Innlent

Tjónið líklega í kringum 600-900 milljónir

Bráðabirgðamat á stórbruna í verksmiðju íslenska fyrirtækisins Fram Foods SA í Saran í Frakklandi í síðustu viku bendir til að tjónið nemi á bilinu 600-900 milljónum íslenskra króna. Fram Foods er vátryggt fyrir eignatjóni og tapi af framleiðslustöðvun. Starfsemin er þegar komin í gang í hluta af verksmiðjunni sem var í öðrum húsum en því sem brann.

Fram Foods SA framleiðir matvöru, meðal annars kavíar og rússneskar pönnukökur,svokallaðar "blinis" og selur til franskra verslunarkeðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×