Fleiri fréttir Hátt í níu þúsund þreyta samræmd próf í 4. og 7. bekk Hátt í níu þúsund börn í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyta í dag og á morgun samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. 19.10.2006 14:24 Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. 19.10.2006 14:12 Varað við óveðri í Öræfasveit Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu. 19.10.2006 14:05 Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. 19.10.2006 14:02 Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. 19.10.2006 13:27 Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta. 19.10.2006 13:00 Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. 19.10.2006 12:45 Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. 19.10.2006 12:40 Iceland Express eykur umsvif sín Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. 19.10.2006 12:30 Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. 19.10.2006 12:17 Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 19.10.2006 12:09 Hafa enn ekki veitt hval Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hafði ekki veitt hval nú rétt fyrir hádegið, eftir því sem Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, best vissi. Skipið er djúpt vestur af landinu, þar sem það lét fyrir berast í nótt, en ekki er hægt að stunda veiðarnar nema í björtu, þegar sést til hvala með berum augum. Kristján sagðist ekki vita betur en að öll vinnsluleyfi lægju nú fyrir. 19.10.2006 11:54 Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. 19.10.2006 11:20 Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða. 19.10.2006 11:10 Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru. 19.10.2006 11:01 Ræddu frið og öryggi á Kóreuskaganum Friður og öryggi á Kóreuskaganum voru aðalumræðuefni á fundi Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreumanna og sérstaks sendiboða Hu Jintaos, forseta Kína. Embættismaðurinn færði Kim Jong-il bestu óskir frá Hu Jintao og þar að auki persónulega gjöf sem forsetinn hafði sjálfur búið til. Viðræðurnar voru allar á friðsamlegum nótum. 19.10.2006 10:48 600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000 Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005. 19.10.2006 10:45 Hlutverk friðargæslunnar víkkað og fjölgað í liðinu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti á fundi með utanríkismálanefnd í dag að hlutverk íslensku friðargæslunnar verði víkkað auk þess sem fjölgað verði í liðinu. Friðargæslan mun nú auk flugvallargæslu, í auknum mæli taka að sér verkefni á sviði heilsugæslu. Heildarfjöldi friðargæsluliða hefur ekki verið ákveðinn og kostnaðurinn við breytingarnar liggur ekki fyrir. 19.10.2006 10:36 Kertin lýsa upp Veturnætur á Ísafirði Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að kveikja á kertum við heimili sín klukkan sjö í kvöld þegar lista- og menningarhátíðin Veturnætur gengur í garð. Verslunareigendur í miðbænum munu kveikja á kertum við dyr verslana sinna í dag þegar hátíðin verður sett. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. 19.10.2006 10:21 Varað við hálkublettum víða um land Vegagerðin varar við hálkulettum víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og éljagangur og snjóþekja er á Lágheiði. 19.10.2006 10:15 Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim. 19.10.2006 10:00 Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku. 18.10.2006 23:28 Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. 18.10.2006 21:27 Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. 18.10.2006 20:02 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil. 18.10.2006 19:39 Bandaríkjamenn ætluðu að loka tveimur ratsjárstöðvum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra telur sig ekki geta komið í veg fyrir flutning starfa á vegum Ratsjárstofnunar frá landsbyggðinni á Keflavíkurflugvöll. Ráðherrann vonast þó til að allar fjórar núverandi ratsjárstöðvar verði áfram starfræktar, þrátt fyrir brottför hersins. 18.10.2006 18:45 Skrifræði að opna veitingahús Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti. 18.10.2006 18:45 Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. 18.10.2006 18:32 Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna. 18.10.2006 18:30 Elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum, varð í dag sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð svo vitað sé, 109 árum og 59 dögum. Hún er hraust en er þó farin að missa heyrn og hefur litla fótaferð. 18.10.2006 18:21 Enginn hvalur enn Hvalstöðin í Hvalfirði er ekki með vinnsluleyfi til að verka hvalkjöt. Stefnt er að því að leysa það mál áður en Hvalur 9 kemur að landi með fyrsta hvalinn til vinnslu. Engar fregnir hafa enn borist af veiði. 18.10.2006 18:19 Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn. 18.10.2006 17:36 Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. 