Innlent

Fiðla verður ekki í eigu RÚV

MYND/GVA

Tæplega 280 gömul fiðla og önnur hljóðfæri sem Ríkisútvarpið hélt eftir við rekstarlegan aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki hluti af eignum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveitina.

Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið ohf. og felur í sér að RÚV hætti að taka þátt í kostnaði við rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Samkvæmt skýrslu matsnefndar vegna stofnefnahagsreiknings Sinfóníuhljómsveitarinnar verður fiðlan, sem er af gerðinni Guarnerius del Gesu fiðlunnar og frá 1728, í eign ríkissjóðs og verður gerður samningur milli ríkisins og Sinfóníuhljómsveitarinnar um afnot hennar og tveggja annarra hljóðfæra sem Ríkisútvarpið hélt eftir viðskilnaðinn.

Fyrr á árinu deildu Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsveitin um fiðluna og fram kom þá að hún væri metin á nærri 150 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×