Innlent

16 þúsund erlendir ríkisborgarar í starfi hérlendis

Fjöldi Kínverja hefur verið að störfum við Kárahnjúkavirkjun.
Fjöldi Kínverja hefur verið að störfum við Kárahnjúkavirkjun. MYND/Gunnar V. Andrésson

Um 16 þúsund erlendir ríkisborgarar starfa hér á landi um þessar mundir, eftir því sem fram kemur í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslyndra. Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi þeirra sem komið hafa til landsins á þessu ári og meirihluti þeirra atvinnuleyfa sem veitt voru í ár voru vegna byggingariðnaðar.

Um 10 þúsund erlendir ríkisborgarar hafa komið til starfa hérlendis það sem af er þessu ári, af þeim eru 6.059 frá Póllandi.

Nánari upplýsingar eru á síðu Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×