Fleiri fréttir

Drengurinn á batavegi

Átta ára drengur sem slasaðist í árekstri á Sandskeiði á laugardaginn er á batavegi. Hann er enn á gjörgæsludeild en hann hlaut alvarlega áverka í slysinu. Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstrinum.

Leysti upp fíkniefnapartí í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna fíknefnaneyslu aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um að mennirnir væru með fíkniefnapartí í húsi í Hveragerði og við leit þar fannst hass.

Verk eftir Matisse og Renoir sýnd í Listasafni Íslands

Listaverk eftir meðal annars Renoir og Matisse verða til sýnis á sýningunni Frelsun litarins í Listasafni Íslands sem opnuð verður föstudaginn 15. desember. Verkin eru fengin frá Fagurlistasafninu í Bordeaux (Musée des Beaux-Arts) en þau verða tekin upp úr kössunum í Listasafni Íslands á morgun.

Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu.

Starfsmannafélög Akraness og Reykjavíkurborgar sameinast

Starfsmannafélag Akraness og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sameinast að óbreyttu um áramótin eftir að félagar í fyrrnefnda félaginu samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu fyrir helgi. Fram kemur á vef BSRB að tæp níutíu prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunni hafi samþykkt sameininguna.

Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007.

Framsóknarþingmaður gagnrýnir niðurskurð vegaframkvæmda

Ríkisstjórnin hyggst skera fimmhundruð milljónir króna af vegaframlögum á Vestfjörðum og Norðausturlandi á næsta ári og færa yfir á þarnæsta ár. Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson gagnrýnir að enn eigi að seinka vegabótum hjá íbúum þeirra svæða sem búa við verstu vegi landsins.

Risaborar mætast á morgun

Framkvæmdamenn við Kárahnjúka bíða þess nú spenntir hvort tveir risaborar hitti hvor á annan, en þeim er ætlað að mætast undir Þrælahálsi á Fljótsdalsheiði eftir hádegi á morgun. Takist þeim að rjúfa síðasta haftið á morgun opnast fjörutíu kílómetra löng aðrennslisgöng sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir að stöðvarhúsi í Fljótsdal.

Gamli hafnarbakkinn í Reykjavík grafinn upp

Nú er verið að grafa fram gamla hafnarbakkann sem var bak við hús Rammagerðarinnar í Hafnarstræti, en minjarnar sem þar eru munu meðal annars víkja fyrir byggingu tónlistarhúss. Mikið af sýnilegum hleðslum hafa komið fram við uppgröftinn, en mestmegnis eru þetta kjallarar undan pakkhúsum kaupmanna sem stóðu við hafnarbakkann.

Kveikt í húsi við Snorrabraut vegna æfingar

Tryggingarfélagið Sjóvá og forvarnarhúsið settu upp brunaæfingu í dag í samvinnu við slökkviliðið, og kveiktu í á ýmsum stöðum í húsi við Snorrabraut sem til stendur að rífa. Æfinguna á að nýta á fyrir kennslumyndband á vegum forvarnarhússins. Settir voru upp ýmsir algengir heimilisbrunar sem valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir.

Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér

Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær.

Stjórnmálamenn fá haturspóst

Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar.

Íslensk hitaveita gangsett í Kína

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gangsetti í dag fyrsta áfanga íslenskrar hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína við hátíðlega athöfn. Í borginni búa um fimm milljónir íbúa. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi.

Tveir létust

Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. Þrír aðrir voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á slysadeild.

Ögmundur, Katrín og Kolbrún í fyrsta sæti eftir 700 atkvæði

Ögmundur Jónasson er með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningar í vor eftir að 700 atkvæði hafa verið talin. Forval fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ í dag. Katrín Júlíusdóttir hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sæti og Kolbrún Halldórsdóttir var þriðja inn í fyrsta sæti í kjördæmunum þremur.

Meirihlutaviðræðum miðar áfram í Árborg

Vel miðar í samningaviðræðum Framsóknar, Samfylkingar og vinstri grænna í Árborg, en fundað hefur verið í allan dag eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna ágreinings um skipulags- og launamál. Framtíð bæjarstjóra Árborgar er mjög ótrygg takist minnihlutaflokkunum að mynda meirihluta bæjarstjórnar segir oddviti sjálfstæðismanna.

Verð áfengis á veitingastöðum lækkar

Eins og fram hefur komið í umræðu síðustu daga mun hækkun áfengisgjalds verða til þess að verð algengra áfengistegunda mun að öllu jöfnu hækka hjá ÁTVR. Nýjustu útreikningar formanns efnahags- og viðskiptanefndar leiða hins vegar í ljós að verð áfengis á veitingastöðum mun lækka. Pétur Blöndal formaður nefndarinnar brá sér í ríkið í dag vopnaður blaði og penna, tók út smásöluverð algengra tegunda.

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Fimm voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi eftir hádegi í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum, og fór annar þeirra yfir á öfugan vegarhelming.

