Fleiri fréttir

Hörð samkeppni Íslendinga erlendis

Allt stefnir í harða samkeppni íslenskra fyrirtækja á fasteignamarkaðnum á meginlandi Evrópu þar sem Baugur og Straumur-Burðarás munu takast á.

Sammála um að hætta viðræðum

Iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um að ekki séu lengur forsendur fyrir frekari viðræðum um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun.

Lést í bílslysi

Stúlkan sem lést þegar bíll hennar fór út af Hnífsdalsvegi og hafnaði úti í sjó í gærdag hét Þórey Guðmundsdóttir. Þórey var fædd árið 1988 og hefði hún orðið átján ára í mars. Þórey var til heimilis að Garðavegi í Hnífsdal. Lögreglan á Ísafirði rannsakar tildrög slyssins.

Íslensk stúlka hætt komin

Íslensk stúlka var hætt komin þegar henni var haldið í gíslingu í Naíróbí í Keníu í um tvær klukkustundir. Fimm menn réðust inn á heimilið sem hún bjó á, vopnaðir byssum og ógnuðu heimilisfólki.

Safnast saman fyrir utan launamálaráðstefnu

Leikskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu ætla að safnast saman fyrir utan hús Orkuveitu Reykjavíkur eftir hádegi í dag, við upphaf launamálaráðstefnu sveitarfélaganna, til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt launakjör. Miklar vonir eru bundnar við að á ráðstefnunni náist samkomulag um laun leikskólakennara og ófaglærðra starfsmanna leikskólanna.

Mikil hækkun á Avion við skráningu

Verðmæti Avion Group jókst um tæpa tuttugu milljarða króna á fyrstu mínútunum eftir opnun Kauphallar Íslands í morgun. Avion er lang stærsta fyrirtækið sem skráð hefur verið í Kauphöllina en skráning þess hófst þar í morgun.

Mál Bubba gegn 365 tekið fyrir

Mál Bubba Morthens gegn 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfarssyni vegna umfjöllunar tímaritsins Hér og nú um Bubba var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögmenn lögðu fram gögn í morgun og þeim gefst frekari tími til að afla gagna áður en málsmeðferð hefst.

Skoða hvernig efla megi starfsnám

Menntamálaráðherra hefur skipað átta manna nefnd sem á að skoða leiðir til að efla starfsnám. Meðal þess sem á að skoða er hvernig stuðla megi að aukinni aðsókn í starfsnám og tryggja fjölbreytt námsframboð. Formaður nefndarinnar er Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands.

Vill veiðibann á loðnuna

Loðnuveiðar á að stöðva og setja á veiðibann strax, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við upphaf þingfundar. Hann sagði ástand loðnustofnsins grafalvarlegt og vildi að hætt yrði að veiða það litla sem finndist við loðnuleit.

Félagsráðgjafar felldu samning

Félagsráðgjafar felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í vikunni. Kosningaþátttaka var um 90 prósent og greiddu nær allir atkvæði gegn samningnum.

Mótmæla trúnaðarkvöð

Stjórnarandstæðingar mótmæltu því á fundi menntamálanefndar Alþingis í morgun að þeir yrðu að heita trúnaði gegn því að fá afhent afrit af bréfaskiptum mennta- og fjármálaráðuneytisins við Eftirlitsstofnunar EFTA vegna athugunar stofnunarinnar á Ríkisútvarpinu.

Víða óveður og ófærð

Óveður og ófærð gera ökumönnum erfitt fyrir víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er um Klettsháls, Eyrarfjall og Öxi. Á Mörðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði er þungfært og óveður og þungfært á Breiðdalsheiði.

Styðja biskup Íslands

Samvinnuhópur tuttugu kristinna trúfélaga og nítján einstaklinga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við Biskup Íslands og harmað fráhvarf kristinna siðferðisgilda sem ríkisstjórn Íslands sýnir með frumvarpi til laga um réttarstöðu samkynhneigðra. Í yfirlýsingunni segir að hjónaband sé sáttmáli á milli einnar konu og eins karls og minnt er á rétt barns til að þekkja báða foreldra sína.

