Fleiri fréttir

Gæsluvarðhald Albana framlengt

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi.

Baráttan um farþegana harðnar

Áætlunarferðum á milli Íslands og meginlandsins fjölgar verulega á næsta ári. SAS-Braathens, sem er norski armur SAS-samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Óslóar og Keflavíkur í vetur og nýverið tilkynnti flugrisinn British Airways að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Stansted á Englandi og Keflavíkur síðar í vetur.

Gera við breiðþotu í roki og rigningu

Hátt í 15 kanadískir flugvirkjar eru nú í roki og rigningu að skipta um hreyfil í kanadísku breiðþotunni, sem lenti með bilaðan hreyfil á Keflavíkurflugvelli á sunnudag. Þotan kemst ekki inn í þjónustuskýli Flugleiða á vellinum.

Miklar annir hjá slökkviliði

Miklar annir voru hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins milli átta og tíu í morgun og voru allir dælubílar úti í einu.

NSÍ mótmæla lagabreytingu um auðlindanýtingu

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að Alþingi úthluti áfram virkjanaleyfum en ekki lokaður hópur sérfræðinga og embættismanna eins og tillaga umhverfisráðherra til breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu felur í sér.

Útúrsnúningur hjá ráðherra

Stefán Ólafsson, prófessor, svarar gagnrýni á skýrslu sína, Örorka og velferð á Íslandi, fullum hálsi. Hann segir rangt að hann hafi bara tiltekið tvo bótaflokka við útreikninga sína. Hann hafi beitt 8 ólíkum aðferðum við að sýna þróun kjara og í tveimur af þeim hafi hann bara tiltekið tvo bótaflokka til að sýna ákveðna þróun. Þá sé það útúrsnúningur að hann hafi misskilið aldurstengingu örorkubóta.

Saka launanefnd sveitarfélaga um láglaunastefnu

Tvö starfsmannafélög saka launanefnd sveitarfélaganna um að standa fyrir láglaunastefnu og mismunun sem sé ólíðandi. Munað getur allt að tíu til tólf launaflokkum á milli sveitarfélaga fyrir sambærileg störf.

Ekkert athugavert við viðskiptin

Stjórnendur KB-banka vísa því á bug að nokkurt hafi verið athugavert við viðsk þeirra sama dag og Íbúðalánasjóður efndi til síðasta útboðs síns. Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs telur KB-banka hafa tímasett útboðið til að hækka vexti Íbúðalánasjóðs.

Litlar efndir á rúmum átta árum

Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins.

Vilja áhættumat fyrir olíuflutninga

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að áhættugreining verði gerð vegna olíuflutning og hvetur samgönguyfirvöld til að hefjast handa við slíka vinnu. Mikið magn olíu fer um Hafnarfjörð í viku hverri og vilja bæjaryfirvöld að áhættugreining liggi fyrir svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð ef eitthvað kemur upp á.

Eldur kom upp á Alþingi

Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins á níunda tímanum í morgun en starfsmönnum tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang.

Tvö keppa um efsta sætið

Sjö hafa tilkynnt framboð í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri en framboðsfrestur rennur út eftir viku. Forvalið sjálft fer svo fram laugardaginn 21. janúar. Tvö hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti, þau Baldvin H. Sigurðsson og Valgerður H. Bjarnadóttir.

Yfir 400 í mjög brýnni þörf

402 eldri borgarar eru í mjög brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimili og 53 í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar.

Kostnaður orðinn 200 milljónir

Framboð Íslands við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er kominn í 200 milljónir króna og á eftir að tvöfaldast áður en yfir lýkur að því er fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Vilja loka á launanefnd sveitarfélaga

Stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna fyrir hönd bæjarins.

Samþykktu sameiningu við VR

Félagar í Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar hafa samþykkt sameiningu við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 93 prósent félagsmanna samþykktu sameininguna sem verður til reynslu í eitt ár til að byrja með. Í kjölfarið verður svo metið hvort félögin skuli sameinast að fullu.

