Fleiri fréttir Fær bara aðgang að hlerunargögnum um sjálfan sig Þjóðskjalasafnið veitti nú síðdegis Kjartani Ólafssyni, sagnfræðingi og fyrrverandi alþingismanni, leyfi til að skoða gögn sem varða hleranir á honum sjálfum. Kjartan er ekki sáttur við úrskurðinn og vill fá sama aðgang að gögnum og Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk og ætlar með málið til dómsstóla, ef menntamálaráðherra skikkar ekki þjóðskjalasafnið til að breyta úrskurði sínum. 20.10.2006 18:45 Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. 20.10.2006 18:40 Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. 20.10.2006 18:04 Watson óheimilt að koma inn fyrir 12 mílur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmir hvalveiðar Íslendinga og segir að ef hún fengi að ráða yrðu hvalveiðar alfarið bannaðar að eilífu. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd-samtakanna, sem sökkti tveimur hvalveiðiskipum á níunda áratugnum, boðar komu sína á Íslandsmið, en honum er óheimilt að koma inn í íslenska lögsögu. 20.10.2006 17:47 Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. 20.10.2006 17:08 Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. 20.10.2006 16:55 Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. 20.10.2006 16:41 Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. 20.10.2006 16:30 Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. 20.10.2006 16:16 Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. 20.10.2006 16:15 Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. 20.10.2006 16:05 Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. 20.10.2006 15:54 Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. 20.10.2006 15:41 Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. 20.10.2006 15:05 Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag. 20.10.2006 14:55 Starfshópur á að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofna starfshóp til að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar á úthöfum. 20.10.2006 14:19 Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi. 20.10.2006 13:51 Varað við sandfoki á Mýrdalssandi Vegagerðin varar við sandfoki á Mýrdalssandi og á minnir á að hálkublettir eru víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi. Hálka er á Lágheiði. Þá er hálka og hálkublettir víða á Norðaustur-og Austurlandi. 20.10.2006 13:28 ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. 20.10.2006 13:17 Óeðlilegur munur á fé til boltaleikja og íslenskrar menningar Óeðlilega mikill munur er á þeim upphæðum sem Ríkissjónvarpið ver í kaup á íþróttakappleikjum annars vegar og í innlenda dagskrárgerð hins vegar. Á þetta bendir formaður Bandalags íslenskra listamanna. 20.10.2006 12:36 Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. 20.10.2006 12:34 Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér. 20.10.2006 11:57 Utanríkisráðuneytið greiðir götu alþjóðabjörgunarsveitarinnar Utanríkisráðuneytið og Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að utanríkisráðuneytið beri kostnað af útköllum alþjóðabjörgunarsveitarinnar auk þess að styrkja fulltrúa sveitarinnar til að fara á samráðsfundi alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2006 11:38 Óþekktarormaleitartæki í skólanum í Bolungarvík Starfsmenn áhaldahúss Bolungarvíkurbæjar kynntu skólabörnum nýjung í tækjaflóru bæjarins í heimsókn sinni í skólann í fyrradag: tæki sem getur greint hvaða börn eru þæg og hverjir eru óþekktarormar. "Óþekktarormaleitartækið" sem starfsmenn áhaldahússins höfðu meðferðis var reyndar tæki sem leitar að gömlum lögnum í jarðvegi, að sögn fréttavefs Bæjarins besta. 