Innlent

„Þú skalt ekki mann deyða,“ segja prestar í Árnessprófastsdæmi

Frá Suðurlandsvegi.
Frá Suðurlandsvegi. MYND/GVA

Prestar í Árnessprófastsdæmi skora á yfirvöld að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss. Þetta kemur fram í ályktun frá þeim. „Við erum sannast sagna orðnir langþreyttir að horfa upp á og vinna með afleiðingar hörmulegra slysa með dauðsföllum og varanlegum ævilöngum örkumlum á saklausu fólki og börnum með allri þeirri þjáningu sem fylgir öllum aðilum þessara slysa. Er þá ótalið fjárhagstjón sem eflaust er mikið. Við minnum á 5. boðorðið: " Þú skalt ekki mann deyða." Að okkar mati gengur ekki lengur að hafa þetta með öðrum hætti en tveimur aðskildum akbrautum þannig að umferð úr gagnstæðum áttum sé aðskilin." segir í ályktun prestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×