Innlent

Þrjár milljónir vinnustunda án alvarlegra slysa

Frá vinnu við álver Alcoa í Reyðarfirði.
Frá vinnu við álver Alcoa í Reyðarfirði. MYND/Vilhelm

Starfsmenn við Fjarðaálsverkefnið á Reyðarfirði náðu þeim áfanga á laugardaginn var að vinna þrjár milljónir vinnustunda án þess að slys yrðu á staðnum sem leiddu til vinnutaps. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fjarðaálsverkefninu. Þar segir enn fremur að um metárangur sé að ræða og langt umfram það í slysalausum dögum við sambærileg verkefni á Íslandi. Forsvarsmenn verkefnisins hyggjast fagna þessu og verður það gert í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×