20.10.2006 11:22 Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500 Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til. 20.10.2006 11:12 Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43 Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09 Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00 Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00 Mýrin fær 4 stjörnur Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu. 19.10.2006 21:26 Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30 Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30 Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06 Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00 ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50 Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45 Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45 Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37 Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19 Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17 Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57 Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50 Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32 Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25 Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48 Sjá næstu 50 fréttir
Fær bara aðgang að hlerunargögnum um sjálfan sig Þjóðskjalasafnið veitti nú síðdegis Kjartani Ólafssyni, sagnfræðingi og fyrrverandi alþingismanni, leyfi til að skoða gögn sem varða hleranir á honum sjálfum. Kjartan er ekki sáttur við úrskurðinn og vill fá sama aðgang að gögnum og Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk og ætlar með málið til dómsstóla, ef menntamálaráðherra skikkar ekki þjóðskjalasafnið til að breyta úrskurði sínum. 20.10.2006 18:45
Íslenska friðargæslan kostar 600 milljónir Íslenska friðargæslan kostar sex hundruð milljónir króna á ári. Hér eftir mun hún snúa sér að borgaralegum verkefnum, en utanríkisráðherra vill þó ekki afvopna Íslensku friðargæsluna. 20.10.2006 18:40
Forsetalisti HR birtur Bestu nemendur Háskólans í Reykjavík voru heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum í dag. Að þessu sinni hlutu 65 nemendur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessir nemendur komust á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en það þýðir að þessir nemendur fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn. 20.10.2006 18:04
Watson óheimilt að koma inn fyrir 12 mílur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmir hvalveiðar Íslendinga og segir að ef hún fengi að ráða yrðu hvalveiðar alfarið bannaðar að eilífu. Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd-samtakanna, sem sökkti tveimur hvalveiðiskipum á níunda áratugnum, boðar komu sína á Íslandsmið, en honum er óheimilt að koma inn í íslenska lögsögu. 20.10.2006 17:47
Grundvöllur skylduaðildar brostinn ef til skerðingar kemur Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands skorar á stjórnir þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem boðað hafa skerðingar og niðurfellingar lífeyrisgreiðslna til öryrkja að hverfa frá þeim áformum sínum. Að öðrum kosti lítur Öryrkjabandalagið svo á að grundvöllur núverandi skylduaðildar að lífeyrissjóðunum í landinu sé brostinn. 20.10.2006 17:08
Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna. 20.10.2006 16:55
Fangar hafa aflýst hungurverkfalli Fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg hafa ákveðið að aflýsa hungurverkfalli sem þeir ætluðu að hefja klukkan fjögur í dag. Talsmaður fanganna segir þá hafa fengið skrifleg svör við beiðnum sínum í dag og að komið hafi verið til móts við hluta af kröfum þeirra um bætta aðstöðu, svo sem fæði og loftræstingu í klefum. 20.10.2006 16:41
Hlaut Fjöreggið í dag Guðrún Adolfsdóttir matvælafræðingur hlaut í dag Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, á ráðstefnu í tilefni matvæladags MNÍ. 20.10.2006 16:30
Dráttartaug komin í trilluna Búið er að koma dráttartaug í vélavana trillu sem er skammt úti fyrir Siglunesi. Björgunarsveitin Sigurvin á Siglufirði fór að trillunni sem rak að landi. Einn maður er um borð. 20.10.2006 16:16
Þórhildur sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjöri í Reykjavík Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingkona, sækist eftir sjötta til áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna komandi þingkosninga. 20.10.2006 16:15
Dræm aðsókn í Ísafjarðarbíó Aðsókn í Ísafjarðarbíó, elsta starfandi kvikmyndahús landsins, hefur verið ansi dræm í sumar. Fréttavefurinn Bæjarins besta eftir Steinþóri Friðrikssyni hjá Ísafjarðarbíói að hann telji að svokallaðar sjóræningjaútgáfur kvikmynda, sem hægt er að nálgast á netinu, spili þar stórt hlutverk. 20.10.2006 16:05
