Innlent

Hörður hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006

Hörður Áskelsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Herði verlaunin en Hörður er tónlistarmaður og kórstjóri.

Hörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og hefur verið atkvæðamikill við kynningar á íslenskri kirkjutónlist. Hann hefur frumflutt fjölda verka auk þess sem hann hefur komið fram á tónlistarhátíðum heima og erlendis bæði sem orgelleikari og kórstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×