Meira en milljón sinnum í bíó

Íslendingar fóru meira en milljón sinnum í bíó, á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þeir sáu alls 163 titla. Vinsælasta myndin á þessum tímabili var "Pirates of the Caribbean 2" en hana sáu 65.216 manns, á 362 sýningum.

Ljósin tendruð á jólatrénu í Garðabæ í dag

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ við athöfn sem hefst þar klukkan fjögur í dag. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 37. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan.

"Kjósendur þora ekki að treysta Samfylkingunni."

"Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum - ekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur - allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við - hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni.

Skátastúlkur féllu fram af kletti

Tvær skátastúlkur meiddust þegar þær féllu fram af kletti í grennd við Hafravatn, í dag. Skátaflokkur úr Garðabæ 6 stúlkur á aldrinum 10-12 ára ásamt 17 ára foringja hafði verið í útilegu í skála við Hafravatn, og fóru í fjallgöngu í morgun.

4000 nýir heimsforeldrar

Heimsforeldrum UNICEF fjölgaði um fjögurþúsund í gær í söfnun á Stöð 2, og eru nú um ellefuþúsund og sexhundruð á landinu.

Nóvember óvenju illviðrasamur

Þrátt fyrir rysjótta tíð og kuldakast í nýliðnum nóvember mánuði mældist meðalhitinn í Reykjavík 0,1°C yfir meðaltali. Hins vegar var meðalhitinn á Akureyri 0,7°C undir meðalhita mánaðarins. Þetta eru niðurstöður sem fást við veðurfarslegt uppgjör nóvember mánaðar.

Fundað um myndun nýs meirihluta í Árborg

Það hriktir í stoðum bæjarstjórnar í Árborg eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks. Framsóknarmenn reyna nú að stofna meirihluta með samfylkingu og vinstri grænum. Vilji kjósenda er ekki virtur ef sjálfstæðisflokkur lendir í minnihluta segir oddviti sjálfstæðismanna. Upp úr meirihlutasamstarfinu slitnaði vegna óleysanlegs ágreinins varðandi skipulagsmál og ganga ásakanir á víxl um ástæður þess.

250 hafa kosið í forvali VG

Forval Vinstri grænna, í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins, fór vel af stað í morgun að sögn framkvæmdastjóra flokksins, en með utankjörfundaratkvæðum hafa um 250 manns kosið. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu í kvöld.

Stormur aftur kominn að bryggju

Eikarbáturinn Stormur er nú aftur kominn að bryggju, í Kópavogi, en hann slitnaði þar frá og rak í strand í óveðri í fyrrinótt. Báturinn var í raun sokkinn og fullur af sjó, en Árna Kópssyni, kafara, tókst að dæla úr honum og koma honum á flot og að bryggju.

Króaður af og handjárnaður eftir ofsaakstur

Drukkinn ökumaður var færður í handjárn, nótt eftir að lögreglunni í Keflavík tókst loks að stöðva ofsaakstur hans á Reykjanesbraut. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á yfir 140 kílómetra hraða á flóttanum.

Prófkjör VG á höfuðborgarsvæðinu í dag

Þrjátíu manns eru í framboði í forvali Vinstri grænna í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins sem fram fer í dag. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu í kvöld. Kosið er á Suðurgötu 3 í Reykjavík, Strandgötu 11 í Hafnarfirði og í Hlégarði í Mosfellsbæ en kjörstaðir verða opnaðir nú klukkan tíu en kosningu lýkur svo klukkan tíu í kvöld.

3.091 heimsforeldri á Íslandi

Á meðan útsendingu stóð skráðu 3.901 manns sig sem heimsforeldri en um það snerist dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 11.601 úr 7650 en takmarkið var að ná 10.000 manns.

Royal misstígur sig í Mið-Austurlöndum

Frambjóðandi Sósíalista í forsetakosningunum á næsta ári, Segolene Royal, reyndi í dag að draga úr yfirlýsingu sinni að hún væri sammála Hizbolla liðum um að utanríkisstefna Bandaríkjamanna væri "geðveikisleg". Hún er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að sýna fram á að hún geti staðið sig vel í utanríkismálum.

3.067 nýjir heimsforeldrar

Klukkan 22:45 í kvöld voru 3.607 manns búin að skrá sig sem heimsforeldri en um það snýst dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 11.257 úr 7650. Fólk er enn hvatt til þess að skrá sig en síminn er 562-6262 og er líka hægt að skrá sig á netinu á slóðinni www.rauttnef.is og stendur söfnunin til miðnættis.

Ammóníakleki í Hafnarfirði

Klukkan 17:13 í dag fékk slökkvilið Reykjavíkur tilkynningu um að 50 lítrar af ammóníum hefðu lekið úr frystitæki í fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði. Starfsmenn tóku eftir þess og létu vita og fóru síðan menn frá slökkviliðinu í eiturefnabúningum og lokuðu fyrir lekann. Engin hætta var á ferðum og engin slys urðu á fólki.

Sjá næstu 50 fréttir