Jóhanna sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir þingkona hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. 20.10.2006 15:54
Björgunarsveit á leið að vélarvana bát við Siglufjörð Björgunarsveit á björgunarbátnum Sigurvin á Siglufirði hefur verið kölluð út vegna vélarvana trillu skammt úti fyrir Siglunesi sem rekur að landi. Einn maður er um borð. Að sögn vaktstöðvar siglinga er björgunarskipið á leið á vettvang en jafnframt er verið að reyna að útvega hraðskreiðari bát til að fara til móts við trilluna. 20.10.2006 15:41
Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!“ sem hófst um miðjan síðasta mánuð. 20.10.2006 15:05
Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag. 20.10.2006 14:55
Starfshópur á að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofna starfshóp til að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar á úthöfum. 20.10.2006 14:19
Vilja stofna sérstakt Loftlagsráð Þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót Loftslagsráði sem meðal annars hafi það verkefni að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og annarra skaðlegra efna og meta líkleg áhrif loftslagsbreytinga á þjóðarhag og þjóðaröryggi. 20.10.2006 13:51
Varað við sandfoki á Mýrdalssandi Vegagerðin varar við sandfoki á Mýrdalssandi og á minnir á að hálkublettir eru víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi. Hálka er á Lágheiði. Þá er hálka og hálkublettir víða á Norðaustur-og Austurlandi. 20.10.2006 13:28
ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum. 20.10.2006 13:17
Óeðlilegur munur á fé til boltaleikja og íslenskrar menningar Óeðlilega mikill munur er á þeim upphæðum sem Ríkissjónvarpið ver í kaup á íþróttakappleikjum annars vegar og í innlenda dagskrárgerð hins vegar. Á þetta bendir formaður Bandalags íslenskra listamanna. 20.10.2006 12:36
Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. 20.10.2006 12:34
Paul Watson siglir gegn hvalveiðiskipunum Paul Watson, formaður umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd og einhver stórtækasti skemmdarverkamaður Íslandssögunnar, segist ætla að senda tvö skip á Íslandsmið til að koma í veg fyrir hvalveiðar hér. 20.10.2006 11:57
Utanríkisráðuneytið greiðir götu alþjóðabjörgunarsveitarinnar Utanríkisráðuneytið og Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að utanríkisráðuneytið beri kostnað af útköllum alþjóðabjörgunarsveitarinnar auk þess að styrkja fulltrúa sveitarinnar til að fara á samráðsfundi alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. 20.10.2006 11:38
Óþekktarormaleitartæki í skólanum í Bolungarvík Starfsmenn áhaldahúss Bolungarvíkurbæjar kynntu skólabörnum nýjung í tækjaflóru bæjarins í heimsókn sinni í skólann í fyrradag: tæki sem getur greint hvaða börn eru þæg og hverjir eru óþekktarormar. "Óþekktarormaleitartækið" sem starfsmenn áhaldahússins höfðu meðferðis var reyndar tæki sem leitar að gömlum lögnum í jarðvegi, að sögn fréttavefs Bæjarins besta. 20.10.2006 11:22
Tvö íslensk fyrirtæki meðal þeirra efstu á Europe´s 500 Tvö íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra tíu efstu á lista samtakanna Europe's 500 yfir framsæknustu fyrirtæki í Evrópu fyrir árið 2006. Alls eru fimm íslensk fyrirtæki á listanum og hefur störfum hjá þeim fjölgað hraðast að meðaltali í þeim 25 Evrópulöndum sem listinn nær til. 20.10.2006 11:12
Setning Kirkjuþings á morgun Kirkjuþing verður sett á morgun en í ár sitja um sextíu prósent fulltrúa á þinginu Kirkjuþing í fyrsta sinn. 20.10.2006 10:43
Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila. 20.10.2006 10:09
Aldrei fleiri útskrifast af framhaldsskólastigi en 2004-2005 Aldrei hafa fleiri nemendur úrskrifast af framhaldsskólastigi en skólaárið 2004-2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Alls brautskráðust rétt rúmlega 4.800 nemendur af framhaldsskólastigi með hátt í 5300 próf en í þeim hópi voru konur nokkru fleiri en karlar. 20.10.2006 10:00
Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann. 20.10.2006 10:00
Mýrin fær 4 stjörnur Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu. 19.10.2006 21:26
