Fleiri fréttir Eðlilegt að gera tilkall til ráðherraembættis Kristján Þór Júlíusson lætur af embætti bæjarstjóra á Akureyri innan skamms, eftir sigur hans í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Kristján telur eðlilegt að oddviti flokksins í kjördæminu gegni ráðherraembætti, verði flokkurinn í stjórn að loknum kosningum. 27.11.2006 18:30 Starfsmenn RÚV geta haldið lífeyrisréttindum Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar Alþingis, telur að starfsmenn Ríkisútvarpsins geti verið áfram í Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna eftir að því verður breytt í hlutafélag. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir ekki ljóst hvað á að leggja mikla skatta á almenning til að standa undir rekstri félagsins. 27.11.2006 18:30 Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. 27.11.2006 18:30 Fyrirtæki skylduð til samráðs við starfsmenn Fyrirtækjum verður skylt að upplýsa starfsmenn um fjárhagsstöðu og horfur í atvinnumálum, ef frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Tregðist þau við, verða þau sektuð. 27.11.2006 17:39 Utanríkisráðherra á ferð og flugi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus. 27.11.2006 17:38 Sprenging í skíðaferðum Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða. 27.11.2006 17:17 Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. 27.11.2006 16:35 Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. 27.11.2006 16:18 Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. 27.11.2006 15:48 30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert 27.11.2006 15:38 65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. 27.11.2006 15:29 Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. 27.11.2006 15:03 Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. 27.11.2006 14:55 Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor. 27.11.2006 14:11 Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 27.11.2006 13:23 Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. 27.11.2006 13:15 Samtök hernaðarandstæðinga: Nýtt nafn, sama andstaðan 27.11.2006 13:01 Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. 27.11.2006 12:45 Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. 27.11.2006 12:37 Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. 27.11.2006 12:30 Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. 27.11.2006 12:26 Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. 27.11.2006 12:00 Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. 27.11.2006 11:20 Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. 27.11.2006 11:11 Sverrir segir Magnús og Jón hafa komið óorði á frjálslynda Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálsynda flokksins, og Jón Magnússon, sem sé ekki löglegur félagi í flokknum, hafa komið óorði á flokkinn og talað með þeim hætti að kenna megi við rasisma. Hann segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, góðmenni sem skjóti skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga. 26.11.2006 19:15 Talningu lokið; Kristján í fyrsta sæti Talningu er lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi. Sigurvegari prófkjörsins er Kristján Þór Júlíusson, hann hlaut 1461 atkvæði í fyrsta sætið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti en Ólöf Nordal hlýtur það þriðja. 26.11.2006 19:00 Sjálfstæðisflokkur í NA: Ólöf Nordal tekur þriðja sætið af Þorvaldi Þegar búið er að telja um 2.500 atkvæði af 3.033 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þá sitja tvær konur í efstu þremur sætunum. Kristján Þór Júlíússon situr enn í fyrsta sæti, Arnbjörg Sveinsdóttir í öðru en Ólöf Nordal hefur tekið þriðja sætið af Þorvaldi Ingvarssyni. 26.11.2006 18:37 RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. 26.11.2006 18:30 Berlusconi með hjartsláttaróreglu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greindist með minni háttar hjartavandamál eftir að leið yfir hann á flokksfundi í Toskana-héraði í dag. Hann mun eyða nóttinni á sjúkrahúsi í Mílanó. Hann sagði læknana hafa fundið óreglulegan hjartslátt og þeir vildu því fylgjast með honum í 24 klukkustundir. 26.11.2006 18:25 Tvær konur í efstu fjórum í NA-kjördæmi en Kristján leiðir Samkvæmt fyrstu tölum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi situr Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,í fyrsta sæti með 876 atkvæði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skipar annað sætið og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, það þriðja. Ólöf Nordal er í fjórða sæti. 26.11.2006 17:57 Flugdrekinn dró mann í skurð Maður á fertugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík í dag eftir að flugdreki sem hann hélt í dró hann á eftir sér svo að maðurinn datt ofan í skurð. Flugdrekinn var í stærra lagi, af þeirri gerð sem skíðamenn nota gjarnan til að drífa sig áfram. Maðurinn hafði hins vegar ekki skíði á fótunum og hafði ekki við drekanum á hlaupum. 