Fleiri fréttir

Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni.

Sjálfstæðiskonur óttast áhrif framboðs Árna Johnsen

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur farið fram á það við flokksforystuna að hún skoði sérstaklega mál Árna Johnsen og óttast stjórnin að framboð hans í Suðurkjördæmi kunni að draga úr fylgi flokksins á landsvísu.

Baugsmenn kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar

Baugsmenn hafa lagt fram kæru vegna vanhæfni yfirmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir ætla ekki að svara spurningum lögreglu um skattrannsóknina fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda.

Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í prófkjöri

Á hádegi höfðu þrjú hundruð og fimmtíu manns greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið er á 22 stöðum en alls gefa níu einstaklingar kost í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Þrír sækjast eftir því að leiða listann.

Banaslys á Fljótsdalsheiði

Maður lést í vinnuslysi á Fljótsdalsheiði í morgun, þar sem verið er að breyta Kröflulínu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Slysið bar að með þeim hætti að einangrunarkeðja, sem verið var að hífa upp í eitt mastur línunnar, féll til jarðar og lenti á starfsmanni króatísks fyrirtækis sem þar er að störfum sem verktaki fyrir Landsnet.

Mistök að styðja innrás í Írak

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir stuðning við Íraksstríðið hafa verið mistök sem hafi byggst á röngum upplýsingum. Ákvarðanir um öryggismál og alþjóðaverkefni beri ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og trúnaðarsamráð við lögmætar stofnanir eins og utanríkismálanefnd alþingis.

Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp

Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag.

Bílvelta undir Hafnarfjalli

Fólksbíll keyrði útaf undir Hafnarfjalli rétt um sjö leytið í kvöld. Velti ökumaður bílnum og er bíllinn mikið skemmdur en ökumaðurinn var einn á ferð. Hlaut hann áverka á höfði og brjóstkassa og var því fluttur á sjúkrahúsið í Borgarnesi og verður fylgst með honum þar yfir nótt. Lögreglan í Borgarnesi gat ekkert sagt um ástæður útafaksturins að svo stöddu.

Ísland og Noregur í varnarsamstarf

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála.

Mið tekið af auknum flutningum

Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari 500 olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra.

Úrslit í ljósmyndasamkeppni NFS

Úrslit liggja nú fyrir í ljósmyndasamkeppni Veðurstofu NFS. Í fyrsta sæti lenti mynd Þorsteins Ásgeirssonar - Norðurljós við Jökulsárlón. Gríðarleg vinna hefur farið í að fara yfir allar myndirnar og velja þær bestu.

Barnið í vistun Barnaverndar Reykjavíkur

Barnið sem reynt var að fara með úr landi frá Akureyri í gærkvöldi, gegn vilja móður þess, hefur verið sett í vistun á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Drengurinn er sex mánaða og hefur lögheimili í Danmörku. Hann hefur hins vegar verið dvalfastur hérlendis í nokkra mánuði vegna deilu foreldranna, en þau eru bæði íslensk.

Ber við minnisleysi

Hálfþrítugur karlmaður, sem var handtekinn eftir ólæti um borð í flugvél í gærkvöld, bar við minnisleysi þegar hann var spurður um háttalag sitt. Maðurinn, sem var færður til skýrslutöku hjá lögreglunni í Reykjavík í dag, var að angra farþega í áðurnefndu flugi og þurfti flugstjóri vélarinnar að taka aukahring af þeim sökum áður en hann gat lent á áfangastað.

ASÍ segir loforð um vaxtabætur svikin

Alþýðusamband Íslands telur ríkisstjórnina svíkja yfirlýsingu sína um vaxtabætur sem gefin var út í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Fjöldi einstaklinga verði af vaxtabótum verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum.

Ættleiðingarstyrkur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti niðurstöðu starfshóps á vegum ráðuneytisins en hann leggur til að veittur verði 480 þúsund króna styrkur til foreldra sem ættleiða börn í gegnum löggild ættleiðingarfélög. Styrkurinn verður undanþeginn staðgreiðslu. Foreldrar barna sem koma til landsins eftir gildistöku laganna eiga rétt á styrknum.

Gylliboð verslana falla ekki alltaf í kramið

Hvert gylliboðið á fætur öðru er nú sett fram af kaupmönnum sem vilja laða viðskiptavini að. Bílasalar bjóða inneignir í verslunum og kreditkortatímabilið lengist. Nýtt greiðslukortatímabil hefst 7. desember og munu færslur eftir það greiðast í byrjun febrúar. Leikfangaverslunin Leikbær býður viðskiptavinum sínum hins vegar að kaupa vörur núna, sem koma til greiðslu í febrúar.