SAS hyggst fljúga milli Keflavíkur og Oslóar

SAS-Braathens, sem er norski armur SAS samsteypunnar, tilkynnti í gærkvöldi að félagið ætlaði að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur frá og með 26. mars og fljúga hingað þrisvar í viku.

Vill að Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB banka

Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmis góðum viðskiptaháttum.

Bankarnir tóku skellinn

Viðskiptabankar þeirra sem urðu fyrir því að stolið var úr heimabönkum þeirra bættu þeim að fullu þær fjárhæðir sem stolið var, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Um samtals rúmar tvær milljónir króna er að ræða í fjórum málum sem lögreglan í Reykjavík hefur nú til rannsóknar.

Rauð jól í Reykjavík

Jólin verða rauð með hvítum flekkjum á höfuðborgarsvæðinu segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur. Norðlendingar geta hins vegar átt von á hvítum jólum. Austan- og vestanlands verða jólin ekki snjóþung en gætu þó orðið hvít.

Millifærði þýfi inn á tvo einkareikninga

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um þjófnað úr heimabönkum fólks, millifærði þýfið inn á tvo reikninga sem eru í eigu hans. Lögreglan ber til baka fréttir þess efnis að umræddur maður sé aðeins milliliður í málinu.

Klagar KB banka

Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað í gær að beina því til Fjármálaeftirlitsins að taka viðskipti KB banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs 22. nóvember síðastliðinn til athugunar. Á eftirlitið að kanna hvort viðskiptin stangist á við lög um verðbréfaviðskipti eða samræmist góðum viðskiptaháttum.

Gagnrýni leysir ekki vandann

"Stofnunin er í mjög erfiðri stöðu og nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á skipulagi byggðamála eigi þau að skila tilætluðum árangri." Þetta segir í tilkynningu frá Sigurði H. Helgasyni, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Stjórnhátta ehf.

Níu bílaþjófar af tíu sleppa

Aðeins tekst að hafa hendur í hári bílþjófa í einu tilviki af hverjum tíu, að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík.

Verulega dregur úr vaxtabyrði ríkisins

Fjárlagafrumvarpið varð að lögum á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan segir ójöfnuð og ójafnvægi einkenna fjárlögin en stjórnarliðar telja þau harla góð og benda á milljarða króna aukningu framlaga til mennta- og menningarmála.

Var seld án skilmála um friðun

Nýr eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, byggingafyrirtækið Mark-hús, vill ekki enn upplýsa hvað það hyggst fyrir með Heilsuverndarstöðina. Eigandi Mark-húss, Markús Már Árnason, segir að upplýsingar um þeirra áætlanir séu í fyrsta lagi væntanlegar eftir áramót.

Leikskólagjöld eiga að lækka

Gert er ráð fyrir í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrradag að leikskólagjöld í borginni lækki strax eftir næstu áramót. Mun almennt leikskólagjald fyrir átta tíma vistun þannig lækka um fimm þúsund á mánuði eða 55 þúsund krónur á ári.

Háskólinn fær skammir

Umboðsmaður Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Háskóla Íslands að fjallað verði á nýjan leik um mál sérfræðings, sem starfar hjá Háskólanum, vegna einhliða ákvörðunar stofnunarinnar um að fella niður fasta yfirvinnu hjá honum. Háskólinn skuli bregðast við með þessum hætti óski sérfræðingurinn þess.

Börn viðkvæm fyrir svifryki

Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir svifryksmengun. Í Reykjavík hefur mengunin tuttugu sinnum farið yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Takmörkun á umferð er ein lausn á vandanum.

Segir landlækni fara með rangt mál

Læknafélag Íslands hefur kært Jóhann Tómasson lækni til siðanefndarinnar fyrir grein sem birtist í Læknablaðinu um Kára Stefánsson, forstjóra Erfðagreiningar. Jóhann segir yfirlýsingu landlæknis um að leyfi Kára sé fullgilt rangt.