26.11.2006 17:37 Blóðbönd fengu dómnefndarverðlaun í Þýskalandi Íslenska kvikmyndin Blóðbönd fékk verðlaun dómnefndar á þýsku kvikmyndahátíðinni í Mannheim Heidelberg í gærkvöldi en verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir leikstjórn. Þau þykja stór fjöður í hatt Árna Ólafs Ásgeirssonar, leikstjóra myndarinnar en hátíðin er með þeim stærstu í Þýskalandi. 26.11.2006 15:54 Stjörnuskoðunarferð á Esjuna í kvöld Ferðafélag Íslands stendur fyrir stjörnuskoðunarferð í kvöld enda fádæma gott skyggni og skilyrði til störnuskoðunar. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur. Við Esjurætur verður síðan tjald þar sem hægt verður að fá heitt kakó til að ylja sér við þegar komið er niður. 26.11.2006 15:21 Slökkvilið með viðbúnað við lendingu flugvélar á Akureyri Viðbúnaður var á Akureyrarflugvelli í dag þegar þegar flugvél Iceland Express var nýlent klukkan 14:20. Slökkviliðið var kvatt á flugvöllinn og kannaði vélina út af reykjarlykt sem barst inn í vélina. Farþegar eru allir komnir frá borði og sakaði engan. Áhöfn lét vita af reykjarlyktinni en hún var til komin af sviðnu dekkjagúmmíi eftir að vélin lenti. Engin hætta var á ferðum. 26.11.2006 14:37 Heimsókn páfa mótmælt Þúsundir múslima mótmæla heimsókn Benedikts sextánda páfa til Istanbúl í Tyrklandi, sem hefst á þriðjudaginn. Fólkið hrópar: "ekki koma, páfi," að stórum myndum af Benedikt sem varpað er upp á risaskjá í miðborg istanbul. Óvild í garð páfa stafar af ræðu hans í september þar sem hann vitnaði í kristinn keisara sem fór niðrandi orðum um Múhameð spámann. 26.11.2006 13:44 Sigurörn í forsal vinda Örninn Sigurörn flaug vængjum þöndum úr fangi Sigurbjargar Pétursdóttur fyrir ofan grunnskólann á Grundarfirði í dag. Hátt í hundrað manns fylgdust með þegar Sigurbjörg tók Sigurörn í fangið og þrátt fyrir að hann væri orðinn hinn sprækasti þá hélt hún honum meðan þau kvöddust og svo flaug hann fugla hæst og hvarf úr augsýn. 26.11.2006 13:26 Yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Jón Sigurðsson feta í slóð Árna Johnsens og telja stuðninginn við Íraksstríðið tæknileg mistök en ekki ásetningssynd. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, segir yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt en taka þurfi málið upp á alþjóðavettvangi til að sjá hver hugur fylgi máli. 26.11.2006 13:07 Fyrstu tölur úr prófkjöri á Vísi klukkan sex í kvöld Gríðarlega góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Um 3.300 eru á kjörskrá og greiddu um 3.000 manns atkvæði. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Búist er við fyrstu tölum um klukkan sex í dag, sem þá birtast beint á Vísi. Fréttastofan verður að sjálfsögðu fyrir norðan á Hótel KEA í aðalfréttatíma okkar klukkan hálf sjö. 26.11.2006 12:37 Viðræður um varnarsamstarf við Noreg hefjast brátt Formlegar viðræður um öryggis- og varnarmálasamstarf á milli Íslands og Noregs hefjast í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á föstudag á óformlegum fundi forsætisráðherrana Geirs Haarde og Jens Stoltenbergs í Helsinki. 26.11.2006 12:19 Björn Bjarnason gagnrýnir ummæli Jóns um Írak Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðninginn við innrásina í Írak á heimasíðu sinni og segir meðal annars að ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar hafi enga ábyrgð borið á innrásinni í Írak. Afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði engu skipt um það, hvort ráðist hefði verið inn í Írak. 26.11.2006 12:00 Sigurörn fær frelsið aftur eftir hádegi Örninn Sigurörn fær frelsið aftur um eitt-leytið, þegar bjargvættur hans, hin 12 ára Sigurbjörg Pétursdóttir sleppir honum aftur fyrir ofan barnaskólann í Grundarfirði. Sigurörn hefur braggast vel í Húsdýragarðinum og var þar settur á hann sendir svo hægt verði að fylgjast með ferðum hans. Hann er nýorðinn kynþroska og er því búist við að hann fari fljótlega að leita sér að konu. 26.11.2006 11:48 Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. 25.11.2006 19:30 Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. 25.11.2006 19:15 Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. 25.11.2006 19:14 Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. 25.11.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Eðlilegt að gera tilkall til ráðherraembættis Kristján Þór Júlíusson lætur af embætti bæjarstjóra á Akureyri innan skamms, eftir sigur hans í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Kristján telur eðlilegt að oddviti flokksins í kjördæminu gegni ráðherraembætti, verði flokkurinn í stjórn að loknum kosningum. 27.11.2006 18:30