Sigurerni ekki fargað

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir tilkynnti nú rétt í þessu að sýnin sem tekin höfðu verið úr erninum Sigurerni og tveimur fálkum í húsdýragarðinum vegna gruns um fuglaflensumótefni í þeim hefðu reynst neikvæð. Sýnin voru send til Svíþjóðar til rannsókna.

Kársnesbrautin gæti farið í stokk

Kársnesbrautin í Kópavogi verður hugsanlega sett í stokk til að liðka fyrir aukinni umferð samfara mikilli fólksfjölgun í vesturbæ Kópavogs. Gunnar I. Birgisson segir að Samfylkingunni hugnist lítt að fá ný atvinnutækifæri í bæinn.

Íslendingar vernda umhverfið

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sat í dag leiðtogafund aðildarríkja Norðlægrar víddar (Northern Dimension) í Helsinki. Þar voru ríkisstjórnaroddvitar þríeykis Evrópusambandsins, Rússlands, Íslands og Noregs. Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur þessara ríkja og er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, stöðugleika, velsæld og öryggi í norðanverðri Evrópu. Samþykkt var pólitísk yfirlýsing og ný rammaáætlun um framkvæmd samstarfsins.

Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík

Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka.

Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis

Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006.

Skautasvell á Ingólfstorgi í desember

Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi þann 7. desember og verður opið til mánaðarloka. Það er Tryggingamiðstöðin, sem er með höfuðstöðvar sínar við Aðalstræti, sem setur svellið upp í samvinnu við borgina og er það gert vegna 50 ára afmælis félagsins sem einmitt verður haldið hátíðlegt þann 7. desember næstkomandi.

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra.

Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Varað við svifryki í borginni

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar varar við því að svifryk mælist nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stilltu veðri fram á kvöld og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum.

Svafa Grönfeldt er nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Dr. Svafa Grönfeldt hefur verið ráðin rektor Háskóla Íslands í stað Guðfinnu S. Bjarnadóttur, sem hefur verið rektor skólans frá stofnun hans 1998. Svafa hefur verið aðstoðarforstjóri Actavis frá því í október í fyrra. Bjarni Ármannsson, formaður háskólaráðs HR tilkynnti starfsmönnum skólans þetta á fundi sem haldinn var klukkan 15:30 í dag.

Landsvirkjun tvöfaldar styrk sinn við Ómar

Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að tvöfalda stuðning sinn við Ómar Ragnarsson fréttamann úr fjórum milljónum í átta vegna kvikmyndar sem hann vinnur að um fyllingu Hálslóns við Kárahnjúka. Ákvörðunin var tekin á fundi stjórnarinnar í morgun.

Íslendingar í samstarf við Bollywood?

Íslendingar munu leita eftir nánara samstarfi við Indverja á sviði kvikmynda og reyna að lokka framleiðendur Bollywood-mynda til landsins. Frá þessu er greint á indverska fréttavefnum newkerala.com.

Umferðaröryggi á Íslandi meðal þess besta í Evrópu

Íslendingar eru í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar umferðaröryggi að mati doktors Günters Breyers, aðstoðarvegamálastjóra Austurríkis og forstöðumanns tækni- og umferðaröryggissviðs samgönguráðuneytis landsins.

Hrakningar Wilke halda áfram

Hrakningum flutningaskipsins Wilke hér við land virðist ekki ætla að linna því í gær sigldi skipið á fiskiskipið Brynjólf í höfninni í Vestmannaeyjum. Engin slys urðu á fólki en töluverðar skemmdir urðu á Brynjólfi. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Enski boltinn aftur á Sýn

365 hafði betur í keppni við Skjásport í baráttu um sýningarrétt frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu tímabilinu 2007 til 2010. Ari Edwald, forstjóri 365, staðfesti þetta við fréttastofu NFS. Skjár einn og Skjásport hafa haft réttinn síðastliðin þrjú ár en þar áður hafði Sýn sýningarréttinn.

Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi

Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær.

15 mánuðir fyrir rán í apóteki

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum.

Nærri tíunda hvert heimili án reykskynjara

Enginn reykskynjari er á nærri einu af hverjum tíu heimilum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna.

Styrkir til ættleiðingar erlendis frá

Nýtt frumvarp um styrki frá ríkinu til foreldra sem ættleiða barn erlendis frá verður lagt fram í næstu viku. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan hálf fjögur þar sem hann ætlar að kynna frumvarpið. Styrkirnir nema tæpri hálfri milljón króna en allir sem uppfylla skilyrði laga um ættleiðingar eiga rétt á styrknum.

Stefndi farþegum og flugliðum í hættu með slagsmálum

Stjórnendur Flugfélags Íslands telja að maðurinn, sem efndi til slagsmála um borð í Fokker-vél félagsins á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í gærkvöldi, hafi stefnt farþegum og flugliðum í hættu.

Fjárlögum vísað til þriðju umræðu

Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri

Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur.

Sjá næstu 50 fréttir