Samsæri gagnvart útrásinni

Jón Helgi Guðmunds­son, stjórnarformaður Byko, hafnar samstarfi við íslensku verkalýðshreyfinguna í Eystrasaltslöndunum. Hann segir að íslensku fyrirtækin Byko Lat og CED séu þekkt fyrir að búa vel að sínum starfsmönnum og hafi ekkert með samstarf við íslensku verkalýðshreyfinguna að gera.

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar.

Lokka fólk austur

Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð ætla að lokka til sín fólk af suðvesturhorninu með því að byggja upp íþróttamannvirki fyrir fjárhæð sem samsvarar einni milljón króna á hverja fjölskyldu í bæjarfélaginu. Stærsta íþróttahöll Austurlands og ný sundlaug eru meðal þess sem á að fá fólk til að flytja austur.

Efni í sálfræðiathugun

Þingmaður vinstri grænna segir afstöðu ríkisstjórnarinnar til Mannréttindaskrifstofu Íslands viðfangsefni fyrir sálfræðinga. Þingheimur samþykkti fjárlögin með 28 atkvæðum. Tuttugu og fjórir þingmenn sátu hjá. Meirihlutinn felldi allar breytingartillögur minnihlutans.

Íslendingar eiga erfitt með að fóta sig í dönskunni

Margir Íslendingar í Danmörku eiga í erfiðleikum með að fóta sig í dönskunni og tala ensku í staðinn. Geti þeir stundað nám sitt á ensku hafa þeir minni þörf fyrir dönskuna í daglega lífinu. Sighvatur Jónsson, fréttamaður NFS, kannaði tungu Íslendinga í Danmörku.

Kristinn gagnrýndi Davíð

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarmanna, gagnrýndi yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um Íbúðalánasjóð harðlega í lok fjárlagaumræðunnar í nótt. Kristinn sagði að bankastjórinn talaði eins og stjórnmálamaður og spurði hvort búast mætti við því að hann færi að gefa út línu varðandi aðra þætti viðskiptalífsins.

Bara nýgreind börn fá aðstoð

Foreldrar barna, sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eftir næstu áramót, geta fengið tímabundna fjárhagsaðstoð vegna vinnutaps, en ekki foreldrar barna, sem þegar hafa fengið sjúkdómsgreiningu. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í byrjun desember.

Sveltir sig vegna bágra kjara

Tæplega sjötug kona sem er öryrki vegna geðsjúkdóms er nú í hungurverkfalli vegna kjara sinna og annarra öryrkja. Hún kveðst ekki ætla að hætta sveltinu nema kjör öryrkja og aldraðra verði gerð mannsæmandi. Sonur hennar segir baráttu öryrkja við kerfið, erfiðari en baráttu öryrkja við sjúkdóma.

Öryrki í mótmælasvelti

Öryrki í Reykjavík er í mótmælasvelti vegna bágra kjara öryrkja - og segir hungurverkfall einu mótmælin sem öryrkjar hafi efni á.

Óháðir sérfræðingar beri saman skýrslur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að bera saman nýlegar skýrslur um öryrkja á Íslandi. Hann segir skýrslu Stefáns Ólafssonar fela í sér ónákvæman og villandi samanburð og hefur sent frá sér langa greinargerð um málið.

Íslendingar taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl

Ríkisstjórnin hefur fallist á beiðni Atlantshafsbandalagsins um að taka að sér stjórn flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Íslendingar munu gegna víðtæku ráðgjafarhlutverki við uppbyggingu flugvallarins og víðtækara hlutverki en þeir hafa áður gegnt.

Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara

Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag.

Nýtum ekki refsiheimildir

Heimild í íslenskum lögum til að sækja fólk til saka fyrir kynferðisglæpi sem það fremur erlendis hefur aldrei verið nýtt. Nágrannalönd okkar hafa þó lagt áherslu á að taka hart á slíkum málum.

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi

Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum.

Ríkið borgar sveitarfélögunum

Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga.

Sjá næstu 50 fréttir