18.10.2006 16:53 Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. 18.10.2006 16:45 Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. 18.10.2006 16:32 Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. 18.10.2006 16:13 Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. 18.10.2006 16:00 Sólveig elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag. 18.10.2006 15:47 Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. 18.10.2006 15:20 Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. 18.10.2006 14:53 Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. 18.10.2006 14:46 Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. 18.10.2006 14:06 Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. 18.10.2006 14:06 Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. 18.10.2006 12:45 Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. 18.10.2006 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hátt í níu þúsund þreyta samræmd próf í 4. og 7. bekk Hátt í níu þúsund börn í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyta í dag og á morgun samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. 19.10.2006 14:24
Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. 19.10.2006 14:12
Varað við óveðri í Öræfasveit Vegagerðin varar við óveðri í Öræfasveit. Þar hafa hviður farið upp í fimmtíu metra á sekúndu í dag og er fólk beðið um að vera ekki á ferð að ástæðulausu. 19.10.2006 14:05
Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. 19.10.2006 14:02
Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. 19.10.2006 13:27
Saxbygg kjölfestufjárfestir í Steni Fjárfestingarfélagið Saxbygg er kjölfestufjárfestir í kaupum nokkurra fjárfesta á norska fyrirtækinu Steni sem framleiðir húsaklæðingar. Stofnað hefur verið eignarhaldsfélag, Steni Holding AS, sem er í eigu stjórnenda, starfsmanna og hóps íslenskra, norksra og finnskra fjárfesta. 19.10.2006 13:00
Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. 19.10.2006 12:45
Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. 19.10.2006 12:40
Iceland Express eykur umsvif sín Lággjaldaflugfélagið Iceland Express verður eina lággjaldaflugfélagið á Norður-Atlantshafsleiðinni þegar það hefur áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu næsta sumar, með viðkomu á Íslandi. Fjöldi ákvörðunarstaða í Evrópu verður líka tvöfaldaður. 19.10.2006 12:30
Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. 19.10.2006 12:17
Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 19.10.2006 12:09
Hafa enn ekki veitt hval Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hafði ekki veitt hval nú rétt fyrir hádegið, eftir því sem Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, best vissi. Skipið er djúpt vestur af landinu, þar sem það lét fyrir berast í nótt, en ekki er hægt að stunda veiðarnar nema í björtu, þegar sést til hvala með berum augum. Kristján sagðist ekki vita betur en að öll vinnsluleyfi lægju nú fyrir. 19.10.2006 11:54
Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. 19.10.2006 11:20
Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða. 19.10.2006 11:10
Fluttir á sjúkrahús með ósoneitrun Tveir sjómenn af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni frá Eskifriði voru fluttir á sjúkrahúsið í Neskaupsstað undir hádegið, eftir að þeir höfðu orðið fyrir ósoneitrun í lest skipsins. Það lá úti á firðinum og var verið að sótthreinsa lestirnar þegar ósoni var fyrir misskilning dælt í lest, þar sem þeir voru. 19.10.2006 11:01
Ræddu frið og öryggi á Kóreuskaganum Friður og öryggi á Kóreuskaganum voru aðalumræðuefni á fundi Kim Jong-ils, leiðtoga Norður-Kóreumanna og sérstaks sendiboða Hu Jintaos, forseta Kína. Embættismaðurinn færði Kim Jong-il bestu óskir frá Hu Jintao og þar að auki persónulega gjöf sem forsetinn hafði sjálfur búið til. Viðræðurnar voru allar á friðsamlegum nótum. 19.10.2006 10:48
600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000 Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005. 19.10.2006 10:45
Hlutverk friðargæslunnar víkkað og fjölgað í liðinu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti á fundi með utanríkismálanefnd í dag að hlutverk íslensku friðargæslunnar verði víkkað auk þess sem fjölgað verði í liðinu. Friðargæslan mun nú auk flugvallargæslu, í auknum mæli taka að sér verkefni á sviði heilsugæslu. Heildarfjöldi friðargæsluliða hefur ekki verið ákveðinn og kostnaðurinn við breytingarnar liggur ekki fyrir. 19.10.2006 10:36
Kertin lýsa upp Veturnætur á Ísafirði Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að kveikja á kertum við heimili sín klukkan sjö í kvöld þegar lista- og menningarhátíðin Veturnætur gengur í garð. Verslunareigendur í miðbænum munu kveikja á kertum við dyr verslana sinna í dag þegar hátíðin verður sett. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. 19.10.2006 10:21