Starfsmenn RÚV geta haldið lífeyrisréttindum Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar Alþingis, telur að starfsmenn Ríkisútvarpsins geti verið áfram í Lífeyrissjóði opinberra starfsmanna eftir að því verður breytt í hlutafélag. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir ekki ljóst hvað á að leggja mikla skatta á almenning til að standa undir rekstri félagsins. 27.11.2006 18:30
Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. 27.11.2006 18:30
Fyrirtæki skylduð til samráðs við starfsmenn Fyrirtækjum verður skylt að upplýsa starfsmenn um fjárhagsstöðu og horfur í atvinnumálum, ef frumvarp félagsmálaráðherra nær fram að ganga. Tregðist þau við, verða þau sektuð. 27.11.2006 17:39
Utanríkisráðherra á ferð og flugi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur í dag til Lettlands þar sem hún tekur þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á þriðjudaginn. Ráðherra heimsækir einnig íslensk fyrirtæki í Lettlandi. Að leiðtogafundi loknum fer utanríkisráðherra til Litháen og á meðal annars fund með utanríkisráðherra landsins, Petras Vaitiekunas, og opnar nýja ræðisskrifstofu í Vilníus. 27.11.2006 17:38
Sprenging í skíðaferðum Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða. 27.11.2006 17:17
Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. 27.11.2006 16:35
Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. 27.11.2006 16:18
Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. 27.11.2006 15:48
30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert 27.11.2006 15:38
65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. 27.11.2006 15:29
Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. 27.11.2006 15:03
Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. 27.11.2006 14:55
Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor. 27.11.2006 14:11
Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 27.11.2006 13:23
Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. 27.11.2006 13:15
Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. 27.11.2006 12:45
Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. 27.11.2006 12:37
Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. 27.11.2006 12:30
Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. 27.11.2006 12:26
Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. 27.11.2006 12:00
Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. 27.11.2006 11:20
Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. 27.11.2006 11:11
Sverrir segir Magnús og Jón hafa komið óorði á frjálslynda Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálsynda flokksins, og Jón Magnússon, sem sé ekki löglegur félagi í flokknum, hafa komið óorði á flokkinn og talað með þeim hætti að kenna megi við rasisma. Hann segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, góðmenni sem skjóti skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga. 26.11.2006 19:15
Talningu lokið; Kristján í fyrsta sæti Talningu er lokið í prófkjöri sjálfstæðismanna í norðausturkjördæmi. Sigurvegari prófkjörsins er Kristján Þór Júlíusson, hann hlaut 1461 atkvæði í fyrsta sætið. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti en Ólöf Nordal hlýtur það þriðja. 26.11.2006 19:00
Sjálfstæðisflokkur í NA: Ólöf Nordal tekur þriðja sætið af Þorvaldi Þegar búið er að telja um 2.500 atkvæði af 3.033 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þá sitja tvær konur í efstu þremur sætunum. Kristján Þór Júlíússon situr enn í fyrsta sæti, Arnbjörg Sveinsdóttir í öðru en Ólöf Nordal hefur tekið þriðja sætið af Þorvaldi Ingvarssyni. 26.11.2006 18:37
RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. 26.11.2006 18:30
Berlusconi með hjartsláttaróreglu Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greindist með minni háttar hjartavandamál eftir að leið yfir hann á flokksfundi í Toskana-héraði í dag. Hann mun eyða nóttinni á sjúkrahúsi í Mílanó. Hann sagði læknana hafa fundið óreglulegan hjartslátt og þeir vildu því fylgjast með honum í 24 klukkustundir. 26.11.2006 18:25
Tvær konur í efstu fjórum í NA-kjördæmi en Kristján leiðir Samkvæmt fyrstu tölum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi situr Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,í fyrsta sæti með 876 atkvæði. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skipar annað sætið og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri, það þriðja. Ólöf Nordal er í fjórða sæti. 26.11.2006 17:57
