Innlent

Utanríkisráðuneytið greiðir götu alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Alþjóðabjörgunarsveitin hefur þegar farið á vettvang víða um heim og bjargað fólki úr rústum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þessi mynd er frá jarðskjálftunum í Marokkó.
Alþjóðabjörgunarsveitin hefur þegar farið á vettvang víða um heim og bjargað fólki úr rústum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þessi mynd er frá jarðskjálftunum í Marokkó. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Utanríkisráðuneytið og Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) skrifuðu í dag undir samstarfssamning þess efnis að utanríkisráðuneytið beri kostnað af útköllum alþjóðabjörgunarsveitarinnar auk þess að styrkja fulltrúa sveitarinnar til að fara á samráðsfundi alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er á viðbragðslista alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að og starfar með. Samningurinn felur einnig í sér að sveitin verði tiltæk til að sinna þeim beiðnum sem koma frá alþjóðastofnunum og löndum sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum.

Samningurinn var undirritaður í tilefni af ráðstefnunni Björgun 2006 sem fram fer um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×