Varað við hálkublettum víða um land Vegagerðin varar við hálkulettum víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og éljagangur og snjóþekja er á Lágheiði. 19.10.2006 10:15
Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim. 19.10.2006 10:00
Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabótakröfu manns á fimmtugsaldri sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni þegar hann var, gegn vilja sínum, fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána á Íslandi eftirstöðvar refsidóms sem hann hlaut í Danmörku. 18.10.2006 23:28
Lögfræðingur Mjólku gagnrýnir landbúnaðarráðherra Hrjóbjartur Jónatansson, lögfræðingur Mjólku, segir óhjákvæilegt að gera athugasemdir við málflutning Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, í Kastljósi Sjónvarpsins mánudaginn 16. október. Þar hafi ráðherra haldið því ranglega fram að Mjólka byggi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum, þvert á nýbirta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu frá Hróbjarti segir að ráðherra hafi afgreitt áform fyrirtækisins um að leita réttar síns, vegna ólögmætrar mismununar, sem fullyrðingar út í loftið. 18.10.2006 21:27
Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. 18.10.2006 20:02
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli Nokkur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag þegar tilkynning barst lögreglu á vellinu kl. 17:25 um vandræði með hjólabúnað vélar sem var að búa sig til lendingar. 5 manns voru um borð í vélinni sem er veggja hreyfla og lítil. 18.10.2006 19:39
Bandaríkjamenn ætluðu að loka tveimur ratsjárstöðvum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra telur sig ekki geta komið í veg fyrir flutning starfa á vegum Ratsjárstofnunar frá landsbyggðinni á Keflavíkurflugvöll. Ráðherrann vonast þó til að allar fjórar núverandi ratsjárstöðvar verði áfram starfræktar, þrátt fyrir brottför hersins. 18.10.2006 18:45
Skrifræði að opna veitingahús Til að opna kaffihús getur þurft að leggja fram meira en þrjátíu fylgigögn þrátt fyrir að fyrirtækið hafi þegar lagt fram gögnin vegna annarra veitingastaða. Þetta hefur forstjóri Kaffitárs fengið að margreyna enda hefur fyrirtækið opnað sex kaffihús en að auki þarf að gera allt upp á nýtt á fjögurra ára fresti. 18.10.2006 18:45
Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. 18.10.2006 18:32
Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna. 18.10.2006 18:30
Elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum, varð í dag sá Íslendingur sem hæstum aldri hefur náð svo vitað sé, 109 árum og 59 dögum. Hún er hraust en er þó farin að missa heyrn og hefur litla fótaferð. 18.10.2006 18:21
Enginn hvalur enn Hvalstöðin í Hvalfirði er ekki með vinnsluleyfi til að verka hvalkjöt. Stefnt er að því að leysa það mál áður en Hvalur 9 kemur að landi með fyrsta hvalinn til vinnslu. Engar fregnir hafa enn borist af veiði. 18.10.2006 18:19
Tekið með silikihönskum á mjólkuriðnaðinum Umhverfisráðherra hefur fengið kvörtun frá Félagi íslenskra stórkaupmanna þar sem umbúðir utan um mjólkurdrykki í plastumbúðum bera ekki skilagjald. Framkvæmdastjóri félagsins segir þetta vera klára samkeppnislega mismunun og enn eitt dæmið þar sem stjórnvöld fara með silkihönskum um mjólkuriðnaðinn. 18.10.2006 17:36
Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. 18.10.2006 16:53
Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. 18.10.2006 16:45
Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. 18.10.2006 16:32
Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. 18.10.2006 16:13
Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. 18.10.2006 16:00
Sólveig elsti Íslendingur sögunnar Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli náði í dag þeim merka áfanga að verða elsti Íslendingur sögunnar sem sannanlega er vitað um. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst og er því 109 ára og 59 daga gömul í dag. 18.10.2006 15:47
Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. 18.10.2006 15:20
Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. 18.10.2006 14:53
Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. 18.10.2006 14:46
Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. 18.10.2006 14:06
Hvalur 9 á hvalaslóðum djúpt úti af Faxaflóa Flaggskip hvalveiðiflotans, Hvalur 9, kom á hvalaslóðir djúpt úti af Faxaflóa um hádegisbil. Síðast þegar fréttist hafði enginn hvalur verið skotinn. Hvalbáturinn er staddur rúmlega eitthundrað sjómílur norðvestur af Garðskaga, en hann sigldi af stað til veiða úr hvalstöðinni í Hvalfirði í gærkvöldi. 18.10.2006 14:06
Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. 18.10.2006 12:45
Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. 18.10.2006 12:30