sagði hann í skýrslutöku vegna Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

40 prósent telja ójöfnuð milli kynja

Tæp 40 prósent telja konur ekki hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Gallup International í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. Í henni kemur fram að 56 prósent telja rétt kynjanna jafnan. Rúmlega 90 prósent telja menntun ekki mikilvægari fyrir drengi en stúlkur og 84 prósent telja að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið.

Sátt um auðlindaákvæðið á næstu dögum

Formenn stjórnarflokkanna stefna að sameiginlegri niðurstöðu um auðlindaákvæðið sem framsóknarmenn hafa lagt þunga áherslu á að fari inn í stjórnarskrá. Forsætisráðherra á von á því að lending náist í málinu á næstu dögum.

Fundað með samgöngunefnd Alþingis

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun

Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni

Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess.

Ísland.is komið á netið

Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina.

Sjá næstu 50 fréttir