Flugdrekinn dró mann í skurð Maður á fertugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík í dag eftir að flugdreki sem hann hélt í dró hann á eftir sér svo að maðurinn datt ofan í skurð. Flugdrekinn var í stærra lagi, af þeirri gerð sem skíðamenn nota gjarnan til að drífa sig áfram. Maðurinn hafði hins vegar ekki skíði á fótunum og hafði ekki við drekanum á hlaupum. 26.11.2006 17:37
Blóðbönd fengu dómnefndarverðlaun í Þýskalandi Íslenska kvikmyndin Blóðbönd fékk verðlaun dómnefndar á þýsku kvikmyndahátíðinni í Mannheim Heidelberg í gærkvöldi en verðlaunin voru veitt sérstaklega fyrir leikstjórn. Þau þykja stór fjöður í hatt Árna Ólafs Ásgeirssonar, leikstjóra myndarinnar en hátíðin er með þeim stærstu í Þýskalandi. 26.11.2006 15:54
Stjörnuskoðunarferð á Esjuna í kvöld Ferðafélag Íslands stendur fyrir stjörnuskoðunarferð í kvöld enda fádæma gott skyggni og skilyrði til störnuskoðunar. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Snævar Guðmundsson stjörnufræðingur. Við Esjurætur verður síðan tjald þar sem hægt verður að fá heitt kakó til að ylja sér við þegar komið er niður. 26.11.2006 15:21
Slökkvilið með viðbúnað við lendingu flugvélar á Akureyri Viðbúnaður var á Akureyrarflugvelli í dag þegar þegar flugvél Iceland Express var nýlent klukkan 14:20. Slökkviliðið var kvatt á flugvöllinn og kannaði vélina út af reykjarlykt sem barst inn í vélina. Farþegar eru allir komnir frá borði og sakaði engan. Áhöfn lét vita af reykjarlyktinni en hún var til komin af sviðnu dekkjagúmmíi eftir að vélin lenti. Engin hætta var á ferðum. 26.11.2006 14:37
Heimsókn páfa mótmælt Þúsundir múslima mótmæla heimsókn Benedikts sextánda páfa til Istanbúl í Tyrklandi, sem hefst á þriðjudaginn. Fólkið hrópar: "ekki koma, páfi," að stórum myndum af Benedikt sem varpað er upp á risaskjá í miðborg istanbul. Óvild í garð páfa stafar af ræðu hans í september þar sem hann vitnaði í kristinn keisara sem fór niðrandi orðum um Múhameð spámann. 26.11.2006 13:44
Sigurörn í forsal vinda Örninn Sigurörn flaug vængjum þöndum úr fangi Sigurbjargar Pétursdóttur fyrir ofan grunnskólann á Grundarfirði í dag. Hátt í hundrað manns fylgdust með þegar Sigurbjörg tók Sigurörn í fangið og þrátt fyrir að hann væri orðinn hinn sprækasti þá hélt hún honum meðan þau kvöddust og svo flaug hann fugla hæst og hvarf úr augsýn. 26.11.2006 13:26
Yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Jón Sigurðsson feta í slóð Árna Johnsens og telja stuðninginn við Íraksstríðið tæknileg mistök en ekki ásetningssynd. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, segir yfirlýsingar Jóns skref í rétta átt en taka þurfi málið upp á alþjóðavettvangi til að sjá hver hugur fylgi máli. 26.11.2006 13:07
Fyrstu tölur úr prófkjöri á Vísi klukkan sex í kvöld Gríðarlega góð þátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Um 3.300 eru á kjörskrá og greiddu um 3.000 manns atkvæði. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Búist er við fyrstu tölum um klukkan sex í dag, sem þá birtast beint á Vísi. Fréttastofan verður að sjálfsögðu fyrir norðan á Hótel KEA í aðalfréttatíma okkar klukkan hálf sjö. 26.11.2006 12:37
Viðræður um varnarsamstarf við Noreg hefjast brátt Formlegar viðræður um öryggis- og varnarmálasamstarf á milli Íslands og Noregs hefjast í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á föstudag á óformlegum fundi forsætisráðherrana Geirs Haarde og Jens Stoltenbergs í Helsinki. 26.11.2006 12:19
Björn Bjarnason gagnrýnir ummæli Jóns um Írak Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðninginn við innrásina í Írak á heimasíðu sinni og segir meðal annars að ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar hafi enga ábyrgð borið á innrásinni í Írak. Afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði engu skipt um það, hvort ráðist hefði verið inn í Írak. 26.11.2006 12:00
Sigurörn fær frelsið aftur eftir hádegi Örninn Sigurörn fær frelsið aftur um eitt-leytið, þegar bjargvættur hans, hin 12 ára Sigurbjörg Pétursdóttir sleppir honum aftur fyrir ofan barnaskólann í Grundarfirði. Sigurörn hefur braggast vel í Húsdýragarðinum og var þar settur á hann sendir svo hægt verði að fylgjast með ferðum hans. Hann er nýorðinn kynþroska og er því búist við að hann fari fljótlega að leita sér að konu. 26.11.2006 11:48
Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. 25.11.2006 19:30
Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. 25.11.2006 19:15
Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. 25.11.2006 19:14
Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. 25.11.2006 18:45