Fannst meðvitundarlaus í Bláfjöllum

Stúlka fannst meðvitundarlaus laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld, í efstu brekkunni við elstu stólalyftuna í Bláfjöllum, og var þegar kallað á sjúkrabíl sem flutti hana á Slysadeild Landsspítalans.

Næst lægst verðbólga hér

Pólland er eina ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem verðbólga er lægri en á Íslandi samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan mælist samkvæmt þessu eitt prósent á Íslandi frá desember 2004 til desember 2005 en 0,8 prósent í Póllandi.

Upplýstu sex fíkniefnamál

Sex fíkniefnamál og vopnalagabrot komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt. Við leit í tveimur húsum og á fólki fannst amfetamín, kókaín, hass og marijúana, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið. Þá var lagt hald á rafstuðbyssu, hnífa og kylfur.

Haldið í gíslingu í tvo tíma

Tvítugri íslenskri stúlku var haldið í tvo tíma í gíslingu í Naíróbí í Kenýa ásamt fleira fólki á föstudaginn fyrir viku. Fimm vopnaðir ræningjar réðust þá inn í húsið og ógnuðu fólki með skotvopnum meðan þeir hrifsuðu til sín skartgripi og verðmæti, engum skotum var þó hleypt af.

Tildrög slyssins rannsökuð í dag

Rannsóknanefnd bílslysa er væntanleg til Ísafjarðar í dag til að rannsaka tildrög banaslyss, sem varð á Óshlíðarvegi á milli Ísafjarðar og Hnífsdals síðdegis í gær, þegar ung kona missti stjórn á bíl sínum í flug hálku með þeim afleiðingum að bíllinn hafanði ofan í sjó.

28 milljarða hagnaður Baugs

Baugur Group hagnaðist um 28 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Þar af eru fimmtán milljarðar króna í formi innleysts hagnaðar. Eignir Baugs í árslok voru bókfærðar á 145 milljarða króna og eigið fé var 62,9 milljarðar.

Gefur ekki upp hvort fleiri gætu tengst málinu

Lögfræðingur Landspítalans vill ekki tjá sig um það hvort fleiri geti tengst meintu fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans á árunum 2002 til 2004. Málið er til rannsóknar hjá Ríkislögreglustjóra. Upphæðin sem um ræðir hleypur á milljónum króna.

Ný heilsugæslustöð

Ný heilsugæslustöð sem þjónar um níu þúsund íbúum í Voga- og Heimahverfi var vígð í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra afhenti húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Glæsibæ að viðstöddu fjölmenni.

Þorrinn hefst með Bóndadegi á morgun

Þorrinn hefst á morgun með tilheyrandi þorramat og þorrablótum. Bóndadagur markar upphaf Þorrans en samkvæmt hefðinni eiga karlmenn að vakna árla morguns og hoppa um hálfnaktir á einum fæti í kringum hús sitt.

Meint fjármálamisferli á Landspítalanum í rannsókn

Meint fjármálamisferli á glasafrjóvgunardeild Landspítalans er til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Einum starfsmanni hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um að hafa verið viðriðinn málið.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan sjómann

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veiks skipverja um borð í bát sem staddur var 25 sjómílur vestur af Snæfellsnesi sem er um 2 og ½ tíma siglingu frá Ólafsvík.

Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi

Skattbyrði jókst hvergi meira í iðnríkjum heims en á Íslandi á árunum 1995 til 2004. Þetta sýna skattaskýrslur OECD. Ísland er nú komið í hóp þeirra tíu ríkja þar sem skattbyrði er þyngst. Núverandi stjórnarflokkar settust að völdum árið 1995 og hafa síðan verið iðnir við að halda því fram að þeir væru að lækka skatta.

Sparisjóður Hafnarfjarðar dæmdur í Hæstarétti til að greiða manni 33 milljónir

Sparisjóður Hafnarfjarðar var dæmdur í Hæstarétti í dag til að greiða manni skaðbætur uppá tæplega 33 milljónir vegna vanrækslu starfsmanna Sparisjóðsins. Vegna mistaka starfsfólksins féll fullnusturéttur á hendur útgefanda niður og taldi maðurinn sig því hafa orðið fyrir fjárhagstjóni sem upphæðinni nemur.

