Innlent

Netvistun á ísland.is

Fyrirtækið Netvistun ehf. hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna vefsíðunnar island.is sem Forsætisráðuneytið hefur verið að kynna. Vefsíðan hefur verið kynnt sem ísland.is með íi en það lén er í eigu Netvistunnar.

Forsætisráðuneytið á hinsvegar lénið island.is. Frá árinu 2004 hefur verið hægt að nota íslenska bókstafi (á, é, í, ó, ú, ý, ð, þ, æ og ö) við skráningu léna. Um það hafa ekki verið settar sérstakar reglur.

Þetta getur leitt til misskilnings eins og nú hefur komið upp. Netvistun ehf. hefur ítrekað bent á að setja þurfi skýrar reglur hvað þetta varðar.

 

Tilkynninguna má finna hér fyrir neðan á Word skjali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×