Bannað að nota firmanafnið Orms lyftur Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að hún telur að Orms lyftur ehf. hafi með notkun trúnaðarupplýsinga úr rekstri Bræðranna Ormsson ehf., með bréfi til viðskiptavina og með notkun firmanafnsins Orms lyftur ehf. brotið gegn ákvæðum um atvinnuleyndarmál og firmanöfn í lögum um óréttmæta viðskiptahætti. 19.10.2006 19:30
Frjármálaráðherra fundar með 3 framkvæmdastjórum ESB Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, átti í gær og í dag fundi með þremur framkvæmdastjórum Evrópusambandsins, þeim Joaquín Almunia, sem fer með efnahagsmál, Lasló Kóvaks sem fer með tolla- og skattamál og Dalíu Grybauskaité sem fer með fjármál sambandsins. Tilgangur fundanna var að ræða um stefnumál og þróun sambandsins á þessum sviðum. Auk þess heimsótti ráðherrann Eftirlitsstofnun EFTA og fékk kynningu á starfseminni sem felst í að fylgjast með framkvæmd samningsins um evrópska efnahagssvæðið hjá Íslandi, Noregi og Lichtenstein. 19.10.2006 18:30
Segja ríkisstjórnina klofna í afstöðu til hvalveiða Áhöfninni á Hval níu hefur enn ekki tekist að fanga hval á þeim tæpu tveimur sólarhringum sem liðnir eru frá því skipið hélt til veiða á þriðjudagskvöld. Hart var deilt á Alþingi í morgun um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila veiðarnar og gefið í skyn að ríkisstjórnin væri klofin í málinu vegna fyrirvara umhverfisráðherra. 19.10.2006 18:06
Háskólinn baðaður bleikum lit á morgun Háskóli Íslands tekur á táknrænan hátt þátt í átaki helgað árvekni um brjóstakrabbamein og mun lýsa upp Aðalbygginguna í bleika lit átaksins. Kveikt verður á lýsingunni annað kvöld kl. 19:30 í tengslum við Háskólahátíð sem verður haldin daginn eftir. 19.10.2006 18:00
ASÍ segir ríkisstjórnina svíkja loforð um leiðréttingu vaxtabóta Forysta Alþýðusambandsins segir stjórnvöld hafa svikið loforð frá því í sumar um leiðréttingu á vaxtabótakerfinu. Nýtt frumvarp fjármálaráðherra dragi mun minna úr skerðingu vaxtabóta en heitið hafi verið. 19.10.2006 17:50
Kynbundinn launamunur nánast ekkert minnkað á 10 árum Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu og kallar eftir samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. 19.10.2006 17:45
Reykjavík verði valkostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki Borgarráð samþykkti í morgun, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki sem miði að því að gera Reykjavík að áhugaverður valkosti fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn, skipuðum fulltrúa Reykajvíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, verði falið að gera tillögur í þeim efnum. Framkvæmdaáætlun verði síðan lögð fyrir í borgarráði í síðasta lagi 1. júlí 2007. 19.10.2006 17:45
Kirkjan styrkir fátæka íslenska unglinga til náms Þjóðkirkjan hefur stofnað sjóð til að styrkja fátæka íslenska unglinga í gegnum framhaldsskóla. 19.10.2006 17:37
Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. 19.10.2006 17:19
Gísli Tryggvason stefnir í 2. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007. Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005. Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður, segir í tilkynningu frambjóðandans. 19.10.2006 17:17
Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. 19.10.2006 16:57
Fékk sex mánuði fyrir tilraun til ráns Karlmaður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir ránstilraun og fíkniefnabrot. Félagi hans sem tók þátt í brotunum hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hafði ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot. 19.10.2006 16:50
Fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á vökva sem innihélt amfetamínbasa Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag litháan Roman Kosakovskis í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti til landsins verulegt magn af vökva sem innihélt amfetamínbasa og brennisteinssýru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. 19.10.2006 16:32
Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. 19.10.2006 16:25
Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. 19.10.2006 15:48