Innlent

43% segjast ekki hafa fengið lögbundnar launahækkanir

Flestir erlendir ríkisborgarar hér á landi vinna í byggingarverkavinnu af einhverju tagi.
Flestir erlendir ríkisborgarar hér á landi vinna í byggingarverkavinnu af einhverju tagi. MYND/Rósa Jóhannsdóttir
Stór hluti verkafólks, 43%, segist svikinn um lögbundnar launahækkanir sem samið var um og áttu að ganga í gegn þann 1. júlí síðastliðinn, samkvæmt nýrri könnun. Atvinnurekendur draga niðurstöðurnar í efa

Capacent-Gallup gerði könnun fyrir félagsmenn í verkalýðsfélögum. Þegar spurt var á Norðurlandi : Fékkstu launahækkun þann 1. júlí í samræmi við samkomulag Samtaka atvinnulífsins og ASÍ, sögðu 43% launafólks hjá verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju nei. Þetta er langstærsta stéttarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins. Séu svörin greind nánar virðist einkum pottur brotinn hjá yngstu aldurshópunum og þá aðallega í hótel- og veitingageiranum.

 

Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju segir þetta stórmál. Svipaðar niðurstöður séu í öðrum landshlutum og tölurnar komi mjög á óvart.

 

Ásgeir Magnússon hjá Skrifstofu atvinnulífsins telur ólíklegt að þessar niðurstöður í könnuninni séu sannleikanum samkvæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×