Ljósleiðari fór í sundur

Ljósleiðari fór í sundur rétt við Hvalfjarðargöngin á þriðja tímanum í dag. Viðskiptavinir Og Vodafone á Akranesi og nágrenni eru netsambandslausir vegna þessa og er viðgerð þegar hafin. Ljósleiðarinn fór í sundur vegna jarðvegsvinnu.

Samningur um miðlæga stýringu umferðarljósa undirritaður

Reykjavíkurborg og Vegagerðin hafa undirritað samning við Siemens um nýtt vöktunar- og stýrikerfi fyrir umferðarljós í Reykjavík. Samningurinn hljóðar uppá sextíú og fimm milljónir króna og mun kostnaður þessi skiptast jafnt á milli aðila.

Lýsa yfir áhyggjum af stöðu leikskólamála í borginni

Samtökin Börnin okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík, lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Eins og greint var frá í gær komst samráðshópur um kjaramál leikskólakennara, sem skipaður var til að koma með hugmyndir að lausnum fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna á morgun, ekki að neinni niðurstöðu og því er hugsanlegt að margir leikskólakennarar segi upp á næstunni.

Lóðaúthlutun á Akranesi og í Borgarbyggð þrefaldast á milli ára

Lóðaúthlutun undir íbúðir á Akranesi og í Borgarbyggð ríflega þrefaldaðist á milli áranna 2004 og 2005 eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns og Skessuhorn greinir frá. Lóðum undir 86 íbúðir var úthlutað árið 2004 en 279 lóðum í fyrra.

Reyna að finna starfsfólk með óhefðbundinni leið

Viðvarandi mannekla veldur því að draga ekki er hægt að taka inn nýja vistmenn á dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa farið heldur óhefðbundna leið til að vekja áhuga fólks á störfum á heimilinu og fólk allt niður í tíu ára hefur sýnt áhuga á störfunum.

Allt á uppleið í Kauphöllinni

Lækkun á úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í gær, þegar nær öll skráð fyrirtæki þar lækkuðu, virðist hafa verið skot út í loftið, því allt hefur verið aftur á uppleið í morgun.

Stjórnvöld bregðast við hruni rækjuveiða

Stjórnvöld reyna nú að draga úr því áfalli að rækjuveiði í íslenskri lögsögu er hrunin og sú litla rækjuvinnsla, sem enn er stunduð í landi, byggir á erlendu hráefni og ber sig varla lengur.

Átök um réttmæti Núpsvirkjunar

Innansveitarátök eru hafin í Gnúpverjahreppi um réttmæti Núpsvirkjunar. Oddvitinn segir að slík virkjun í sveitinni sé ekkert meira en stór fjósbygging meðan aðrir segja virkjunina óverjandi ósóma.

Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Kjaradómslög

Straumur álitsgjafa hefur legið inn á fund Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í allan morgun, þar sem reynt er að komast til botns í því hvort lagasetning til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi, stangist á við stjórnarskrána.

Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.-4. sætið

Sigrún Elsa Smáradóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað til fjórða sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkomandi. Sigrún Elsa hefur verið varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans síðast liðin tvö kjörtímabil og á sæti í menntaráði og leikskólaráði Reykjavíkurborgar. Ennfremur er Sigrún formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og formaður hverfisráðs Hlíða. Sigrún Elsa er matvælafræðingur að mennt.

Nemendur í framhalds- og háskólum aldrei fleiri

42.200 nemar voru skráðir í framhalds- og háskólalandsins í haust samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla.

Á miklum hraða innanbæjar á Akureyri

Ungur ökumaður með aðeins þriggja vikna gamalt ökuskírteini mældist á tæplega hundrað kílómetra hraða innan bæjar á Akureyri í nótt, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Auk þess var fljúgandi hálka á vettvangi. Hann heldur þó skírteininu en þarf að greiða háa sekt og fær punkta í ökuferilsskýrslu sína.

Sjá næstu 50 fréttir