Innlent

Gegn anda samkeppnislaga

Samkeppnisyfirvöld eru meðal þeirra sem sendu inn álit til Menntamálanefndar vegna frumvarps um Ríkisútvarpið en þar kemur fram að slíkt ríkishlutafélag skekki samkeppnisstöðu keppinautanna og stríði gegn anda samkeppnislaga.

Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins, segir að þær breytingar sem meirihluti menntamálanefndar hafi samþykkt á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, breyti engu um að álit Samkeppniseftirlitsins þótt vissulega séu þær skref í rétta átt. Ríkisvaldið eigi hinsvegar síðasta orðið og sérlög um stofnunina gildi framar samkeppnislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×